Ríki sem eru ekki ríki Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 09:02 Fánar fjögurra ríkja sem ekki eru fullvalda. Efst til vinstri: Kristjanía. Efsti til hægri: Transnistría. Neðst til vinstri: Furstadæmið Sjáland. Neðst til hægri: Sómalíland. Getty Ekki eru öll ríki heimsins fullvalda, þekkt eða viðurkennd. Sum ríki berjast á hverjum einasta degi fyrir sjálfstæði sínu, önnur ríki eru viðurkennd af einungis örfáum öðrum ríkjum og sum viðurkennir bara ekki neinn, nema auðvitað íbúarnir sjálfir. Smáríki, smáþjóðir og sjálfstjórnarsvæði. Hver er munurinn á þessu? Fullvalda ríki heimsins eru 208 talsins samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. 193 þeirra eru aðildarríki að Sameinuðu þjóðunum, tvö þeirra eru áheyrnarríki og þrettán ríki sem flokkast undir „annað“. Áheyrnarríkin tvö eru borgríkið Vatíkanið og Palestína. Deilt hefur verið um landsvæðið þar sem Palestína er til fjölda ára, allt frá því Ísraelsmönnum var komið þar fyrir af Sameinuðu þjóðunum árið 1947. Af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkenna 138 sjálfstæði Palesínu, þar á meðal Ísland. Ríkin sem fá engan stimpil Ríkin þrettán sem falla hvorki undir hatt aðildarríkja né áheyrnarríkja eiga það flest öll sameiginlegt að önnur, sjálfstæð, ríki gera tilkall til svæðisins sem þau eru staðsett á. Einungis tvö þeirra, Cookseyjar og Niue, eru á svæði sem ekkert annað ríki gerir tilkall til. Bæði ríkin eru í frjálsu sambandi við Nýja-Sjáland og eru með aðild að einhverjum af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Þjóðhöfðingi ríkjanna tveggja er forsætisráðherra Nýja-Sjálands og eru íbúar með nýsjálenskan ríkisborgararétt. Niue þykir afar falleg.Getty Hér fyrir neðan er listi af hinum ríkjunum ellefu og þau ríki sem gera tilkall til svæðisins. Abkasía – Georgía Artsaklýðveldið – Aserbaísjan Alþýðulýðveldið Donetsk – Úkraína Kósovó – Serbía Alþýðulýðveldið Luhansk – Úkraína Norður-Kýpur – Kýpur Sahrawi-lýðveldið – Marokkó Sómalíland – Sómalía Suður-Ossetía – Georgía Taívan – Kína Transnistría – Moldóva Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem fjallað er um nokkur þessara ríkja og hver staða þeirra í alþjóðasamfélaginu er. Kósóvó er líklegast þessara ríkja til þess að öðlast stöðu aðildarríkis á næstunni en rúmlega hundrað ríki viðurkenna sjálfstæði þess frá Serbíu, þar á meðal Ísland. Einungis fimm ríki Evrópusambandsins viðurkenna ekki sjálfstæði ríkisins, Grikkland, Kýpur, Slóvakía, Spánn og Ungverjaland. Íbúar flestra þessara umdeildu ríkja telja sig ekki vera hluti af þjóð stærra ríkisins sem gerir tilkall til svæðisins. Fólk í Transnistríu telur sig ekki eiga samleið með íbúum Moldóvu og svo framvegis. Smáþjóðir og smáríki Smáþjóðir (e. micronations) er líklega áhugaverðustu og skemmtilegustu ríkin sem ekki eru fullvalda. Það getur hver sem er stofnað sína eigin smáþjóð, nánast hvar sem er. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnana. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Blossa kannast flestir við en hann var lukkudýr Smáþjóðaleikanna er þeir fóru fram í Reykjavík árið 2015. Smáríki geta varla talist merkileg enda eru það ríki á borð við Andorra, Mónakó, Tonga og Ísland. Ísland er lang stærsta smáríki heims en við komumst á listann vegna fólksfjölda. Fyrsta smáþjóðin var enska eyjan Lundy. Eigandi eyjunnar, Martin Coles Harman, lýsti því yfir að hann væri konungur eyjunnar árið 1925 og bjó til sinn eigin gjaldmiðil. Þá gerði hann frímerki fyrir ríkið. Harman konungur seldi eyjuna árið 1969 og þar með tilheyrði konungdæmi Lundy sögunni. En Harman hratt af stað bylgju af smáþjóðum. Málaliðaárásir og alþjóðlegur glæpahringur Frægasta smáþjóðin er líklega furstadæmið Sjáland. Ríkið er staðsett á Maunsell-virki við