Stjarna að fæðast í stundaglasi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 13:00 Frumstjarna að myndast í skýinu L1527 á mynd James Webb-geimsjónaukans. NASA, ESA, CSA, and STScI. Image processing: J. DePasquale, A. P Frumstjarna í hjarta stundaglasslaga gasskýs sem James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega mynd af er sögð veita innsýn í hvernig sólin og sólkerfið okkar leit út í frumbernsku sinni. Hún er talin á fyrsta stigi í myndunarferli sínu. L1527 er rykský í stjörnumerkinu Nautinu en í hjarta þess er frumstjarna í fæðingu. Hún er enn ekki eiginleg stjarna þar sem kjarnasamruni er ekki hafinn heldur lítill, heitur gasklumpur með um tuttugu til fjörutíu prósent af massa sólarinnar okkar. Lögun hennar enn óstöðug þó að hún sé að mestu hnöttótt, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Skýið er aðeins greinanlegt á innrauða sviðinu og var því upplagt viðfangsefni fyrir James Webb-geimsjónaukann sem var tekinn í notkun fyrr á þessu ári. Á mynd hans sem var birt í síðustu viku er frumstjarnan sjálf falin í hálsi stundaglassins. Efnisskífa í kringum hana sést sem dökk lína í gegnum hálsinn miðjan. Hún lýsir upp gasið fyrir ofan og neðan skífuna. Blá og appelsínugul „glösin“ sýna hvernig glufur myndast í rykskýinu þegar efni þeytist frá frumstjörnunni og rekst á gas og ryk í nágrenninu. Litina má rekja til ryks á milli skýsins og sjónaukans. Rykið er þynnst þar sem það er blátt en appelsínugult þar sem það er þéttara fyrir. Á myndinni sjást einnig vetnisþræðir sem þyrlast til vegna efnis sem frumstjarnan ryður frá sér. Óróinn af völdum stjörnunnar kemur í veg fyrir að aðrar stjörnur myndist annars staðar í skýinu. Því situr frumstjarnan ein að stórum hluta efnisins. Stjörnufræðingar áætla að L1527 sé aðeins um 100.000 ára gamalt, afar ungt á stjarnfræðilegan mælikvarða. Frumstjarnan er því á fyrstu stigum myndunar sinnar. Rykið og gasið í skýinu laðast að miðjunni og vindur sig í kringum hana. Þannig myndast efnisskífan í kringum frumstjörnuna. Eftir því sem kjarninn verður massameiri og þéttist hækkar hitinn og kjarnasamruni hefst. Stjarnan er þá fullsköpuð. Efnisskífan er sögð á stærð við sólkerfið okkar. Afgangurinn af henni gæti hæglega þést og myndað reikistjörnur með tíð og tíma. L1527 er því sagt gefa góða mynd af því hvernig sólkerfið okkar gæti hafa litið út fyrir milljörðum ára. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
L1527 er rykský í stjörnumerkinu Nautinu en í hjarta þess er frumstjarna í fæðingu. Hún er enn ekki eiginleg stjarna þar sem kjarnasamruni er ekki hafinn heldur lítill, heitur gasklumpur með um tuttugu til fjörutíu prósent af massa sólarinnar okkar. Lögun hennar enn óstöðug þó að hún sé að mestu hnöttótt, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Skýið er aðeins greinanlegt á innrauða sviðinu og var því upplagt viðfangsefni fyrir James Webb-geimsjónaukann sem var tekinn í notkun fyrr á þessu ári. Á mynd hans sem var birt í síðustu viku er frumstjarnan sjálf falin í hálsi stundaglassins. Efnisskífa í kringum hana sést sem dökk lína í gegnum hálsinn miðjan. Hún lýsir upp gasið fyrir ofan og neðan skífuna. Blá og appelsínugul „glösin“ sýna hvernig glufur myndast í rykskýinu þegar efni þeytist frá frumstjörnunni og rekst á gas og ryk í nágrenninu. Litina má rekja til ryks á milli skýsins og sjónaukans. Rykið er þynnst þar sem það er blátt en appelsínugult þar sem það er þéttara fyrir. Á myndinni sjást einnig vetnisþræðir sem þyrlast til vegna efnis sem frumstjarnan ryður frá sér. Óróinn af völdum stjörnunnar kemur í veg fyrir að aðrar stjörnur myndist annars staðar í skýinu. Því situr frumstjarnan ein að stórum hluta efnisins. Stjörnufræðingar áætla að L1527 sé aðeins um 100.000 ára gamalt, afar ungt á stjarnfræðilegan mælikvarða. Frumstjarnan er því á fyrstu stigum myndunar sinnar. Rykið og gasið í skýinu laðast að miðjunni og vindur sig í kringum hana. Þannig myndast efnisskífan í kringum frumstjörnuna. Eftir því sem kjarninn verður massameiri og þéttist hækkar hitinn og kjarnasamruni hefst. Stjarnan er þá fullsköpuð. Efnisskífan er sögð á stærð við sólkerfið okkar. Afgangurinn af henni gæti hæglega þést og myndað reikistjörnur með tíð og tíma. L1527 er því sagt gefa góða mynd af því hvernig sólkerfið okkar gæti hafa litið út fyrir milljörðum ára.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43
Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51