Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Kaupsamningum á fasteignamarkaði fækkaði um rúm sex prósent á milli nóvember og desember í fyrra. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé nú hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda. 20.2.2025 08:40
Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ 20.2.2025 07:03
Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs „Það hefur borið við, og það kemur engum á óvart, undanfarin ár í verkalýðshreyfingunni allri, og við þekkjum það mætavel við Halla eftir að hafa starfað í sama húsinu um tíma, hjá verkalýðshreyfingunni, að það hafa verið fylkingar innan hennar.“ 20.2.2025 06:23
Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. 19.2.2025 06:50
Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur mönnum í aðskildum málum í gærkvöldi og nótt sem sýndu ógnandi hegðun. Annar hafði ráðist á bifreið með hamri. 19.2.2025 06:18
Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Fjórir eru í framboði í formannskjöri VR, sem fer fram dagana 6. til 13. mars næstkomandi. Formannsefnin verða gestir Pallborðsins klukkan 14, þar sem þau deila með okkur stefnumálum sínum og framtíðarsýn. 18.2.2025 13:27
Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. 18.2.2025 07:15
Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi eða nótt eftir að viðkomandi „gekk berserksgang“ í húsnæði hjálparstofnunar. 18.2.2025 06:21
„Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður munu eiga fund með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi Arabíu, í dag eða síðar í vikunni. 17.2.2025 12:14
Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Hvíta húsið greindi frá því á föstudag að blaðamenn og ljósmyndarar AP fréttaveitunnar hefðu verið bannfærðir, bæði í Hvíta húsinu og forsetaflugvélinni Air Force One. 17.2.2025 10:23