„Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Snorri Másson skrifar 17. nóvember 2022 08:47 Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. „Þetta kom mér alls ekki á óvart með manntalið 2021. Því að manntal er náttúrulega aldrei bara einhver föst stærð. Fengum að vita að mannkyninu hefði fjölgað í átta milljarða núna, var það ekki í gær? Það gefur auga leið að það er bara ályktun eða mat sérfræðinga á því hvað mannfjöldinn er mikill,“ segir Ólöf í Íslandi í dag. Í Íslandi í dag er fjallað um helstu mál vikunnar og farið um víðan völl eins og yfirskriftin ber með sér. Innslagið má sjá hér að ofan. Viðtalið við Ólöfu hefst á fimmtu mínútu. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað manntöl á Íslandi.Vísir/Sigurjón Ólöf segist hafa búist við að fjöldinn væri oftalinn um nokkur þúsund, fimm eða sex þúsund kannski, en ekki svo mikið. „Við erum hérna með land þar sem við erum með mjög nákvæma Þjóðskrá, eins og reyndar önnur Norðurlönd, þar sem eru bara skráð allar fæðingar, öll dauðsföll, allir flutningar jafnóðum og svo byggja þessar þjóðskrár og þessi manntöl á þessum upplýsingum, þannig að það kann að virðast svolítið furðulegt að þarna skuli allt í einu bara fækka um tíu þúsund manns,“ segir Ólöf. Að vita nákvæman mannfjölda er mjög mikilvægt fyrir margra hluta sakir, til dæmis í alls kyns rannsóknir, en líka þegar meta á íbúðaþörf í landinu. Í innslaginu er einnig rifjað upp manntalið frá 1703, sem er geymt á Þjóðskjalasafninu og er á heimsminjaskrá UNESCO, eitt elsta manntal mannkynssögunnar. Manntalið 1703 var fyrsta heildarmanntal sem gert var á Íslandi. Manntalið var jafnframt fyrsta manntal sem náði til allra íbúa í heilu landi þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúanna í þjóðfélaginu.Vísir/Sigurjón Mikil fólksfjölgun vegna innflytjenda Ólöf er nú forseti Hugvísindasviðs við Háskóla Íslands en áður starfaði hún sem deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands, árin 2002-2008. Hún segir að Ísland hafi nánast alla 20. öldina verið land þar sem fæðingartíðni er mjög há og þar með náttúruleg fólksfjöldun, það er að segja, fleira fólk fæðist hér en deyr. Tuttugasta og fyrsta öld hefur verið öðru vísi. Hún hefur einkum einkennst af gífurlegri fólksfjölgun vegna innflytjenda og á móti: Sífellt minni fæðingartíðni á meðal innfæddra íbúa landsins. „Landsmönnum hér á landi fjölgar meira en í nokkru öðru landi í Evrópu núna. Lúxemborg var lengi vel með fleiri innflytjendur en Ísland og ég held að við séum að nálgast Lúxemborg núna sem var mjög innflytjendaþétt land. Þannig að það er mjög áhugavert og það virðist ekkert vera að draga úr þessu,“ segir Ólöf. „Varðandi fæðingartíðnina, þá hefur fæðingartíðni á allra síðustu árum lækkað mjög mikið, svona frá 2015-2016. Þetta er alltaf einhverjum sveiflum háð, þannig að maður kippir sér ekki upp við að fæðingartíðni fari niður í tvö ár og svo upp í tvö ár þar á eftir, en þegar þetta eru orðin nokkur ár í röð og við erum farin að herma eftir hinum Norðurlöndunum, þá fer maður að ímynda sér að þetta sé eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Ólöf. Ísland í dag Húsnæðismál Mannfjöldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Þetta kom mér alls ekki á óvart með manntalið 2021. Því að manntal er náttúrulega aldrei bara einhver föst stærð. Fengum að vita að mannkyninu hefði fjölgað í átta milljarða núna, var það ekki í gær? Það gefur auga leið að það er bara ályktun eða mat sérfræðinga á því hvað mannfjöldinn er mikill,“ segir Ólöf í Íslandi í dag. Í Íslandi í dag er fjallað um helstu mál vikunnar og farið um víðan völl eins og yfirskriftin ber með sér. Innslagið má sjá hér að ofan. Viðtalið við Ólöfu hefst á fimmtu mínútu. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað manntöl á Íslandi.Vísir/Sigurjón Ólöf segist hafa búist við að fjöldinn væri oftalinn um nokkur þúsund, fimm eða sex þúsund kannski, en ekki svo mikið. „Við erum hérna með land þar sem við erum með mjög nákvæma Þjóðskrá, eins og reyndar önnur Norðurlönd, þar sem eru bara skráð allar fæðingar, öll dauðsföll, allir flutningar jafnóðum og svo byggja þessar þjóðskrár og þessi manntöl á þessum upplýsingum, þannig að það kann að virðast svolítið furðulegt að þarna skuli allt í einu bara fækka um tíu þúsund manns,“ segir Ólöf. Að vita nákvæman mannfjölda er mjög mikilvægt fyrir margra hluta sakir, til dæmis í alls kyns rannsóknir, en líka þegar meta á íbúðaþörf í landinu. Í innslaginu er einnig rifjað upp manntalið frá 1703, sem er geymt á Þjóðskjalasafninu og er á heimsminjaskrá UNESCO, eitt elsta manntal mannkynssögunnar. Manntalið 1703 var fyrsta heildarmanntal sem gert var á Íslandi. Manntalið var jafnframt fyrsta manntal sem náði til allra íbúa í heilu landi þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúanna í þjóðfélaginu.Vísir/Sigurjón Mikil fólksfjölgun vegna innflytjenda Ólöf er nú forseti Hugvísindasviðs við Háskóla Íslands en áður starfaði hún sem deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands, árin 2002-2008. Hún segir að Ísland hafi nánast alla 20. öldina verið land þar sem fæðingartíðni er mjög há og þar með náttúruleg fólksfjöldun, það er að segja, fleira fólk fæðist hér en deyr. Tuttugasta og fyrsta öld hefur verið öðru vísi. Hún hefur einkum einkennst af gífurlegri fólksfjölgun vegna innflytjenda og á móti: Sífellt minni fæðingartíðni á meðal innfæddra íbúa landsins. „Landsmönnum hér á landi fjölgar meira en í nokkru öðru landi í Evrópu núna. Lúxemborg var lengi vel með fleiri innflytjendur en Ísland og ég held að við séum að nálgast Lúxemborg núna sem var mjög innflytjendaþétt land. Þannig að það er mjög áhugavert og það virðist ekkert vera að draga úr þessu,“ segir Ólöf. „Varðandi fæðingartíðnina, þá hefur fæðingartíðni á allra síðustu árum lækkað mjög mikið, svona frá 2015-2016. Þetta er alltaf einhverjum sveiflum háð, þannig að maður kippir sér ekki upp við að fæðingartíðni fari niður í tvö ár og svo upp í tvö ár þar á eftir, en þegar þetta eru orðin nokkur ár í röð og við erum farin að herma eftir hinum Norðurlöndunum, þá fer maður að ímynda sér að þetta sé eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Ólöf.
Ísland í dag Húsnæðismál Mannfjöldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira