Vanda sig, takk! Grétar Ingi Erlendsson skrifar 19. nóvember 2022 13:00 Það er alltaf gaman að sjá þegar okkar góðu þingmenn láta sig málefni sveitarfélaga varða. Það var þó minna gaman þegar ágætur þingmaður Pírata, Andrés Ingi á þingi, ákvað að gera Þorlákshöfn að þungamiðju ræðu sinnar á Alþingi í gær. Þá sér í lagi vegna þess að téður þingmaður hefur ekki gert mikla tilraun til að kynna sér málin áður en hann ruddist upp í pontu og jós úr sér fullyrðingum sem eiga sér engar stoðir í raunheimum. Af virðingu fyrir Sveitarfélaginu sem ég var kosinn fyrir sem og Alþingi langar mig að leggja fram nokkrar staðreyndir í málinu sem þingmaðurinn hefði e.t.v. átt að kynna sér: Andrés segir: „íbúar eru á móti þessu“ – það væri fróðlegt að vita hvernig þessi ágæti þingmaður geti fullyrt um þetta. Enginn íbúakosning hefur farið fram ennþá og þessi íbúafundur sem hann vitnar í gaf ekki tilefni til að ætla að meirihluti fundarmanna væri á móti. Ólíkt þingmanninum þá var ég á fundinum og því nokkuð góðri stöðu að meta það sem þar fór fram. Þar voru vissulega áhyggjuraddir en það komu einnig sjónarmið fram um mikilvægi þess að skoða hlutina áður en þeim er hent út af borðinu. Ég myndi halda að á bilinu 250-300 manns hafi sótt fundinn. Fólk var áhugasamt og spurði margra spurninga. Spurninga sem ekki voru svör við þar sem verkefnið er á fyrstu metrunum eins og kom margoft fram. Mín tilfinning eftir fundinn og eftir að hafa rætt við marga bæjarbúa er sú að fólk vill fá meiri og betri upplýsingar, mynda sér skoðun og kjósa svo um verkefnið. Þó vissulega séu einhverjir sem vilja loka á þetta strax. Andrés segir: „fyrir utan áhyggjur fólks af umhverfisáhrifum þar sem efnistakan er, þá er fólk eðlilega með áhyggjur af því hvernig áhrifin eru á hafnarbakkanum“ - Andrés hefði mögulega átt að mæta á fundinn því þetta er ekki upplifun mín, né margra annarra, sem mættum. Áhyggjur fólks sneru að mestu leyti um stærð og útlit verksmiðjunnar sjálfrar, flutningsleiða efnisins auk mögulegrar mengunar af starfseminni. Hönnun liggur ekki fyrir en ljóst er að bæjarstjórn Ölfuss hefur sett ríkar kröfur á öll þessi atriði og verður enginn afsláttur gefinn í þeim efnum. Ef Andrés hefur áhyggjur af framboði af iðnaðarlóðum má benda honum á að staðan er langt í frá þannig að lóðarskortur sé í vændum við hafnarsvæðið. Því fer fjarri. Það kemur t.a.m. skýrt fram í aðalskipulagi Ölfuss sem hann hefði getað kynnt sér áður en hann fór í pontu. Andrés segir: „það á að skerma miðbæ Þorlákshafnar frá austurhluta Suðurlands“ – ég meina, er manninum alvara? Þó verksmiðjan rísi þá sé ég jafnlítið til Hafnar í Hornafirði. Sólin mun áfram rísa í Austri og setjast í Vestri og verksmiðjan mun ekki skerma neitt. Þ.e.a.s. ef verksmiðjan verður staðsett þar sem Heidelberg hefur óskað eftir. Þvert á móti gæti það orðið að af henni myndist eitthvert skjól fyrir ríkjandi vindátt hér (norðaustan átt) í þessu örfáu skipti sem vindur fer yfir 3 m/sek hér í Þorláksheaven. Andrés segir: „góðir grannar reisa ekki háhitavirkjanir í bakgarðinum hjá nágrönnum sínum“ – það vill svo til að bæjarstjórinn okkar er ráðinn en ekki kjörinn. Þau orð sem hann lét falla um friðlýsingu Reykjadals og mögulega orkunýtingu á því svæði eru ekki endilega lýsandi fyrir hans skoðun heldur er hann að framfylgja þeirri stefnu sem bæjarstjórn Ölfuss samþykkti samhljóða á kjörtímabilinu 2018-2022. Þar sem þingmanninum er umhugað um hvernig náungakærleik skuli háttað þá má benda honum á að í sveitarfélaginu er ein stærsta jarðvarmavirkjun í heimi. Eignarhaldið á þeirri virkjun er á höndum nágranna okkar, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þegar frosthörkur eru miklar höfum við neyðst til að kæla sundlaugina okkar en á sama tíma eru Dagur B. Eggertson, og borgarfulltrúar á höfuðborgarsvæðinu, í fótabaði í Nauthólsvíkinni. Með heitu vatni sem kemur úr Ölfusi. Ef aðgengi að orku er ekki til staðar getur það