Lyfjaafgreiðsla í Laugarási í lausu lofti eftir lokun Lyfju Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 14:12 Afgreiðsla Lyfju í Laugarási. Já.is Útibúi Lyfju í Laugarási var lokað um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) taki við lyfjaafgreiðslu en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Íbúar Laugaráss í Bláskógabyggð hafa hingað til getað fengið afgreiðslu lyfja í lyfjaafgreiðslu Lyfju. Lyfjaafgreiðslan var starfrækt á móti húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í sveitarfélaginu. Fjallað var um fyrirhugaða lokun lyfjaafgreiðslunnar hér á Vísi í byrjun október. Þá lýstu bæði sveitarstjórn Bláskógabyggðar og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir áhyggjum sínum vegna áforma Lyfju. Fram kom í fundargerðum sveitarfélaganna að Lyfja leitaðist eftir samningum um að HSU tæki við lyfjaafgreiðslunni. Þann 1. nóvember síðastliðinn var útibúi Lyfju hins vegar lokað, án þess að búið væri að ákveða hver tæki við. Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá því í síðustu viku segir að lokunin verði að teljast afar slæm fyrir íbúa svæðisins. Þá sé hún ekki til þess fallin að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs,“ segir í fundargerðinni. Í samtali við fréttastofu segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, að enn hafi ekki náðst samkomulag um hvernig lyfjaafgreiðsla á heilsugæslunni ætti að útfærast. Þá á hún ekki von á að svo verði. „Þetta er ekki okkar rekstur. Auðvitað hörmum það að hafa ekki þessa þjónustu við heilsugæsluna. Það er auðvitað sorglegt. Þetta eru bara aðilar sem reka þetta og taka þessar ákvarðanir. Við höfum lítið um það að segja,“ segir Díana. Bláskógabyggð Heilbrigðismál Lyf Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Íbúar Laugaráss í Bláskógabyggð hafa hingað til getað fengið afgreiðslu lyfja í lyfjaafgreiðslu Lyfju. Lyfjaafgreiðslan var starfrækt á móti húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í sveitarfélaginu. Fjallað var um fyrirhugaða lokun lyfjaafgreiðslunnar hér á Vísi í byrjun október. Þá lýstu bæði sveitarstjórn Bláskógabyggðar og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir áhyggjum sínum vegna áforma Lyfju. Fram kom í fundargerðum sveitarfélaganna að Lyfja leitaðist eftir samningum um að HSU tæki við lyfjaafgreiðslunni. Þann 1. nóvember síðastliðinn var útibúi Lyfju hins vegar lokað, án þess að búið væri að ákveða hver tæki við. Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá því í síðustu viku segir að lokunin verði að teljast afar slæm fyrir íbúa svæðisins. Þá sé hún ekki til þess fallin að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs,“ segir í fundargerðinni. Í samtali við fréttastofu segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, að enn hafi ekki náðst samkomulag um hvernig lyfjaafgreiðsla á heilsugæslunni ætti að útfærast. Þá á hún ekki von á að svo verði. „Þetta er ekki okkar rekstur. Auðvitað hörmum það að hafa ekki þessa þjónustu við heilsugæsluna. Það er auðvitað sorglegt. Þetta eru bara aðilar sem reka þetta og taka þessar ákvarðanir. Við höfum lítið um það að segja,“ segir Díana.
Bláskógabyggð Heilbrigðismál Lyf Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira