Búið að opna fyrir umferð en vegfarendur hvattir til að ferðast í dagsbirtu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2022 14:04 Skriðan er umfangsmikil. Unnið er að hreinsun. Vegagerðin Opnað hefur verið fyrir umferð um Grenivíkurveg síðar í dag þar sem líkur á frekari skriðum á svæðinu er taldar það litlar að ekki sé stætt á því að halda veginum lokuðum lengur. Vegfarendur eru þó hvattir til að ferðast um veginn í dagsbirtu og stoppa ekki á skriðusvæðinu. Vegurinn hefur verið lokaður frá því á fimmtudagsmorguninn þegar stór skriða féll nokkur hundruð metra úr fjallinu fyrir ofan og yfir veginn. Tveir bílar lentu í skriðunni en engan sakaði. Frá því á fimmtudaginn hafa sérfræðingar Veðurstofunnar unnið að því að meta frekari skriðuhættu. Þá hóf Vegagerðin vinnu í gær við að hreinsa veginn. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að eftir greiningu á gögnum sé niðurstaðan sú að ekki hafi orðið vart við frekari hreyfingar í fjallinu. Einnig sjást ekki ummerki um að sérstök hætta sé á frekari skriðuföllum. „Þá hefur ekki verið úrkoma undanfarið og heldur kólnað i veðri, sem er hagstætt. Líkur á frekari skriðuföllum þykja því það litlar að forsvaranlegt sé að opna veginn á ný fyrir almennri umferð,“ segir í færslunni. Því er búið að opna fyrir umferð um veginn. „Vegfarendum er þó bent á að þrátt fyrir að líkur á stórri skriðu séu taldar litlar sé ekki að fullyrða með vissu um frekari skriðuföll. Vegfarendur verði því að meta sjálfir hvort þeir vilji fara þessa leið eða velja aðra. Hjáleið hefur verið um Dalsmynni síðustu daga. Fólk er hvatt til að fara frekar um svæðið í dagsbirtu en myrkri því ef frekari skriðuföll verða er ákveðin hætta á að ekið sé inn í skriðuna ef myrkur er.“ Einnig viljum við beina því til fólks að stoppa alls ekki á skriðusvæðinu til að taka myndir eða svala forvitninni. Það eykur bara hættu og getur truflað aðra umferð. Farið varlega en akið hiklaust í gegn. Að auki eru vegfarendur hvattir til að hringja í Neyðarlínuna og láta vita verði þeir varir við fleiri skriður, eða eitthvað annað óvenjulegt, á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Grýtubakkahreppur Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Vegurinn hefur verið lokaður frá því á fimmtudagsmorguninn þegar stór skriða féll nokkur hundruð metra úr fjallinu fyrir ofan og yfir veginn. Tveir bílar lentu í skriðunni en engan sakaði. Frá því á fimmtudaginn hafa sérfræðingar Veðurstofunnar unnið að því að meta frekari skriðuhættu. Þá hóf Vegagerðin vinnu í gær við að hreinsa veginn. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að eftir greiningu á gögnum sé niðurstaðan sú að ekki hafi orðið vart við frekari hreyfingar í fjallinu. Einnig sjást ekki ummerki um að sérstök hætta sé á frekari skriðuföllum. „Þá hefur ekki verið úrkoma undanfarið og heldur kólnað i veðri, sem er hagstætt. Líkur á frekari skriðuföllum þykja því það litlar að forsvaranlegt sé að opna veginn á ný fyrir almennri umferð,“ segir í færslunni. Því er búið að opna fyrir umferð um veginn. „Vegfarendum er þó bent á að þrátt fyrir að líkur á stórri skriðu séu taldar litlar sé ekki að fullyrða með vissu um frekari skriðuföll. Vegfarendur verði því að meta sjálfir hvort þeir vilji fara þessa leið eða velja aðra. Hjáleið hefur verið um Dalsmynni síðustu daga. Fólk er hvatt til að fara frekar um svæðið í dagsbirtu en myrkri því ef frekari skriðuföll verða er ákveðin hætta á að ekið sé inn í skriðuna ef myrkur er.“ Einnig viljum við beina því til fólks að stoppa alls ekki á skriðusvæðinu til að taka myndir eða svala forvitninni. Það eykur bara hættu og getur truflað aðra umferð. Farið varlega en akið hiklaust í gegn. Að auki eru vegfarendur hvattir til að hringja í Neyðarlínuna og láta vita verði þeir varir við fleiri skriður, eða eitthvað annað óvenjulegt, á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grýtubakkahreppur Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11