Fundurinn hefst klukkan 9.45 í dag og stendur til 11. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum hér að neðan.
Fundarefnið er sem fyrr segir skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Gestir fundarins verða Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Sigurður H. Helgason skrifstofustjóri frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Fundurinn er opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.
Niðurstaða skýrslunnar var sú að fjölþættir annmarkar hafi verið á söluferlinu þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í mars síðastliðnum. Ríkisendurskoðun dró þó ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlisins hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld.
Hart hefur verið tekist á um niðurstöðu skýrslunnar á Alþingi og má reikna með að það sama verði upp á tengingnum á fundi nefndarinnar í dag.