orðið flöskuháls á frekari atvinnuuppbyggingu og íbúafjölgun hjá okkur og nágrönnum okkar í Hveragerði. Það er staða sem er óásættanleg. Hvernig væri þingmenn myndu beita þér fyrir því að íbúar í þeim sveitarfélögum þar sem orkan verður til fái sinn skerf? Í Grímsnes og Grafningshreppi þurfa íbúar sem búa í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Nesjavallavirkjun að kynda með rafmagni á meðan heita vatnið sem rennur undir fótum þeirra fer allt til Reykjavíkur. Finnst ágætum þingmanni þetta eðlileg staða? Andrés spyr: „Er eðlilegt að bæjarstjórn hafi úrslitavald um framkvæmdir?“ – Ég spyr á móti: er ekki óeðlilegt að ríkisvaldið taki fram fyrir hendurnar á sveitarfélögum? Þá sér í lagi vegna þess að þau hafa stjórnarskrárvarinn rétt til sjálfsákvörðunar? En samkvæmt 1. mgr. 78. gr. Stjórnarskrárinnar kveður á um að „sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða“. Til upprifjunar fyrir ágæta þingmann að þá er hugsunin að baki þeirri lýðræðishugsun sú að íbúar hafi rétt til þess að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Eins og margoft hefur komið fram þá munu íbúar Ölfuss kjósa um verkefnið þegar þar að kemur og munu því hafa fullt og ótakmarkað vald til þess að hafa áhrif á afdrif þess. Í stað þess að skipta sé af því hvernig íbúar í sveitarfélaginu Ölfusi vilja haga uppbyggingu sinni væri nær að þessi ágæti þingmaður kæmi á vagninn með okkur og aðstoðaði okkur við að laða að fyrirtæki sem vilja skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Það er ekki bara íbúum Ölfuss í hag heldur öllum landsmönnum. Við biðjum ekki um mikið. Örfáar krónur í áframhaldandi stækkun hafnarinnar og tvöföldun á þrengslum og Þorlákshafnarvegi. Fínt ef það væri hægt að koma því á samgönguáætlun næstu þriggja ára. Í það minnsta fer ég fram á að okkar annars frábæru þingmenn, vandi sig þegar þeir stíga í pontu Alþingis okkar Íslendinga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Píratar Alþingi Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf gaman að sjá þegar okkar góðu þingmenn láta sig málefni sveitarfélaga varða. Það var þó minna gaman þegar ágætur þingmaður Pírata, Andrés Ingi á þingi, ákvað að gera Þorlákshöfn að þungamiðju ræðu sinnar á Alþingi í gær. Þá sér í lagi vegna þess að téður þingmaður hefur ekki gert mikla tilraun til að kynna sér málin áður en hann ruddist upp í pontu og jós úr sér fullyrðingum sem eiga sér engar stoðir í raunheimum. Af virðingu fyrir Sveitarfélaginu sem ég var kosinn fyrir sem og Alþingi langar mig að leggja fram nokkrar staðreyndir í málinu sem þingmaðurinn hefði e.t.v. átt að kynna sér: Andrés segir: „íbúar eru á móti þessu“ – það væri fróðlegt að vita hvernig þessi ágæti þingmaður geti fullyrt um þetta. Enginn íbúakosning hefur farið fram ennþá og þessi íbúafundur sem hann vitnar í gaf ekki tilefni til að ætla að meirihluti fundarmanna væri á móti. Ólíkt þingmanninum þá var ég á fundinum og því nokkuð góðri stöðu að meta það sem þar fór fram. Þar voru vissulega áhyggjuraddir en það komu einnig sjónarmið fram um mikilvægi þess að skoða hlutina áður en þeim er hent út af borðinu. Ég myndi halda að á bilinu 250-300 manns hafi sótt fundinn. Fólk var áhugasamt og spurði margra spurninga. Spurninga sem ekki voru svör við þar sem verkefnið er á fyrstu metrunum eins og kom margoft fram. Mín tilfinning eftir fundinn og eftir að hafa rætt við marga bæjarbúa er sú að fólk vill fá meiri og betri upplýsingar, mynda sér skoðun og kjósa svo um verkefnið. Þó vissulega séu einhverjir sem vilja loka á þetta strax. Andrés segir: „fyrir utan áhyggjur fólks af umhverfisáhrifum þar sem efnistakan er, þá er fólk eðlilega með áhyggjur af því hvernig áhrifin eru á hafnarbakkanum“ - Andrés hefði mögulega átt að mæta á fundinn því þetta er ekki upplifun mín, né margra annarra, sem mættum. Áhyggjur fólks sneru að mestu leyti um stærð og útlit verksmiðjunnar sjálfrar, flutningsleiða efnisins