Svona er algóritminn á samfélagsmiðlum að skemma mannleg samskipti Skúli Bragi Geirdal skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun