Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2022 14:41 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fer fyrir rannsókn á hnífaárás á Bankastræti Club í síðustu viku. vísir/egill Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. Málið er talið tengjast deilum tveggja hópa í tengslum við hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í síðustu viku. Á þriðja tug hafa verið handtekin í tengslum við málið og á annan tug sætir gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn á hnífaárásinni á Bankastræti Club, sagði í samtali við Fréttablaðið að lögregla telji sig vita hvaðan skilaboðin komi. Þá segir Margeir í samtali við Vísi að skilaboðin séu litin alvarlegum augum. Þau séu þess efnis að lögreglan sé með þau í skoðun. Skilaboðin verða metin og síðan komi lögreglan til með að bregðast við með viðeigandi ráðstafanir. Ekki verði upplýst um það hvernig eða hvort einhver viðbrögð verði. Lúkas Geir og John Sebastian vinur hans á Landspítalanum þangað sem þeir voru fluttir eftir hnífaárásina. Þeir lýstu atburðarásinni frá þeirra sjónarhorni í útvarpsþætti Gústa B á FM957. Lúkas Geir Ingvarsson, nítján ára piltur og einn þriggja sem slasaðist í hnífsstunguárásinni, gefur lítið fyrir þessi skilaboð í færslu á Instagram. Hann segir fólki að hætta að senda sér skjáskot. „Þetta er augljóslega kjaftæði. Skil ekki hvernig fólk nennir þessu. Og að fólk myndi virkilega trúa þessu,“ segir Lúkas Geir. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Margeirs Sveinssonar. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. 19. nóvember 2022 11:11 Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Málið er talið tengjast deilum tveggja hópa í tengslum við hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í síðustu viku. Á þriðja tug hafa verið handtekin í tengslum við málið og á annan tug sætir gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn á hnífaárásinni á Bankastræti Club, sagði í samtali við Fréttablaðið að lögregla telji sig vita hvaðan skilaboðin komi. Þá segir Margeir í samtali við Vísi að skilaboðin séu litin alvarlegum augum. Þau séu þess efnis að lögreglan sé með þau í skoðun. Skilaboðin verða metin og síðan komi lögreglan til með að bregðast við með viðeigandi ráðstafanir. Ekki verði upplýst um það hvernig eða hvort einhver viðbrögð verði. Lúkas Geir og John Sebastian vinur hans á Landspítalanum þangað sem þeir voru fluttir eftir hnífaárásina. Þeir lýstu atburðarásinni frá þeirra sjónarhorni í útvarpsþætti Gústa B á FM957. Lúkas Geir Ingvarsson, nítján ára piltur og einn þriggja sem slasaðist í hnífsstunguárásinni, gefur lítið fyrir þessi skilaboð í færslu á Instagram. Hann segir fólki að hætta að senda sér skjáskot. „Þetta er augljóslega kjaftæði. Skil ekki hvernig fólk nennir þessu. Og að fólk myndi virkilega trúa þessu,“ segir Lúkas Geir. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Margeirs Sveinssonar.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. 19. nóvember 2022 11:11 Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. 19. nóvember 2022 11:11
Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44