Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 08:13 Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður fjárfestinga Landsbankans, krafðist þess að sínu máli yrði vísað til Hæstaréttar. Rétturinn getur ekki veitt honum réttláta málsmeðferð með skýrslutökum. vísir/vilhelm Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. Af þessari pattstöðu leiðir að ágreiningur dómstólanna um réttarfarsreglur verður til þess að áratugsgamlir sýknudómar héraðsdóms, sumir að hluta, yfir sakborningum í svokölluðum hrunmálum standa óhaggaðir. Sú var niðurstaðan í máli Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Hæstiréttur hefur ekki heimild til þess að taka skýrslur af sakborningum, það hefur fallið í hlut Landsréttar frá því honum var komið á fót. Þar sem mál sakborninga í hrunmálum voru endurupptekin á grundvelli þess að ekki fór fram munnleg málsmeðferð taldi Hæstiréttur óhjákvæmilegt að vísa máli Styrmis frá réttinum. Beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms, í nýlegum dómi sínum sem varðaði mál Styrmis Þórs, að vísa slíkum málum til Landsréttar, sem hefur heimild til skýrslutöku. Vísir hefur fjallað um sambærilegt mál Karls Wernerssonar sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi meðal annars vegna umboðssvika í svokölluðu Milestone-máli. Allar líkur eru á að mál hans fari sömu leið og Styrmis enda hefur ríkissaksóknari krafist frávísunar vegna fordæmis Hæstaréttar. Ósammála um túlkun reglna Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir alveg ljóst að Endurupptökudómi hafi borið að vísa málunum, sem komu á eftir fordæmisgefandi dómi í máli Styrmis, til Landsréttar. „Menn bjuggust bara við því að Endurupptökudómur myndi fallast á þessa túlkun hjá Hæstarétti,“ segir Kristín. Í dómi Hæstaréttar, þar sem mál Styrmis var tekið fyrir, segir að dómnum hafi borið að vísa málinu til Landsréttar í samræmi við ákvæði 232. greinar sakamálalaga þar sem dómnum er veitt heimild til að vísa málum til Landsréttar „til meðferðar og dómsuppsögu að nýju.“ Í framhaldinu vísaði Endurupptökudómur öðru máli til Hæstaréttar og í úrskurði Endurupptökudóms er orðalagið „að nýju“ túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Landsrétti var komið á fót meðal annars til þess að milliliðalaus sönnunarfærsla gæti farið fram fyrir áfrýjunardómstóli. Vísir/Vilhelm Verða að beygja sig undir túlkun æðsta dómstóls Kristín segir ekki tækt að Endurupptökudómur skipti sér af innra skipulagi dómskerfisins. Slíkt sé alfarið á forræði æðsta dómstól landsins, Hæstarétti. „En varðandi skilyrði til endurupptöku, þar er Endurupptökudómur alveg á lygnum sjó. Þetta eru ekki hliðsettir dómstólar í þeim skilningi. Það er bara einn dómstóll sem er æðstur, það sér maður bara á dómstólalögunum.“ Hún segir túlkun Endurupptökudóms einkennilega en þar sem komin sé túlkun frá Hæstarétti verði dómurinn að beygja sig undir hana. „Þar sem þetta er byggt á milliliðalausri sönnunarfærslu, þá verður að vísa þessu til Landsréttar eins og Hæstiréttur segir. Það sem er vont í þessu líka er að þessir menn vita hvernig þessu máli mun ljúka.“ Athygli vekur að Ívar Guðjónsson gerir kröfu um að málinu verði vísað til Hæstaréttar en ekki Landsréttar þar sem hann fengi réttláta málsmeðferð að mati Mannréttindadómstólsins. Ívar var sakfelldur að hluta í héraðsdómi og hlaut þar níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Hæstiréttur þyngdi hins vegar dóm Ívars í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Miðað við nýleg dómafordæmi úr Hæstarétti eru allar líkur á því að Hæstiréttur muni vísa tveggja ára dómnum frá réttinum. Þá situr eftir níu mánaða skilorðsbundinn dómur úr héraði. Dómsmál Landsbankinn Íslenskir bankar Hrunið Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Af þessari pattstöðu