Margir bíða spenntir eftir jólaauglýsingum verslunarkeðjunnar ár hvert enda mikið í þær langt og ganga þær yfirleitt út á að segja hjarnæmar og mannlegar sögur.
Auglýsingin í ár bregður þó örlítið út af vananum og tekur á mikilvægu samfélagslegu málefni, börnum sem alast upp í fósturkerfinu. Fylgst er með miðaldra manni sem reynir að æfa sig á hjólabretti með vægast sagt misheppnuðum árangri en í lokin fá áhorfendur að vita ástæðuna fyrir puðinu.
Markmið herferðarinnar er að beina athygli fólks að þeim fjölmörgu börnum sem alast upp í fósturkerfinu og eiga erfitt uppdráttar um jólin.
Sjón er sögu ríkari.