Sjón segist ekki vilja vera þátttakandi í því að hvítþvo Katrínu Jakobsdóttur, sem er meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni. Hann telur einsýnt að Katrín hljóti að bera fulla ábyrgð á því að fimmtán hælisleitendur hafi verið fluttir af landi brott í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Katrín sendi, ásamt Ragnari Jónassyni glæpasagnahöfundi, nýverið frá sér glæpasöguna Reykjavík.
I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.
— Sjón (@Sjonorama) November 3, 2022
Hátíðin Iceland Noir 2022 verður haldin 16. til 19. þessa mánaðar í Reykjavík og meðal þeirra sem kynntir hafa verið sem sérlegir þátttakendur eru Katrín Jakobsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Sjón, Mark Billingham, Paula Hawkins, Sophie Hannah, Abir Mukherjee, Nita Propse, Ólafur Darri Ólafsson, Amanda Reagdman, Ruth Ware, Ryan Tubridy, Lucy Foley, AJ Finn, Clare Mackintosh og Liz Nugend. Þannig að ljóst er að um mikla hátíð er að ræða en á heimasíðu viðburðarins kemur fram að passar á hátíðina séu upppseldir. Meðal þeirra sem styrkja hátína eru Storytel og Fríkirkjan í Reykjavík.
Sjón birtir yfirlýsingu sína á ensku, á Twitter, en fáir ef nokkrir íslenskir höfundar eru eins þekktir fyrir verk sín og hann. Sjón merkir Katrínu sérstaklega í færslu sinni þannig að afstaða hans fer um víðan völl, svohljóðandi:
„I am pulling out of the Iceland Noir 2022 Festival as I can not take part in the culture washing of the Prime Minister of Iceland, @katrinjak. @icelandnoir will allow her to pose as a person of culture while her government's cruel treatment of asylum seekers goes unquestioned.“
Viðbrögð við orðum Sjóns hafa ekki látið á sér standa og hafa nú þegar fjölmargir deilt færslu hans og tekið undir.