Framtíðin er okkar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn býður annað hvert ár upp á stærstu og flottustu lýðræðisveislu Íslands þegar landsfundur flokksins er haldinn. Um helgina koma saman um 2.000 fulltrúar flokksins til að móta stefnu og sýn flokksins til framtíðar. Á landsfundi getur allt gerst. Allir hafa atkvæðisrétt, öll atkvæði vega jafnt og allir eru kjörgengir til hvers konar trúnaðarstarfa innan félaga og flokksins í heild. Það stefnir í sögulegan landsfund þar sem tilkynnt hefur verið nokkuð óvænt um mótframboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundarfulltrúum bíður því það mikla ábyrgðarhlutverk að velja á milli þeirra. Bjarni Benediktsson hefur setið á Alþingi síðan 2003 og hefur verið farsæll formaður flokksins síðan 2009. Guðlaugur Þór var einnig kjörinn á þing árið 2003 og hefur verið í forystu flokksins, sem oddviti og ráðherra en einnig sem ritari Sjálfstæðisflokksins um tíma. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil og við þurfum að horfa nokkra leiki fram í tímann og spyrja okkur þessara spurninga: Er Guðlaugur Þór sú breyting sem ég vil akkúrat núna? Er Guðlaugur Þór yfir höfuð raunveruleg breyting? Sjálfstæðismenn hafa átt 9 afbragðs formenn í yfir 90 ára sögu flokksins og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera miðaldra karlmenn. Ef sjálfstæðismenn vilja raunverulega breytingu, er sú breyting í boði akkúrat núna? Er svona nauðsynlegt að breyta bara til þess að breyta? Sjálfstæðismenn þurfa nú að sameinast um það að klára yfirstandandi kjörtímabil með krafti undir styrkri stjórn núverandi forystusveitar. Síðan er kominn tími til að leyfa nýrri kynslóð sjálfstæðismanna –ungum konum sem körlum - að taka við keflinu og leiða flokkinn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og situr í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn býður annað hvert ár upp á stærstu og flottustu lýðræðisveislu Íslands þegar landsfundur flokksins er haldinn. Um helgina koma saman um 2.000 fulltrúar flokksins til að móta stefnu og sýn flokksins til framtíðar. Á landsfundi getur allt gerst. Allir hafa atkvæðisrétt, öll atkvæði vega jafnt og allir eru kjörgengir til hvers konar trúnaðarstarfa innan félaga og flokksins í heild. Það stefnir í sögulegan landsfund þar sem tilkynnt hefur verið nokkuð óvænt um mótframboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundarfulltrúum bíður því það mikla ábyrgðarhlutverk að velja á milli þeirra. Bjarni Benediktsson hefur setið á Alþingi síðan 2003 og hefur verið farsæll formaður flokksins síðan 2009. Guðlaugur Þór var einnig kjörinn á þing árið 2003 og hefur verið í forystu flokksins, sem oddviti og ráðherra en einnig sem ritari Sjálfstæðisflokksins um tíma. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil og við þurfum að horfa nokkra leiki fram í tímann og spyrja okkur þessara spurninga: Er Guðlaugur Þór sú breyting sem ég vil akkúrat núna? Er Guðlaugur Þór yfir höfuð raunveruleg breyting? Sjálfstæðismenn hafa átt 9 afbragðs formenn í yfir 90 ára sögu flokksins og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera miðaldra karlmenn. Ef sjálfstæðismenn vilja raunverulega breytingu, er sú breyting í boði akkúrat núna? Er svona nauðsynlegt að breyta bara til þess að breyta? Sjálfstæðismenn þurfa nú að sameinast um það að klára yfirstandandi kjörtímabil með krafti undir styrkri stjórn núverandi forystusveitar. Síðan er kominn tími til að leyfa nýrri kynslóð sjálfstæðismanna –ungum konum sem körlum - að taka við keflinu og leiða flokkinn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og situr í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar