Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 14:07 Landsbankahúsið setur sinn svip á miðbæ Akureyrar. Aðsend Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum. Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum.
Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52