leiðir að ágreiningur dómstólanna um réttarfarsreglur verður til þess að áratugsgamlir sýknudómar héraðsdóms, sumir að hluta, yfir sakborningum í svokölluðum hrunmálum standa óhaggaðir. Sú var niðurstaðan í máli Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þegar Hæstiréttur sneri við sýknudómi héraðsdóms árið 2013 án þess að hlýða á munnlegan málflutning. Hæstiréttur hefur ekki heimild til þess að taka skýrslur af sakborningum, það hefur fallið í hlut Landsréttar frá því honum var komið á fót. Þar sem mál sakborninga í hrunmálum voru endurupptekin á grundvelli þess að ekki fór fram munnleg málsmeðferð taldi Hæstiréttur óhjákvæmilegt að vísa máli Styrmis frá réttinum. Beindi Hæstiréttur því til Endurupptökudóms, í nýlegum dómi sínum sem varðaði mál Styrmis Þórs, að vísa slíkum málum til Landsréttar, sem hefur heimild til skýrslutöku. Vísir hefur fjallað um sambærilegt mál Karls Wernerssonar sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi meðal annars vegna umboðssvika í svokölluðu Milestone-máli. Allar líkur eru á að mál hans fari sömu leið og Styrmis enda hefur ríkissaksóknari krafist frávísunar vegna fordæmis Hæstaréttar. Ósammála um túlkun reglna Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir alveg ljóst að Endurupptökudómi hafi borið að vísa málunum, sem komu á eftir fordæmisgefandi dómi í máli Styrmis, til Landsréttar. „Menn bjuggust bara við því að Endurupptökudómur myndi fallast á þessa túlkun hjá Hæstarétti,“ segir Kristín. Í dómi Hæstaréttar, þar sem mál Styrmis var tekið fyrir, segir að dómnum hafi borið að vísa málinu til Landsréttar í samræmi við ákvæði 232. greinar sakamálalaga þar sem dómnum er veitt heimild til að vísa málum til Landsréttar „til meðferðar og dómsuppsögu að nýju.“ Í framhaldinu vísaði Endurupptökudómur öðru máli til Hæstaréttar og í úrskurði Endurupptökudóms er orðalagið „að nýju“ túlkað þannig að mál þurfi að hafa verið tekið fyrir áður af Landsrétti til að hægt sé að vísa málum þangað. Dómar í hrunmálunum féllu auðvitað allir áður en Landsrétti var komið á fót. Landsrétti var komið á fót meðal annars til þess að milliliðalaus sönnunarfærsla gæti farið fram fyrir áfrýjunardómstóli. Vísir/Vilhelm Verða að beygja sig undir túlkun æðsta dómstóls Kristín segir ekki tækt að Endurupptökudómur skipti sér af innra skipulagi dómskerfisins. Slíkt sé alfarið á forræði æðsta dómstól landsins, Hæstarétti. „En varðandi skilyrði til endurupptöku, þar er Endurupptökudómur alveg á lygnum sjó. Þetta eru ekki hliðsettir dómstólar í þeim skilningi. Það er bara einn dómstóll sem er æðstur, það sér maður bara á dómstólalögunum.“ Hún segir túlkun Endurupptökudóms einkennilega en þar sem komin sé túlkun frá Hæstarétti verði dómurinn að beygja sig undir hana. „Þar sem þetta er byggt á milliliðalausri sönnunarfærslu, þá verður að vísa þessu til Landsréttar eins og Hæstiréttur segir. Það sem er vont í þessu líka er að þessir menn vita hvernig þessu máli mun ljúka.“ Athygli vekur að Ívar Guðjónsson gerir kröfu um að málinu verði vísað til Hæstaréttar en ekki Landsréttar þar sem hann fengi réttláta málsmeðferð að mati Mannréttindadómstólsins. Ívar var sakfelldur að hluta í héraðsdómi og hlaut þar níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Hæstiréttur þyngdi hins vegar dóm Ívars í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Miðað við nýleg dómafordæmi úr Hæstarétti eru allar líkur á því að Hæstiréttur muni vísa tveggja ára dómnum frá réttinum. Þá situr eftir níu mánaða skilorðsbundinn dómur úr héraði.
Dómsmál Landsbankinn Íslenskir bankar Hrunið Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Hæstiréttur þyngir dóm yfir Landsbankamönnum Fyrrum bankastjóri Landsbankans dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. 4. febrúar 2016 15:00