Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2022 13:05 Karlakór Akureyrar Geysir, sem fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir og verður með stórtónleika í Hofi á Akureyri í dag. Aðsend Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður. Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“ Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“
Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira