Grettistak Ármann Jakobsson skrifar 9. nóvember 2022 08:30 Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega. Slík mistök gætu við fyrstu sýn virst vera þekkingarleysi en líklega er nær að kenna þau við leti. Fæstir kunna stafsetningu eða beygingarmyndir svo vel að þeir þurfi aldrei að fletta neinu upp. Það hefur hins vegar aldrei verið léttara en núna að vinna bug á gleymskunni. Stofnun Árna Magnússonar rekur gagnagrunninn Málið (malid.is) sem er í raun safn gagnagrunna – og raunar mætti kalla þann góða vef sannkallað grettistak sem nú er búið að hefja á loft. Þar má finna Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Íslenska stafsetningarorðabók, Íslenskt orðanet, Ritmálssafn Orðabókar Háskólans, Orðabók Blöndals og Íslenska orðsifjabók og fjölmörg fleiri orðasöfn. Óhætt er að mæla með þeim öllum því að engin ein bók geymir allt sem fólk sem tjáir sig á opinberum vettvangi þarf að kunna. Saman eru þær hins vegar býsna öflugt verkfæri allra skrifandi manna. Ef við höldum okkur við orðið grettistak má í Ritmálssafni finna 25 dæmi um orðið frá 17. öld til nútímans sem öll veita hugmynd um hvernig það er notað. En einnig má á Málinu finna skilgreiningu orðsins í Íslenskri nútímamálsorðabók og þegar farið er í Íslenskt orðanet má finna 64 orð sem tengjast því. Líka má finna grein í Málfarsbankanum um orðið sem kemur að gagni þegar ákveða skal hvort það eigi við í fyrirsögn fréttar. En auðvitað þarf enginn að halda sig við fróðleik frá Árnastofnun. Á tímaritavef Landsbókasafns er líka hægt að slá inn orðið „grettistak“ og verða margs vísari og auðvitað gerir leitarvélin í vafranum einnig sitt gagn. Það er svo víða hægt að finna fróðleik um þetta orð og fleiri að það er nánast óleyfileg andleg leti að skoða ekki málið (eða malid.is). Það verður alltaf svolítið tímafrekt að vanda sig en hefur þó aldrei verið léttara en nú. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Íslensk fræði Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega. Slík mistök gætu við fyrstu sýn virst vera þekkingarleysi en líklega er nær að kenna þau við leti. Fæstir kunna stafsetningu eða beygingarmyndir svo vel að þeir þurfi aldrei að fletta neinu upp. Það hefur hins vegar aldrei verið léttara en núna að vinna bug á gleymskunni. Stofnun Árna Magnússonar rekur gagnagrunninn Málið (malid.is) sem er í raun safn gagnagrunna – og raunar mætti kalla þann góða vef sannkallað grettistak sem nú er búið að hefja á loft. Þar má finna Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Íslenska stafsetningarorðabók, Íslenskt orðanet, Ritmálssafn Orðabókar Háskólans, Orðabók Blöndals og Íslenska orðsifjabók og fjölmörg fleiri orðasöfn. Óhætt er að mæla með þeim öllum því að engin ein bók geymir allt sem fólk sem tjáir sig á opinberum vettvangi þarf að kunna. Saman eru þær hins vegar býsna öflugt verkfæri allra skrifandi manna. Ef við höldum okkur við orðið grettistak má í Ritmálssafni finna 25 dæmi um orðið frá 17. öld til nútímans sem öll veita hugmynd um hvernig það er notað. En einnig má á Málinu finna skilgreiningu orðsins í Íslenskri nútímamálsorðabók og þegar farið er í Íslenskt orðanet má finna 64 orð sem tengjast því. Líka má finna grein í Málfarsbankanum um orðið sem kemur að gagni þegar ákveða skal hvort það eigi við í fyrirsögn fréttar. En auðvitað þarf enginn að halda sig við fróðleik frá Árnastofnun. Á tímaritavef Landsbókasafns er líka hægt að slá inn orðið „grettistak“ og verða margs vísari og auðvitað gerir leitarvélin í vafranum einnig sitt gagn. Það er svo víða hægt að finna fróðleik um þetta orð og fleiri að það er nánast óleyfileg andleg leti að skoða ekki málið (eða malid.is). Það verður alltaf svolítið tímafrekt að vanda sig en hefur þó aldrei verið léttara en nú. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og formaður Íslenskrar málnefndar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun