Vatnsþétting olli brotlendingu á Keflavíkurflugvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 11:29 Vélin er af gerðinni Thrush S2R-H80. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi flugvélar C-GWRJ olli því að hún brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli. Vatn fannst í eldsneytissíu vélarinnar þegar hún var skoðuð eftir brotlendingu. Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent