Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 11:52 Formaður fjárlaganefndar telur að upphæð eingreiðslunnar muni hækka. Endanleg ákvörðun verður sennilega tekin í næstu viku. Vísir/Vilhelm Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. „Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“ Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01
Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48