Gera má ráð fyrir að frost muni ná 20 gráðum á sumum svæðum.
WHO hefur skráð 703 árásir á heilbrigðisstofnanir frá því að innrás Rússa hófst. Síðustu misseri hefur innrásarherinn hins vegar einkum einbeitt sér að því að ráðst gegn orkuinnviðum en einnig borgaralegum skotmörkum.
Margir segja árásirnar til marks um örvæntingu Rússa, sem herja nú á úkraínsku þjóðina þar sem illa hefur gengið á vígvellinum.
Doktor Hans Henri Kluge, framkvæmdastjóri WHO í Evrópu, segir Úkraínumenn standa frammi fyrir myrkustu dögum átakanna til þessa. Þennan vetur verði markmiðið einfaldlega að lifa af. Hundruð heilbrigðisstofnana séu ekki eða hálfstarfhæfar og aðföng af skornum skammti.
Allt að þrjár milljónir manna gætu endað á að flýja landið í vetur til að leita hlýju og öryggis.