„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2022 10:30 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa æpt á fólk í Mar-A-Lago í Flórída, eftir slæmt gengi margra frambjóðenda sem hann studdi í kosningunum á þriðjudaginn. AP/Andrew Harnik Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. Á sama tíma vann Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, mikinn sigur í endurkjöri sínu en hann hefur lengi verið líklegur til að bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar 2024. Sjá einnig: Trump hótar DeSantis Washington Post hefur eftir tveimur bandamönnum DeSantis að hann muni líklega bíða þar til í maí, þegar ríkisþing Flórída lýkur störfum, með að lýsa formlega yfir framboði til forseta Bandaríkjanna. Það geti þó verið erfitt að segja til um hvað hann ætli að gera þar sem hann haldi spilum sínum oft þétt að sér. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Washington Post segir Trump hafa ætlað sér að nota þann góðan árangur sem búist var við hjá Repúblikanaflokknum fyrir kosningarnar sem stökkpall fyrir nýtt framboð en svo fór sem fór. WP hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi verið að leita ráða hjá ráðgjöfum sínum en hafi ekki tekið ákvörðun. Í viðtali í gærkvöldi gaf Trump þó í skyn að hann hefði ekki tilefni til að fresta yfirlýsingu sinni. „Við náðum geysilegum árangri. Af hverju ætti eitthvað að breytast?“ spurði Trump meðal annars. Sjá einnig: Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Bandamenn Trumps hafa gagnrýnt hann opinberlega, samkvæmt frétt New York Times, bæði í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Þar hafa þeir velt upp þeirri spurningu hvort hann eigi að leiða Repúblikanaflokkinn áfram. „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún,“ hefur NYT eftir David Urban, sem hefur lengi verið ráðgjafi Trumps. Peter King, annar bandamaður Trumps til langs tíma og fyrrverandi þingmaður, sagði einnig að hann væri þeirrar skoðunar að Trump gæti ekki lengur leitt flokkinn. Hann sagði í viðtali að Repúblikanaflokkurinn mætti ekki byrja að snúast um persónudýrkun á einum manni. Trump hefur á undanförnum árum ítrekað sýnt tangarhald sitt á Repúblikanaflokknum. Hann situr á digrum kosningasjóðum og hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum úr flokknum með því að styðja aðra gegn þeim í forvali innan flokksins. Núverandi aðstoðarmenn hans segja umræðu um veika stöðu hans innan flokksins vera tilbúning fjölmiðla vestanhafs. J.D. Vance, verðandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Ohio, segist sannfærður um að bjóði Trump sig fram verði hann frambjóðandi flokksins 2024. „Fjölmiðlar skrifa minningargrein um stjórnmálaferil Trumps á hverju ári og á hverju ári erum við fljótt minnt á það að Trump er vinsælasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins,“ hefur NYT eftir Vance. Samkvæmt heimildum New York Times innan úr búðum Trumps hefur forsetinn fyrrverandi verið mjög reiður frá því slæmt gengi Repúblikana varð ljóst. Hann er sagður hafa beint reiði sinni að Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, og auðjöfrinum Steve Wynn, því þeir hafi sannfært hann um að styðja Mehmet Oz, sem tapaði gegn John Fetterman í baráttu um annað öldungadeildarþingsæti Pennsylvaníu. Reiði Trumps er einnig sögð hafa beinst að Melaniu Trump því hún eigi einnig að hafa veitt honum slæm ráð. New York Post, sem Trump hefur sagt að sé hans uppáhalds miðill, er með þessa forsíðu í dag. The New York Post's Thursday cover is brutal. pic.twitter.com/o2Bq5VSBeC— Oliver Darcy (@oliverdarcy) November 10, 2022 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Á sama tíma vann Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, mikinn sigur í endurkjöri sínu en hann hefur lengi verið líklegur til að bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar 2024. Sjá einnig: Trump hótar DeSantis Washington Post hefur eftir tveimur bandamönnum DeSantis að hann muni líklega bíða þar til í maí, þegar ríkisþing Flórída lýkur störfum, með að lýsa formlega yfir framboði til forseta Bandaríkjanna. Það geti þó verið erfitt að segja til um hvað hann ætli að gera þar sem hann haldi spilum sínum oft þétt að sér. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Washington Post segir Trump hafa ætlað sér að nota þann góðan árangur sem búist var við hjá Repúblikanaflokknum fyrir kosningarnar sem stökkpall fyrir nýtt framboð en svo fór sem fór. WP hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi verið að leita ráða hjá ráðgjöfum sínum en hafi ekki tekið ákvörðun. Í viðtali í gærkvöldi gaf Trump þó í skyn að hann hefði ekki tilefni til að fresta yfirlýsingu sinni. „Við náðum geysilegum árangri. Af hverju ætti eitthvað að breytast?“ spurði Trump meðal annars. Sjá einnig: Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Bandamenn Trumps hafa gagnrýnt hann opinberlega, samkvæmt frétt New York Times, bæði í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Þar hafa þeir velt upp þeirri spurningu hvort hann eigi að leiða Repúblikanaflokkinn áfram. „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún,“ hefur NYT eftir David Urban, sem hefur lengi verið ráðgjafi Trumps. Peter King, annar bandamaður Trumps til langs tíma og fyrrverandi þingmaður, sagði einnig að hann væri þeirrar skoðunar að Trump gæti ekki lengur leitt flokkinn. Hann sagði í viðtali að Repúblikanaflokkurinn mætti ekki byrja að snúast um persónudýrkun á einum manni. Trump hefur á undanförnum árum ítrekað sýnt tangarhald sitt á Repúblikanaflokknum. Hann situr á digrum kosningasjóðum og hefur tekist að bola svo gott sem öllum andstæðingum sínum úr flokknum með því að styðja aðra gegn þeim í forvali innan flokksins. Núverandi aðstoðarmenn hans segja umræðu um veika stöðu hans innan flokksins vera tilbúning fjölmiðla vestanhafs. J.D. Vance, verðandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Ohio, segist sannfærður um að bjóði Trump sig fram verði hann frambjóðandi flokksins 2024. „Fjölmiðlar skrifa minningargrein um stjórnmálaferil Trumps á hverju ári og á hverju ári erum við fljótt minnt á það að Trump er vinsælasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins,“ hefur NYT eftir Vance. Samkvæmt heimildum New York Times innan úr búðum Trumps hefur forsetinn fyrrverandi verið mjög reiður frá því slæmt gengi Repúblikana varð ljóst. Hann er sagður hafa beint reiði sinni að Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, og auðjöfrinum Steve Wynn, því þeir hafi sannfært hann um að styðja Mehmet Oz, sem tapaði gegn John Fetterman í baráttu um annað öldungadeildarþingsæti Pennsylvaníu. Reiði Trumps er einnig sögð hafa beinst að Melaniu Trump því hún eigi einnig að hafa veitt honum slæm ráð. New York Post, sem Trump hefur sagt að sé hans uppáhalds miðill, er með þessa forsíðu í dag. The New York Post's Thursday cover is brutal. pic.twitter.com/o2Bq5VSBeC— Oliver Darcy (@oliverdarcy) November 10, 2022
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira