Í liði Aftureldingar voru þeir Dóri DNA og Steindi og hjá Selfyssingum mættu þau Ása Ninna og Atli Fannar.
Einstaklega skemmtileg viðureign en ein spurning í þættinum vakti sérstaka athygli en þá átti að sýna fjórar myndir og var einfaldlega spurt hvað þessar myndir ættu sameiginlegt.
Fyrst kom á skjáinn mynd af eyðimörk og því næst mynd af Hvíta húsinu. Þá ýtti Dóri DNA strax á bjölluna og svaraði án þess að hafa séð allar fjórar myndirnar. Og svaraði með miklum tilþrifum eins og sjá má hér að neðan.