strendur Bretlands í Norðursjó. Þar hefur fjölskylda Paddy Roy Bates búið síðan árið 1967 þegar hann tók yfir virkið en það hafði staðið autt í nokkur ár. Ríkið hefur orðið fyrir árás þýskra málaliða, dæmt fólk fyrir landráð og orðið fyrir barðinu á alþjóðlegum glæpahring sem seldi vegabréf ríkisins á svörtum markaði. Smáþjóðin Sjáland gefur ríkisborgurum sínum vegabréf. Hér má sjá vegabréf fyrrverandi utanríkisráðherra Sjálands.Getty/Dusko Despotovic Alls eru sextíu smáþjóðir í heiminum, flestar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Hingað til hafa engar smáþjóðir verið stofnaðar á Íslandi. Maunsell-virkið sem hýsir Sjálendinga. Önnur þekkt smáþjóð, að minnsta kosti þekkt hér á landi, er fríríkið Kristjanía í Danmörku. Upphaf Kristjaníu má rekja til ársins 1971 þegar blaðamaðurinn Jacob Ludvigsen og nokkrir félagar hans tóku yfir yfirgefna herstöð við Kristjánshöfn. Íbúar Kristjaníu lifa aðallega á minjagripa- og veitingasölu og er vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja reykja marijúana. Þar er neysla þess leyfð en lögreglan er ekki velkomin þótt hún láti sjá sig þar annað slagið. Kristjanía er staðsett í Kaupmannahöfn.Getty Sjálfstjórnarsvæði heimsins eru nokkuð mörg og flest þeirra vel þekkt. Mörg þeirra eru vinsælir ferðamannastaðir líkt og Suður-Týról á Ítalíu, Púertó Ríkó sem tilheyrir Bandaríkjunum, Katalónía á Spáni og Arúba sem tilheyrir Hollandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóna hefur vakið athygli í gegnum árin en frægt er orðið þegar Katalónía lýsti yfir sjálfstæði þann 10. október árið 2017. Sjálfstæðið varði í nákvæmlega 56 sekúndur en þá var það dregið til baka. Grænland og Færeyjar flokkast einnig sem sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar. Ísland tilheyrði heildinni einnig allt til ársins 1944 þegar við urðum sjálfstætt ríki. Sjálfstæði er ekki á döfinni hjá Færeyingum og Grænlendingum eins og er. Sameinuðu þjóðirnar Danmörk Kósovó Taívan Tengdar fréttir Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. 7. ágúst 2022 11:17 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fullvalda ríki heimsins eru 208 talsins samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. 193 þeirra eru aðildarríki að Sameinuðu þjóðunum, tvö þeirra eru áheyrnarríki og þrettán ríki sem flokkast undir „annað“. Áheyrnarríkin tvö eru borgríkið Vatíkanið og Palestína. Deilt hefur verið um landsvæðið þar sem Palestína er til fjölda ára, allt frá því Ísraelsmönnum var komið þar fyrir af Sameinuðu þjóðunum árið 1947. Af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkenna 138 sjálfstæði Palesínu, þar á meðal Ísland. Ríkin sem fá engan stimpil Ríkin þrettán sem falla hvorki undir hatt aðildarríkja né áheyrnarríkja eiga það flest öll sameiginlegt að önnur, sjálfstæð, ríki gera tilkall til svæðisins sem þau eru staðsett á. Einungis tvö þeirra, Cookseyjar og Niue, eru á svæði sem ekkert annað ríki gerir tilkall til. Bæði ríkin eru í frjálsu sambandi við Nýja-Sjáland og eru með aðild að einhverjum af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Þjóðhöfðingi ríkjanna tveggja er forsætisráðherra Nýja-Sjálands og eru íbúar með nýsjálenskan ríkisborgararétt. Niue þykir afar falleg.Getty Hér fyrir neðan er listi af hinum ríkjunum ellefu og þau ríki sem gera tilkall til svæðisins. Abkasía – Georgía Artsaklýðveldið – Aserbaísjan Alþýðulýðveldið Donetsk – Úkraína Kósovó – Serbía Alþýðulýðveldið Luhansk – Úkraína Norður-Kýpur – Kýpur Sahrawi-lýðveldið – Marokkó Sómalíland – Sómalía Suður-Ossetía – Georgía Taívan – Kína Transnistría – Moldóva Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem fjallað er um nokkur þessara ríkja og hver staða þeirra í alþjóðasamfélaginu er. Kósóvó er líklegast þessara ríkja til þess að öðlast stöðu aðildarríkis á næstunni en rúmlega hundrað ríki viðurkenna sjálfstæði þess frá Serbíu, þar á meðal Ísland. Einungis fimm ríki Evrópusambandsins viðurkenna ekki sjálfstæði ríkisins, Grikkland, Kýpur, Slóvakía, Spánn og Ungverjaland. Íbúar flestra þessara umdeildu ríkja telja sig ekki vera hluti af þjóð stærra ríkisins sem gerir tilkall til svæðisins. Fólk í Transnistríu telur sig ekki eiga samleið með íbúum Moldóvu og svo framvegis. Smáþjóðir og smáríki Smáþjóðir (e. micronations) er líklega áhugaverðustu og skemmtilegustu ríkin sem ekki eru fullvalda. Það getur hver sem er stofnað sína eigin smáþjóð, nánast hvar sem er. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnana. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Blossa kannast flestir við en hann var lukkudýr Smáþjóðaleikanna er þeir fóru fram í Reykjavík árið 2015. Smáríki geta varla talist merkileg enda eru það ríki á borð við Andorra, Mónakó, Tonga og Ísland. Ísland er lang stærsta smáríki heims en við komumst á listann vegna fólksfjölda. Fyrsta smáþjóðin var enska eyjan Lundy. Eigandi eyjunnar, Martin Coles Harman, lýsti því yfir að hann væri konungur eyjunnar árið 1925 og bjó til sinn eigin gjaldmiðil. Þá gerði hann frímerki fyrir ríkið. Harman konungur seldi eyjuna árið 1969 og þar með tilheyrði konungdæmi Lundy sögunni. En Harman hratt af stað bylgju af smáþjóðum. Málaliðaárásir og alþjóðlegur glæpahringur Frægasta smáþjóðin er líklega furstadæmið Sjáland. Ríkið er staðsett á Maunsell-virki við strendur Bretlands í Norðursjó. Þar hefur fjölskylda Paddy Roy Bates búið síðan árið 1967 þegar hann tók yfir virkið en það hafði staðið autt í nokkur ár. Ríkið hefur orðið fyrir árás þýskra málaliða, dæmt fólk fyrir landráð og orðið fyrir barðinu á alþjóðlegum glæpahring sem seldi vegabréf ríkisins á svörtum markaði. Smáþjóðin Sjáland gefur ríkisborgurum sínum vegabréf. Hér má sjá vegabréf fyrrverandi utanríkisráðherra Sjálands.Getty/Dusko Despotovic Alls eru sextíu smáþjóðir í heiminum, flestar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Hingað til hafa engar smáþjóðir verið stofnaðar á Íslandi. Maunsell-virkið sem hýsir Sjálendinga. Önnur þekkt smáþjóð, að minnsta kosti þekkt hér á landi, er fríríkið Kristjanía í Danmörku. Upphaf Kristjaníu má rekja til ársins 1971 þegar blaðamaðurinn Jacob Ludvigsen og nokkrir félagar hans tóku yfir yfirgefna herstöð við Kristjánshöfn. Íbúar Kristjaníu lifa aðallega á minjagripa- og veitingasölu og er vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja reykja marijúana. Þar er neysla þess leyfð en lögreglan er ekki velkomin þótt hún láti sjá sig þar annað slagið. Kristjanía er staðsett í Kaupmannahöfn.Getty Sjálfstjórnarsvæði heimsins eru nokkuð mörg og flest þeirra vel þekkt. Mörg þeirra eru vinsælir ferðamannastaðir líkt og Suður-Týról á Ítalíu, Púertó Ríkó sem tilheyrir Bandaríkjunum, Katalónía á Spáni og Arúba sem tilheyrir Hollandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóna hefur vakið athygli í gegnum árin en frægt er orðið þegar Katalónía lýsti yfir sjálfstæði þann 10. október árið 2017. Sjálfstæðið varði í nákvæmlega 56 sekúndur en þá var það dregið til baka. Grænland og Færeyjar flokkast einnig sem sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar. Ísland tilheyrði heildinni einnig allt til ársins 1944 þegar við urðum sjálfstætt ríki. Sjálfstæði er ekki á döfinni hjá Færeyingum og Grænlendingum eins og er.
Sameinuðu þjóðirnar Danmörk Kósovó Taívan Tengdar fréttir Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. 7. ágúst 2022 11:17 „Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. 7. ágúst 2022 11:17
„Innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega. 13. október 2022 14:05