Fjölskylda Kristins ætlar að kæra ákvörðun lögreglu að fella niður rannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 11:40 Hér má sjá mynd af Kristni á Mallorca eftir vertíðarlok 1973. Í septembermánuði lést Kristinn í slysinu, þá nítján ára gamall. Aðsend/Þórólfur Hilbert Fjölskylda Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í bílslysi í Óshlíð árið 1973, hefur ákveðið að kæra niðurstöðu lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn. Þetta staðfestir Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróðir Kristins, í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti um miðjan október að niðurstaða rannsóknar réttarlæknis væri að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist í slysi. Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí og rannsakaðar af réttarlækni að beiðni lögreglu. Ættingjar Kristins telja rannsókn lögreglu á sínum tíma hafa verið ábótavant og fóru fram á að hún yrði tekin upp á ný. Vísir greindi frá því 31. maí síðastliðinn að skýrslur hafi ekki verið teknar af ökumanni og farþega í bílnum fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Fram kemur í lögregluskýrslum um málið, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Kristinn hafi farið á dansleik í Hnífsdal kvöldið áður og síðan í einkasamkvæmi á Ísafirði með þremur stúlkum. Upp úr klukkan fjögur um morguninn hafi þau farið úr samkvæminu, ásamt fjórðu stúlkunni, hitt fyrir leigubílstjóra, sem keyrði þau um Ísafjörð. Tvær stúlknanna hafi farið úr bílnum áður en haldið var til Bolungarvíkur þar sem ein stúlknanna bjó. Þegar hún hafi verið komin heim til sín hafi leigubílstjórinn haldið, með Kristinn og fjórðu stúlkuna, aftur til Ísafjarðar. Stúlkan sat í framsætinu en Kristinn Haukur lá í aftursætinu. Rykkur hafi komið á bílinn Höskuldur Guðmundsson, leigubílstjórinn fyrrverandi, sagði í samtali við fréttastofu 31. maí síðastliðinn að stúlkan hafi verið vinkona hans og hann hafi verið hættur að aka gegn gjaldi þetta kvöld þegar hann tók hópinn upp í bíl. Hann hafi aðeins ekið til Bolungarvíkur þar sem stúlkan sem þangað hafi þurft að komast hafi verið í vandræðum með að finna far. Kristinn Haukur hafi verið mjög drukkinn og fljótlega dáið áfengisdauða í aftursætinu. Kristinn Haukur með vini.Aðsend/Þórólfur Hilbert Fram kemur í lögregluskýrslum að við blindbeygju á Óshlíðarvegi hafi komið rykkur á bílinn og Höskuldur misst stjórn á honum áður en bíllinn valt þrjátíu metra niður í flæðarmálið. Bílstjórinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu 23. nóvember 1973 að áður en bíllinn fór út af veginum hafi vinstra afturhjólið „neglt sig fast í bremsu“ og við það hafi hann misst stjórn á bílnum. Við rannsókn málsins var bifreiðaeftirlitsmaður fenginn til að skoða bílinn og sagði hann að stýrisliður hafi verið rofinn. Hann hafi ekkert fundið að hemlum bifreiðarinnar. Líkið farið að stirðna þegar lögregla kom á slysstað Höskuldur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekið hægt um Óshlíðarveginn því aðstæður hafi ekki, eins og alltaf í Óshlíð, verið góðar. Þegar hann hafi ýtt lauslega á bremsuna hafi annað hjólið á bílnum læst sig og bíllinn farið út af. Hann segir það oft hafa gerst í amerískum bílum, en bíllinn var úr verksmiðju Ford 1967. Ljósmynd af bílnum í fjörunni undir Óshlíðarvegi.Haukur Sig./Ljósmyndasafnið Ísafirði Bíllinn valt niður í flæðarmálið en lenti á hjólunum og komust bæði ökumaðurinn og stúlkan, sem hvorugt var í bílbelti, út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þau sögðust í skýrslutöku hjá lögreglu hafa fundið vasaljós í bílnum og leitað Kristins stutlega án árangurs. Þau hafi síðan gengið inn í Hnífsdal, um klukkustundar leið, þar sem þau gátu gert lögreglu viðvart. Einn lögreglumaður var sendur á slysstað þar sem hann fann Kristin látinn í hlíðinni miðri, um fimmtán metra fyrir ofan staðinn þar sem bíllinn hafði stöðvast. Lögreglumaðurinn segir í skýrslu að ljóst hafi verið að Kristinn væri látinn, en storknað blóð hafi verið í munni hans og hann hafi haft mikið sár á höfði. Líkaminn hafi þar að auki verið farinn að stirðna. Læknanemi, sem hafði verið kallaður til, úrskurðaði Kristinn látinn á staðnum. Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Lögreglumál Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta staðfestir Þórólfur Hilbert Jóhannesson, bróðir Kristins, í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti um miðjan október að niðurstaða rannsóknar réttarlæknis væri að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist í slysi. Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí og rannsakaðar af réttarlækni að beiðni lögreglu. Ættingjar Kristins telja rannsókn lögreglu á sínum tíma hafa verið ábótavant og fóru fram á að hún yrði tekin upp á ný. Vísir greindi frá því 31. maí síðastliðinn að skýrslur hafi ekki verið teknar af ökumanni og farþega í bílnum fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Fram kemur í lögregluskýrslum um málið, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Kristinn hafi farið á dansleik í Hnífsdal kvöldið áður og síðan í einkasamkvæmi á Ísafirði með þremur stúlkum. Upp úr klukkan fjögur um morguninn hafi þau farið úr samkvæminu, ásamt fjórðu stúlkunni, hitt fyrir leigubílstjóra, sem keyrði þau um Ísafjörð. Tvær stúlknanna hafi farið úr bílnum áður en haldið var til Bolungarvíkur þar sem ein stúlknanna bjó. Þegar hún hafi verið komin heim til sín hafi leigubílstjórinn haldið, með Kristinn og fjórðu stúlkuna, aftur til Ísafjarðar. Stúlkan sat í framsætinu en Kristinn Haukur lá í aftursætinu. Rykkur hafi komið á bílinn Höskuldur Guðmundsson, leigubílstjórinn fyrrverandi, sagði í samtali við fréttastofu 31. maí síðastliðinn að stúlkan hafi verið vinkona hans og hann hafi verið hættur að aka gegn gjaldi þetta kvöld þegar hann tók hópinn upp í bíl. Hann hafi aðeins ekið til Bolungarvíkur þar sem stúlkan sem þangað hafi þurft að komast hafi verið í vandræðum með að finna far. Kristinn Haukur hafi verið mjög drukkinn og fljótlega dáið áfengisdauða í aftursætinu. Kristinn Haukur með vini.Aðsend/Þórólfur Hilbert Fram kemur í lögregluskýrslum að við blindbeygju á Óshlíðarvegi hafi komið rykkur á bílinn og Höskuldur misst stjórn á honum áður en bíllinn valt þrjátíu metra niður í flæðarmálið. Bílstjórinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu 23. nóvember 1973 að áður en bíllinn fór út af veginum hafi vinstra afturhjólið „neglt sig fast í bremsu“ og við það hafi hann misst stjórn á bílnum. Við rannsókn málsins var bifreiðaeftirlitsmaður fenginn til að skoða bílinn og sagði hann að stýrisliður hafi verið rofinn. Hann hafi ekkert fundið að hemlum bifreiðarinnar. Líkið farið að stirðna þegar lögregla kom á slysstað Höskuldur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekið hægt um Óshlíðarveginn því aðstæður hafi ekki, eins og alltaf í Óshlíð, verið góðar. Þegar hann hafi ýtt lauslega á bremsuna hafi annað hjólið á bílnum læst sig og bíllinn farið út af. Hann segir það oft hafa gerst í amerískum bílum, en bíllinn var úr verksmiðju Ford 1967. Ljósmynd af bílnum í fjörunni undir Óshlíðarvegi.Haukur Sig./Ljósmyndasafnið Ísafirði Bíllinn valt niður í flæðarmálið en lenti á hjólunum og komust bæði ökumaðurinn og stúlkan, sem hvorugt var í bílbelti, út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þau sögðust í skýrslutöku hjá lögreglu hafa fundið vasaljós í bílnum og leitað Kristins stutlega án árangurs. Þau hafi síðan gengið inn í Hnífsdal, um klukkustundar leið, þar sem þau gátu gert lögreglu viðvart. Einn lögreglumaður var sendur á slysstað þar sem hann fann Kristin látinn í hlíðinni miðri, um fimmtán metra fyrir ofan staðinn þar sem bíllinn hafði stöðvast. Lögreglumaðurinn segir í skýrslu að ljóst hafi verið að Kristinn væri látinn, en storknað blóð hafi verið í munni hans og hann hafi haft mikið sár á höfði. Líkaminn hafi þar að auki verið farinn að stirðna. Læknanemi, sem hafði verið kallaður til, úrskurðaði Kristinn látinn á staðnum.
Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Lögreglumál Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira