Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 20:56 Sema Erla segir að flóttafólk sé ítrekað svipt mannlegri reisn með framkvæmdinni. Aðsend/Hussein Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. Hussein var meðal þeirra sem vísað var til Grikklands í vikunni. Hann notar hjólastól og en fær enga heilbrigðisþjónustu þar í landi, að sögn Semu Erlu. „Þau eru á götunni í Grikklandi og eru náttúrulega bara að berjast fyrir tilverurétti sínum á hverjum degi og hverjum klukkutíma sem líður. Ég veit að Hussein og fjölskylda, sem ég hef aðeins verið í samskiptum við, eiga mjög erfitt uppdráttar. Þau eiga ekki í nein hús að vernda, þau hafa ekki aðgengi að mat eða heilbrigðisþjónustu,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema Erla Serdar.Vísir/Friðrik Þór Senda skýr skilaboð Hún segir ljóst að aðstæðurnar séu ekki neinum bjóðandi og það sé með ólíkindum að stjórnvöld hér á landi haldi áfram að senda fólk til Grikklands. Stjórnarráðið sagði í yfirlýsingu í gær að brottvísanir til Grikklands brytu ekki í bága við lög, en aðstæður þar ytra hafa oft verið gagnrýndar. „Þetta er vitneskja sem hefur legið fyrir ótrúlega lengi og við höfnum öllum þessum eftiráskýringum. Það hefði náttúrulega bara átt að grípa inn í áður en af þessari brottvísun varð. Við verðum að láta í okkur heyra og senda skýr skilaboð,“ segir Sema Erla. Hún bætir við að óháð því hvaða skoðanir fólk kunni að hafa á málefnum flóttafólks hafi framkvæmdin sem slík verið „mannréttindabrot í skjóli nætur.“ Stjórnvöld dregin til ábyrgðar „Þessi framkvæmd eins og við horfðum upp á hana er bara meðferð sem við getum ekki sætt okkur við. Það er alveg hægt að gera hlutina öðruvísi heldur en á þennan hátt. Við náttúrulega viljum bæði mótmæla þessum mannréttindabrotum á flóttafólki og þessu framferði stjórnvalda sem felur í sér að svipta fólki mannlegri reisn.“ Eins og fyrr segir hefur verið boðað til mótmæla klukkan 14:00 á Austurvelli á morgun; til að sýna samstöðu, mótmæla framferði stjórnvalda gagnvart fólki á flótta og að draga stjórnvöld til ábyrgðar. „Það er kominn tími til þess að ríkisstjórn Íslands verði dregin til ábyrgðar fyrir framferði sitt gagnvart fólki; að þetta hafi einhverjar afleiðingar fyrir aðra en þá sem þessi brot beinast gegn. Það er kominn tími á breytingar,“ segir Sema Erla. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21 Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Hussein var meðal þeirra sem vísað var til Grikklands í vikunni. Hann notar hjólastól og en fær enga heilbrigðisþjónustu þar í landi, að sögn Semu Erlu. „Þau eru á götunni í Grikklandi og eru náttúrulega bara að berjast fyrir tilverurétti sínum á hverjum degi og hverjum klukkutíma sem líður. Ég veit að Hussein og fjölskylda, sem ég hef aðeins verið í samskiptum við, eiga mjög erfitt uppdráttar. Þau eiga ekki í nein hús að vernda, þau hafa ekki aðgengi að mat eða heilbrigðisþjónustu,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema Erla Serdar.Vísir/Friðrik Þór Senda skýr skilaboð Hún segir ljóst að aðstæðurnar séu ekki neinum bjóðandi og það sé með ólíkindum að stjórnvöld hér á landi haldi áfram að senda fólk til Grikklands. Stjórnarráðið sagði í yfirlýsingu í gær að brottvísanir til Grikklands brytu ekki í bága við lög, en aðstæður þar ytra hafa oft verið gagnrýndar. „Þetta er vitneskja sem hefur legið fyrir ótrúlega lengi og við höfnum öllum þessum eftiráskýringum. Það hefði náttúrulega bara átt að grípa inn í áður en af þessari brottvísun varð. Við verðum að láta í okkur heyra og senda skýr skilaboð,“ segir Sema Erla. Hún bætir við að óháð því hvaða skoðanir fólk kunni að hafa á málefnum flóttafólks hafi framkvæmdin sem slík verið „mannréttindabrot í skjóli nætur.“ Stjórnvöld dregin til ábyrgðar „Þessi framkvæmd eins og við horfðum upp á hana er bara meðferð sem við getum ekki sætt okkur við. Það er alveg hægt að gera hlutina öðruvísi heldur en á þennan hátt. Við náttúrulega viljum bæði mótmæla þessum mannréttindabrotum á flóttafólki og þessu framferði stjórnvalda sem felur í sér að svipta fólki mannlegri reisn.“ Eins og fyrr segir hefur verið boðað til mótmæla klukkan 14:00 á Austurvelli á morgun; til að sýna samstöðu, mótmæla framferði stjórnvalda gagnvart fólki á flótta og að draga stjórnvöld til ábyrgðar. „Það er kominn tími til þess að ríkisstjórn Íslands verði dregin til ábyrgðar fyrir framferði sitt gagnvart fólki; að þetta hafi einhverjar afleiðingar fyrir aðra en þá sem þessi brot beinast gegn. Það er kominn tími á breytingar,“ segir Sema Erla.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21 Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56
Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21
Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26