auk mögulegrar mengunar af starfseminni. Hönnun liggur ekki fyrir en ljóst er að bæjarstjórn Ölfuss hefur sett ríkar kröfur á öll þessi atriði og verður enginn afsláttur gefinn í þeim efnum. Ef Andrés hefur áhyggjur af framboði af iðnaðarlóðum má benda honum á að staðan er langt í frá þannig að lóðarskortur sé í vændum við hafnarsvæðið. Því fer fjarri. Það kemur t.a.m. skýrt fram í aðalskipulagi Ölfuss sem hann hefði getað kynnt sér áður en hann fór í pontu. Andrés segir: „það á að skerma miðbæ Þorlákshafnar frá austurhluta Suðurlands“ – ég meina, er manninum alvara? Þó verksmiðjan rísi þá sé ég jafnlítið til Hafnar í Hornafirði. Sólin mun áfram rísa í Austri og setjast í Vestri og verksmiðjan mun ekki skerma neitt. Þ.e.a.s. ef verksmiðjan verður staðsett þar sem Heidelberg hefur óskað eftir. Þvert á móti gæti það orðið að af henni myndist eitthvert skjól fyrir ríkjandi vindátt hér (norðaustan átt) í þessu örfáu skipti sem vindur fer yfir 3 m/sek hér í Þorláksheaven. Andrés segir: „góðir grannar reisa ekki háhitavirkjanir í bakgarðinum hjá nágrönnum sínum“ – það vill svo til að bæjarstjórinn okkar er ráðinn en ekki kjörinn. Þau orð sem hann lét falla um friðlýsingu Reykjadals og mögulega orkunýtingu á því svæði eru ekki endilega lýsandi fyrir hans skoðun heldur er hann að framfylgja þeirri stefnu sem bæjarstjórn Ölfuss samþykkti samhljóða á kjörtímabilinu 2018-2022. Þar sem þingmanninum er umhugað um hvernig náungakærleik skuli háttað þá má benda honum á að í sveitarfélaginu er ein stærsta jarðvarmavirkjun í heimi. Eignarhaldið á þeirri virkjun er á höndum nágranna okkar, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þegar frosthörkur eru miklar höfum við neyðst til að kæla sundlaugina okkar en á sama tíma eru Dagur B. Eggertson, og borgarfulltrúar á höfuðborgarsvæðinu, í fótabaði í Nauthólsvíkinni. Með heitu vatni sem kemur úr Ölfusi. Ef aðgengi að orku er ekki til staðar getur það orðið flöskuháls á frekari atvinnuuppbyggingu og íbúafjölgun hjá okkur og nágrönnum okkar í Hveragerði. Það er staða sem er óásættanleg. Hvernig væri þingmenn myndu beita þér fyrir því að íbúar í þeim sveitarfélögum þar sem orkan verður til fái sinn skerf? Í Grímsnes og Grafningshreppi þurfa íbúar sem búa í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Nesjavallavirkjun að kynda með rafmagni á meðan heita vatnið sem rennur undir fótum þeirra fer allt til Reykjavíkur. Finnst ágætum þingmanni þetta eðlileg staða? Andrés spyr: „Er eðlilegt að bæjarstjórn hafi úrslitavald um framkvæmdir?“ – Ég spyr á móti: er ekki óeðlilegt að ríkisvaldið taki fram fyrir hendurnar á sveitarfélögum? Þá sér í lagi vegna þess að þau hafa stjórnarskrárvarinn rétt til sjálfsákvörðunar? En samkvæmt 1. mgr. 78. gr. Stjórnarskrárinnar kveður á um að „sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða“. Til upprifjunar fyrir ágæta þingmann að þá er hugsunin að baki þeirri lýðræðishugsun sú að íbúar hafi rétt til þess að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Eins og margoft hefur komið fram þá munu íbúar Ölfuss kjósa um verkefnið þegar þar að kemur og munu því hafa fullt og ótakmarkað vald til þess að hafa áhrif á afdrif þess. Í stað þess að skipta sé af því hvernig íbúar í sveitarfélaginu Ölfusi vilja haga uppbyggingu sinni væri nær að þessi ágæti þingmaður kæmi á vagninn með okkur og aðstoðaði okkur við að laða að fyrirtæki sem vilja skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Það er ekki bara íbúum Ölfuss í hag heldur öllum landsmönnum. Við biðjum ekki um mikið. Örfáar krónur í áframhaldandi stækkun hafnarinnar og tvöföldun á þrengslum og Þorlákshafnarvegi. Fínt ef það væri hægt að koma því á samgönguáætlun næstu þriggja ára. Í það minnsta fer ég fram á að okkar annars frábæru þingmenn, vandi sig þegar þeir stíga í pontu Alþingis okkar Íslendinga. Höfundur er formaður bæjarráðs í Ölfusi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun