Mennirnir voru handteknir um miðjan september í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar um allt höfuðborgarsvæðið. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi síðan þá og mun héraðssaksóknari fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir þetta í samtali við RÚV.
Ekki er leyfilegt að halda fólki í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema að gefin sé út ákæra.
Ekki náðist samband við Karl Vilberg eða lögmenn mannanna tveggja við vinnslu fréttarinnar.