María sagði frá möntru pabba „kóngs“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2022 13:00 María Þórisdóttir bjó til þessa skemmtilegu mynd af sér og pabba sínum og birti á Instagram eftir að Þórir Hergeirsson vann enn eitt stórmótið í gær. @mariathorisdottir Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er skiljanlega stolt af pabba sínum, Þóri Hergeirssyni, sem orðinn er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM kvenna í handbolta, þar sem liðið vann Danmörku í úrslitaleik í gær, og hefur þar með unnið flest gullverðlaun allra þjálfara á stórmótum í handbolta. Í úrslitaleiknum í gær skoraði Danmörk fyrstu tvö mörkin og komst tvívegis fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, en staðan var 15-12 að honum loknum. Áfram hélt Danmörk frumkvæðinu þar til að um sjö mínútur voru eftir að Noregur komst yfir í fyrsta sinn, 24-23. Leikurinn endaði svo 27-25. „Það gildir að vera yfir þegar leiknum lýkur.“ – tilvitnun sem pabbi hefur innprentað í hausinn á mér. Þú ert kóngur,“ skrifaði María á Twitter, og vísaði til þess hvernig úrslitaleikurinn þróaðist. «Gjelder å lede når kampen er slutt» - sitat Pabbi har printa i hodet mitt. Du er Konge — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) November 20, 2022 María er fædd í Noregi, sumarið 1993, og er dóttir Þóris og hinnar norsku Kirsten Gaard. Hún er því ekki öðru vön en að pabbi hennar vinni til verðlauna í desember ár hvert en Þórir var aðstoðarþjálfari norska landsliðsins frá árinu 2001, þegar María var átta ára, og þar til að hann varð aðalþjálfari árið 2009. María spilaði sjálf bæði handbolta og fótbolta upp í meistaraflokk en valdi svo frekar fótboltann og er í dag leikmaður norska landsliðsins og Manchester United, eftir að hafa tvívegis orðið Englandsmeistari með Chelsea. Þórir Hergeirsson glaðbeittur með Evrópumeisturunum sínum.EPA-EFE/ANTONIO BAT EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM kvenna í handbolta, þar sem liðið vann Danmörku í úrslitaleik í gær, og hefur þar með unnið flest gullverðlaun allra þjálfara á stórmótum í handbolta. Í úrslitaleiknum í gær skoraði Danmörk fyrstu tvö mörkin og komst tvívegis fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, en staðan var 15-12 að honum loknum. Áfram hélt Danmörk frumkvæðinu þar til að um sjö mínútur voru eftir að Noregur komst yfir í fyrsta sinn, 24-23. Leikurinn endaði svo 27-25. „Það gildir að vera yfir þegar leiknum lýkur.“ – tilvitnun sem pabbi hefur innprentað í hausinn á mér. Þú ert kóngur,“ skrifaði María á Twitter, og vísaði til þess hvernig úrslitaleikurinn þróaðist. «Gjelder å lede når kampen er slutt» - sitat Pabbi har printa i hodet mitt. Du er Konge — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) November 20, 2022 María er fædd í Noregi, sumarið 1993, og er dóttir Þóris og hinnar norsku Kirsten Gaard. Hún er því ekki öðru vön en að pabbi hennar vinni til verðlauna í desember ár hvert en Þórir var aðstoðarþjálfari norska landsliðsins frá árinu 2001, þegar María var átta ára, og þar til að hann varð aðalþjálfari árið 2009. María spilaði sjálf bæði handbolta og fótbolta upp í meistaraflokk en valdi svo frekar fótboltann og er í dag leikmaður norska landsliðsins og Manchester United, eftir að hafa tvívegis orðið Englandsmeistari með Chelsea. Þórir Hergeirsson glaðbeittur með Evrópumeisturunum sínum.EPA-EFE/ANTONIO BAT
EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira