Guðni heldur í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 12:09 Stíf dagskrá er framundan hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson heldur í dag í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna. Þar mun hann heimsækja þrjá háskóla. Á morgun, þriðjudag, flytur Guðni minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar við Dartmouth College í New Hampshire. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrirlesturinn sé haldinn í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og The Institute of Arctic Studies við Dartmouth háskóla. Vilhjálmur starfaði síðustu æviárin við þennan háskóla sem hýsir bókasafn hans. Guðni mun fjalla um sjálfstæði og alþjóðasamstarf í ljósi reynslu Íslands, þjóðernishyggju og hnattvæðingar. Íslenskar bækur varðveittar í safni skólans Á miðvikudag heimsækir Guðni Williams College í Massachusetts. Þar verður efnt til samræðufundar forseta með dr. Magnúsi Bernharðssyni, prófessor í sagnfræði, um ímynd Íslands og alþjóðlega stöðu. Að lokum mun Guðni halda til New York á fimmtudag, þar sem hann mun heimsækja Cornell háskóla. Sá skóli hefur átt margþætt samstarf við Íslendinga, að því sem fram kemur í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu. Fyrsti bókavörður skólans, Daniel Willard Fiske, var mikill Íslandsvinur og safnaði íslenskum bókum sem nú eru varðveittar í safni skólans. Á undanförnum árum hefur Cornell átt í samstarfi við Geothermal Resource Park á Íslandi um nýtingu jarðhita og af því tilefni verða nokkrir fulltrúar GRP og íslenskra stjórnvalda í för með forseta í þessari heimsókn. Forseti mun flytja fyrirlestur í Cornell sem ber heitið „Can small states make a difference? The case of Iceland on the international scene.““ Guðni er væntanlegur aftur til landsins á föstudag. Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Forseti Íslands Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Á morgun, þriðjudag, flytur Guðni minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar við Dartmouth College í New Hampshire. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrirlesturinn sé haldinn í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og The Institute of Arctic Studies við Dartmouth háskóla. Vilhjálmur starfaði síðustu æviárin við þennan háskóla sem hýsir bókasafn hans. Guðni mun fjalla um sjálfstæði og alþjóðasamstarf í ljósi reynslu Íslands, þjóðernishyggju og hnattvæðingar. Íslenskar bækur varðveittar í safni skólans Á miðvikudag heimsækir Guðni Williams College í Massachusetts. Þar verður efnt til samræðufundar forseta með dr. Magnúsi Bernharðssyni, prófessor í sagnfræði, um ímynd Íslands og alþjóðlega stöðu. Að lokum mun Guðni halda til New York á fimmtudag, þar sem hann mun heimsækja Cornell háskóla. Sá skóli hefur átt margþætt samstarf við Íslendinga, að því sem fram kemur í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu. Fyrsti bókavörður skólans, Daniel Willard Fiske, var mikill Íslandsvinur og safnaði íslenskum bókum sem nú eru varðveittar í safni skólans. Á undanförnum árum hefur Cornell átt í samstarfi við Geothermal Resource Park á Íslandi um nýtingu jarðhita og af því tilefni verða nokkrir fulltrúar GRP og íslenskra stjórnvalda í för með forseta í þessari heimsókn. Forseti mun flytja fyrirlestur í Cornell sem ber heitið „Can small states make a difference? The case of Iceland on the international scene.““ Guðni er væntanlegur aftur til landsins á föstudag.
Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Forseti Íslands Íslendingar erlendis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira