Ísland á flottan fulltrúa meðal yngstu markaskorara Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 12:00 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu fyrir FCK á móti Borussia Dortmund á Parken. Getty/Jan Christensen Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var einn af yngstu leikmönnunum sem náðu að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Hákon Arnar skoraði eina mark danska liðsins FC Kaupmannahöfn í allri riðlakeppninni þegar hann tryggði liðinu jafntefli á móti Borussia Dortmund í fyrrakvöld. Hákon var aðeins nítján ára, sex mánaða og 23 daga þegar hann skoraði markið sitt. Hann var aðeins fjórði Íslendingurinn til að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eins og sjá má hér fyrir neðan voru aðeins fimm yngri leikmenn sem náðu að skora í Meistaradeildinni í vetur. Sá yngsti var Norðmaðurinn Antonio Nusa sem var aðeins 17 ára, 4 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Club Brugge. Nusa varð þá annar yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar á eftir Barcelona stráknum Ansu Fati. Manchester City strákurinn Rico Lewis varð næstyngstur þegar hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með City sem var á móti Sevilla í fyrrakvöld. Lewis var aðeins 17 ára, 11 mánaða og 12 daga í gær. Þriðji yngsti markaskorari vetrarins var António Silva hjá Benfica sem var átján ára, ellefu mánaða og 24 daga þegar hann skoraði á móti Juventus. Fjórði á listanum er síðan Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund sem 19 ára, tveggja mánaða og átta daga þegar hann skoraði fyrsta markið sitt í Meistaradeildinni í vetur. Liverpool strákurinn Harvey Elliott var síðan bara fimmtán dögum yngri en Hákon þegar hann skoraði fyrir Liverpool á móti Rangers. Það er mjög gaman að sjá íslenskan fulltrúa á listanum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Hákon Arnar skoraði eina mark danska liðsins FC Kaupmannahöfn í allri riðlakeppninni þegar hann tryggði liðinu jafntefli á móti Borussia Dortmund í fyrrakvöld. Hákon var aðeins nítján ára, sex mánaða og 23 daga þegar hann skoraði markið sitt. Hann var aðeins fjórði Íslendingurinn til að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eins og sjá má hér fyrir neðan voru aðeins fimm yngri leikmenn sem náðu að skora í Meistaradeildinni í vetur. Sá yngsti var Norðmaðurinn Antonio Nusa sem var aðeins 17 ára, 4 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Club Brugge. Nusa varð þá annar yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar á eftir Barcelona stráknum Ansu Fati. Manchester City strákurinn Rico Lewis varð næstyngstur þegar hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með City sem var á móti Sevilla í fyrrakvöld. Lewis var aðeins 17 ára, 11 mánaða og 12 daga í gær. Þriðji yngsti markaskorari vetrarins var António Silva hjá Benfica sem var átján ára, ellefu mánaða og 24 daga þegar hann skoraði á móti Juventus. Fjórði á listanum er síðan Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund sem 19 ára, tveggja mánaða og átta daga þegar hann skoraði fyrsta markið sitt í Meistaradeildinni í vetur. Liverpool strákurinn Harvey Elliott var síðan bara fimmtán dögum yngri en Hákon þegar hann skoraði fyrir Liverpool á móti Rangers. Það er mjög gaman að sjá íslenskan fulltrúa á listanum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira