Óviðunandi ástand fyrir Norðlendinga Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 10:33 Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni. Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni.
Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45