Verstappen ósáttur með meðferð fjölmiðla eftir atvikið í Brasilíu og segir skrif þeirra ógeðsleg Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 19:30 Max Verstappen og Sergio Perez ræða málin fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Vísir/Getty Max Verstappen er síður en svo sáttur með meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarna daga. Verstappen hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hafa neitað að hleypa liðsfélaga sínum fram úr í lok Formúlu 1 kappakstursins í Brasilíu. Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“ Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Í kappakstrinum í Sao Paulo á sunnudaginn neitaði Verstappen að gefa eftir sæti sitt í kappakstrinum til liðsfélaga síns hjá Red Bull, Sergio Perez. Verstappen er löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökumanna en Perez á í harðri baráttu um annað sætið í þeirri keppni. Eftir kappaksturinn var Sergio Perez augljóslega ósáttur með að Verstappen hafi hundsað skipanir liðsstjóranna, sérstaklega í því ljósi að hann hefur stutt Verstappen og hjálpað honum að vinna heimsmeistaratitla tvö ár í röð. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Í kjölfar atviksins spratt upp mikil umræða á samfélagsmiðlum þar sem Verstappen var harðlega gagnrýndur og sakaður um að vera hræðilegur liðsfélagi. Nú hefur Verstappen svarað fyrir umræðuna sem hann segir hafa gengið allt of langt. „Að henda mér strax fyrir rútuna er frekar fáránlegt ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Verstappen um meðferðina sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Þeir vita ekkert um hvernig ég vinn innan liðsins og hvað liðið er ánægt með hjá mér. Hlutirnir sem ég hef lesið eru frekar ógeðslegir.“ Ummæli Verstappen féllu á blaðamannafundi sem haldinn var í dag en næsti kappakstur í Formúlu 1 er í Abu Dhabi um helgina. Verstappen segir að fjölskylda sín hafi einnig fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum. „Fjölskylda mín hefur orðið fyrir árásum. Systir mín, mamma mín, kærasta mín og pabbi minn hafa öll fengið hótanir. Það er er of langt gengið þegar þú veist ekki staðreyndir málsins. Það verður að stoppa þetta.“ „Ef þú hefur eitthvað við mig að sakast þá er það í góðu lagi. Að fara á eftir fjölskyldu minni er óásættanlegt.“ Hann segir að sambandið við Sergio Perez, sem oftast er kallaður Checo, sé gott. „Við höldum áfram. Í sannleika sagt þá á ég í mjög góðu sambandi við Checo. Ég skil ekki af hverju fólk ræðst að mér þegar það hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig.“
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira