„Mörgum spurningum ósvarað“ um brottflutning hælisleitenda Snorri Másson skrifar 3. nóvember 2022 11:54 Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna hefur kallað dómsmálaráðherra á fund allsherjar- og menntamálanefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir mörgum spurningum ósvarað um brottflutning hælisleitenda sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi í gærkvöldi og morgun. Til stóð að flytja 28 manns úr landi en 13 einstaklingar fundust ekki þegar þeirra var leitað. Fimmtán fóru með flugvél úr landi í morgun, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Stoðdeild ríkislögreglustjóra fór víða um Reykjavík í gærkvöld og sótti hælisleitendur sem síðan voru fluttir úr landi með flugvél í morgunsárið. Margir þeirra njóta þegar verndar í öðrum löndum og hafa fengið endanlega synjun hér. Á meðal þeirra 15 sem var sóttur á slíkum forsendum var hinn fatlaði Hussein Hussein frá Írak, en á myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum sést þegar hann er tekinn úr hjólastól sínum og færður inn í bifreið. Hussein var því næst fluttur úr landi í umræddri flugvél en hjólastóll hans var að sögn ríkislögreglustjóra sendur með honum á áfangastað. Kært til Mannréttindadómstóls Evrópu Lögmaður Hussein, Claudia Wilson, hefur kært framferði yfirvalda til Mannréttindadómstóls Evrópu. Til stóð að réttarhöld færu fram í máli hans 18. nóvember þar sem hann fór þess á leit að fá efnislega meðferð síns máls hér á landi. „Þetta var náttúrulega gert fyrirvaralaust. Ég fékk að vita um þetta bara seinnipart dags í gær og frá þeim tíma hafði ég verið að reyna að tala við þau og hitta þau og beiðni um að hitta þau var hafnað,“ segir Claudia. Hún segir að heilsu skjólstæðings síns hafi hrakað talsvert að undanförnu og að nú liggi ekki annað fyrir en að hann hafi verið fluttur úr landi í því ástandi. Gæta þurfi hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu Fréttirnar af brottflutningi Hussein vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum í gærkvöld. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna var á meðal þeirra sem brugðust við og óskaði eftir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mætti á fund allsherjarnefndar til að skýra málið. Jón komst ekki vegna skamms fyrirvara. „Mér finnst bara mörgum óspurningum svarað sem við erum að kalla eftir. Það er auðvitað þannig að hér fá ekki allir vernd og það er sárt og það er erfitt þegar fólki er brottvísað. En þannig eru nú bara lög og reglur og við erum að vinna eftir þeim. Fólk hefur hér ákveðin tækifæri til að leita réttar síns og ákveðnar leiðir sem það getur farið, en þegar þær eru tæmdar og fólk fær ekki vernd, þá þarf það að fara. Ég held að það sé málið með langflesta sem átti við þar í gær. Ég þekki ekki einstök mál en veit það þó að þarna voru engin börn. Við þurfum að fá svör við því hvort þetta fólk hafi átt rétt á að mál þeirra yrði til endurskoðunar núna 18. nóvember. Af hverju lá þá á að það færi? Það eru spurningarnar sem mig langar að fá svör við,“ segir Jódís í samtali við fréttastofu. Jódís segir þó að stefna VG sé skýr, að sérstaklega eigi að gæta hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu, svo sem fatlaðs fólks eða hinsegin fólks, og að hér vakni spurningar um það hvort það hafi verið gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði á svipuðum nótum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt séu manneskjur sem hafi þegar fullreynt öll úrræði í okkar kerfi en ég að sjálfsögðu hef engar nánari upplýsingar um þessa einstaklinga. En það sem mér finnst mikilvægt er að við skoðum sérstaklega stöðu fólks sem er í svona viðkvæmri stöðu eins og þessi fatlaði maður sem þarna var nefndur,“ sagði Katrín. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Hussein Hussein Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Stoðdeild ríkislögreglustjóra fór víða um Reykjavík í gærkvöld og sótti hælisleitendur sem síðan voru fluttir úr landi með flugvél í morgunsárið. Margir þeirra njóta þegar verndar í öðrum löndum og hafa fengið endanlega synjun hér. Á meðal þeirra 15 sem var sóttur á slíkum forsendum var hinn fatlaði Hussein Hussein frá Írak, en á myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum sést þegar hann er tekinn úr hjólastól sínum og færður inn í bifreið. Hussein var því næst fluttur úr landi í umræddri flugvél en hjólastóll hans var að sögn ríkislögreglustjóra sendur með honum á áfangastað. Kært til Mannréttindadómstóls Evrópu Lögmaður Hussein, Claudia Wilson, hefur kært framferði yfirvalda til Mannréttindadómstóls Evrópu. Til stóð að réttarhöld færu fram í máli hans 18. nóvember þar sem hann fór þess á leit að fá efnislega meðferð síns máls hér á landi. „Þetta var náttúrulega gert fyrirvaralaust. Ég fékk að vita um þetta bara seinnipart dags í gær og frá þeim tíma hafði ég verið að reyna að tala við þau og hitta þau og beiðni um að hitta þau var hafnað,“ segir Claudia. Hún segir að heilsu skjólstæðings síns hafi hrakað talsvert að undanförnu og að nú liggi ekki annað fyrir en að hann hafi verið fluttur úr landi í því ástandi. Gæta þurfi hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu Fréttirnar af brottflutningi Hussein vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum í gærkvöld. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna var á meðal þeirra sem brugðust við og óskaði eftir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mætti á fund allsherjarnefndar til að skýra málið. Jón komst ekki vegna skamms fyrirvara. „Mér finnst bara mörgum óspurningum svarað sem við erum að kalla eftir. Það er auðvitað þannig að hér fá ekki allir vernd og það er sárt og það er erfitt þegar fólki er brottvísað. En þannig eru nú bara lög og reglur og við erum að vinna eftir þeim. Fólk hefur hér ákveðin tækifæri til að leita réttar síns og ákveðnar leiðir sem það getur farið, en þegar þær eru tæmdar og fólk fær ekki vernd, þá þarf það að fara. Ég held að það sé málið með langflesta sem átti við þar í gær. Ég þekki ekki einstök mál en veit það þó að þarna voru engin börn. Við þurfum að fá svör við því hvort þetta fólk hafi átt rétt á að mál þeirra yrði til endurskoðunar núna 18. nóvember. Af hverju lá þá á að það færi? Það eru spurningarnar sem mig langar að fá svör við,“ segir Jódís í samtali við fréttastofu. Jódís segir þó að stefna VG sé skýr, að sérstaklega eigi að gæta hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu, svo sem fatlaðs fólks eða hinsegin fólks, og að hér vakni spurningar um það hvort það hafi verið gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði á svipuðum nótum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt séu manneskjur sem hafi þegar fullreynt öll úrræði í okkar kerfi en ég að sjálfsögðu hef engar nánari upplýsingar um þessa einstaklinga. En það sem mér finnst mikilvægt er að við skoðum sérstaklega stöðu fólks sem er í svona viðkvæmri stöðu eins og þessi fatlaði maður sem þarna var nefndur,“ sagði Katrín.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Hussein Hussein Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira