Segir að Ronaldo gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er án þess að skaða arfleifðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2022 07:01 Cristiano Ronaldo þarf ekki að hafa áhyggjur af mannorði sínu ef marka má systir hans. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Katia Aveiro, systir portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, hefur komið bróður sínum til varnar eftir að hann settist niður í umdeilt viðtal við þáttastjórnandann Piers Morgan. Hún segir að bróðir sinn gæti klórað sér í pungnum það sem eftir er af ferlinum og það myndi ekki hafa nein áhrif á arfleifðina sem hann skilur eftir sig. Ronaldo hefur eignað sér ófáar fyrirsagnir íþróttafréttamiðla undanfarna daga eftir að hlutar úr viðtali hans við Piers Morgan fóru að birtast. Morgan hefur verið duglegur að birta brot úr viðtalinu undanfarna daga og það fer svo í heild sinni í loftið í tveimur hlutum í kvöld og á morgun. Í viðtalinu segist þessi 37 ára leikmaður Manchester United meðal annars ekki bera neina virðingu fyrir þjálfara félagsins, Erik ten Hag. Hann segir að honum finnist félagið hafa svikið sig, háttsettir menn innan þess hafi reynt að bola sér út og að almennt hafi engar framfarir orðið hjá liðinu síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013. Í kjölfarið hafa borist fregnir af því að forráðamenn United skoði þann möguleika að rifta samningi leikmannsins og þá herma heimildir að Ten Hag ætli að sjá til þess að Ronaldo muni aldrei aftur spila fyrir Manchester United. Eins og gefur að skilja hefur Ronaldo verið harðlega gagnrýndur eftir viðtalið umdeilda. Hann á þó enn sitt stuðningsfólk og þar á meðal eru fjölskyldumeðlimir hans. Katia Aveiro, systir knattspyrnumannsins, er meðal þeirra sem hefur komið honum til varnar. Hún segir meðal annars að það myndi ekki skipta máli þótt Ronaldo myndi eyða restinni af ferlinum sínum í að klóra sér í pungnum, það myndi ekki hafa áhrif á arfleifðina sem hann mun skilja eftir sig. „Þú þarft ekki að sanna neitt. Þú hefur byggt upp stórveldi úr engu og þú skilur eftir þig arfleifð fyrir næstu kynslóð sem enginn getur tekið frá þér,“ skrifaði Aveiro meðal annars á Instagram. „Þú gætir klórað þér í pungnum og flautað á meðan þú situr í einkaþotunni þinni á leið hvert sem er, eða farið á 27 metra langa bátnum þínum og notið lífsins í hvaða landi sem er.“ „Allt sem þú hefur áorkað og unnið er þitt og aðeins þitt. Þú gætir og þú getur gert allt sem þú vilt, en enn og aftur ákveður þú að vera öðruvísi og hugrakkur,“ skrifaði Aveiro. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Ronaldo opnaði sig um barnsmissinn: „Líklega erfiðasta stund lífs míns“ Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, eignuðust tvíbura í vor, dreng og stúlku. Drengurinn lést í fæðingu og Ronaldo hefur nú opnað sig um málið í viðtali sínu við þáttastjórnandann umdeilda, Piers Morgan. 15. nóvember 2022 22:46 Ten Hag frestaði fjölskyldufríi og vill koma Ronaldo í burtu Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fundaði með forráðamönnum félagsins í gær eftir að brot úr umdeildu viðtali við Cristiano Ronaldo fóru að birtast. Hann vill losna við Portúgalann frá félaginu. 15. nóvember 2022 09:30 Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. 15. nóvember 2022 08:01 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Ronaldo hefur eignað sér ófáar fyrirsagnir íþróttafréttamiðla undanfarna daga eftir að hlutar úr viðtali hans við Piers Morgan fóru að birtast. Morgan hefur verið duglegur að birta brot úr viðtalinu undanfarna daga og það fer svo í heild sinni í loftið í tveimur hlutum í kvöld og á morgun. Í viðtalinu segist þessi 37 ára leikmaður Manchester United meðal annars ekki bera neina virðingu fyrir þjálfara félagsins, Erik ten Hag. Hann segir að honum finnist félagið hafa svikið sig, háttsettir menn innan þess hafi reynt að bola sér út og að almennt hafi engar framfarir orðið hjá liðinu síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013. Í kjölfarið hafa borist fregnir af því að forráðamenn United skoði þann möguleika að rifta samningi leikmannsins og þá herma heimildir að Ten Hag ætli að sjá til þess að Ronaldo muni aldrei aftur spila fyrir Manchester United. Eins og gefur að skilja hefur Ronaldo verið harðlega gagnrýndur eftir viðtalið umdeilda. Hann á þó enn sitt stuðningsfólk og þar á meðal eru fjölskyldumeðlimir hans. Katia Aveiro, systir knattspyrnumannsins, er meðal þeirra sem hefur komið honum til varnar. Hún segir meðal annars að það myndi ekki skipta máli þótt Ronaldo myndi eyða restinni af ferlinum sínum í að klóra sér í pungnum, það myndi ekki hafa áhrif á arfleifðina sem hann mun skilja eftir sig. „Þú þarft ekki að sanna neitt. Þú hefur byggt upp stórveldi úr engu og þú skilur eftir þig arfleifð fyrir næstu kynslóð sem enginn getur tekið frá þér,“ skrifaði Aveiro meðal annars á Instagram. „Þú gætir klórað þér í pungnum og flautað á meðan þú situr í einkaþotunni þinni á leið hvert sem er, eða farið á 27 metra langa bátnum þínum og notið lífsins í hvaða landi sem er.“ „Allt sem þú hefur áorkað og unnið er þitt og aðeins þitt. Þú gætir og þú getur gert allt sem þú vilt, en enn og aftur ákveður þú að vera öðruvísi og hugrakkur,“ skrifaði Aveiro.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Ronaldo opnaði sig um barnsmissinn: „Líklega erfiðasta stund lífs míns“ Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, eignuðust tvíbura í vor, dreng og stúlku. Drengurinn lést í fæðingu og Ronaldo hefur nú opnað sig um málið í viðtali sínu við þáttastjórnandann umdeilda, Piers Morgan. 15. nóvember 2022 22:46 Ten Hag frestaði fjölskyldufríi og vill koma Ronaldo í burtu Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fundaði með forráðamönnum félagsins í gær eftir að brot úr umdeildu viðtali við Cristiano Ronaldo fóru að birtast. Hann vill losna við Portúgalann frá félaginu. 15. nóvember 2022 09:30 Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. 15. nóvember 2022 08:01 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Ronaldo opnaði sig um barnsmissinn: „Líklega erfiðasta stund lífs míns“ Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, eignuðust tvíbura í vor, dreng og stúlku. Drengurinn lést í fæðingu og Ronaldo hefur nú opnað sig um málið í viðtali sínu við þáttastjórnandann umdeilda, Piers Morgan. 15. nóvember 2022 22:46
Ten Hag frestaði fjölskyldufríi og vill koma Ronaldo í burtu Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fundaði með forráðamönnum félagsins í gær eftir að brot úr umdeildu viðtali við Cristiano Ronaldo fóru að birtast. Hann vill losna við Portúgalann frá félaginu. 15. nóvember 2022 09:30
Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. 15. nóvember 2022 08:01
Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31
Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31
Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31