Veikt eða slasað barn skal eiga rétt á umönnun foreldra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 12:01 Á undanförnum árum hefur umræða um rétt og réttindi barna farið vaxandi. Þetta má m.a. rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem gjarnan er nefndur barnasáttmálinn. Réttur barns til samvista við foreldra og til umönnunar telst til mikilvægustu réttinda sáttmálans og felur í sér einn af hornsteinum hans. Í því sambandi má benda á að samningurinn leggur m.a. þær skyldur á aðildarríkin að tryggja réttindi veikra og slasaðra barna. Í september lagði ég fram frumvarp í þriðja sinn þar sem lagt er til að kveðið verði sérstaklega á um það í barnalögum að í forsjárskyldu felist að veikt eða slasað barn eigi rétt á umönnun foreldra sinna. Leggja þarf sérstaka áherslu á rétt barna til að njóta umönnunar foreldra eða forráðamanna þegar það er veikt eða slasað. Þótt þessi réttur sé þegar fyrir hendi kemur hann þó hvergi beint fram í lögum og er með frumvarpinu lagt til að úr því verði bætt. Samhliða frumvarpinu flyt ég nú þingsályktunartillögu um að félags- og vinnumarkaðsráðherra verði falið að koma á fót starfshópi til að kanna hvernig foreldrum barna verði gert kleift að rækja þessa skyldu með samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins eða með setningu reglna á þeim vettvangi. Tilefni þess að árétta þennan rétt veikra og slasaðra barna í lögum er að rétturinn til að vera með og sinna veiku eða slösuðu barni hefur fyrst og fremst verið réttindi foreldris eða þess sem fer með forsjána frekar en að vera réttur barnsins sjálfs. Í því sambandi má benda á að kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði hafa í langflestum tilvikum haft að geyma ákvæði um rétt foreldra til að sinna veikum börnum og þannig er rétturinn tengdur starfi og ráðningarsambandi forsjáraðila og vinnuveitanda. Með því að mæla fyrir um þennan sjálfstæða rétt barnsins er gert ráð fyrir að búið verði svo um hnútana á vinnumarkaði að rétturinn verði virtur þannig að hverju og einu barni verði tryggður þessi réttur. Þannig kann að vera að foreldri sem á fleiri en eitt barn verði að deila réttindum sínum milli barna sinna. Einbirni sem veikist eða slasast og á tvo foreldra á vinnumarkaði er því í betri stöðu og gæti átt rétt á 20–30 dögum með foreldrum sínum. Veikt eða slasað barn úr systkinahópi sem deila þarf dögum gæti því aðeins notið fáeinna daga ef aðstæður haga því þannig að systkini viðkomandi hafi einnig orðið veik. Munurinn á réttindum barna getur því verið umtalsverður og á sama hátt geta möguleikar foreldris á að sinna börnum sínum verið mjög mismunandi. Réttindin eru því ekki aðeins réttur foreldra á launuðu leyfi úr vinnu til að annast veikt barn heldur fremur réttur barnsins til að njóta þeirrar umönnunar sem það þarfnast. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Réttindi barna Vinstri græn Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða um rétt og réttindi barna farið vaxandi. Þetta má m.a. rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem gjarnan er nefndur barnasáttmálinn. Réttur barns til samvista við foreldra og til umönnunar telst til mikilvægustu réttinda sáttmálans og felur í sér einn af hornsteinum hans. Í því sambandi má benda á að samningurinn leggur m.a. þær skyldur á aðildarríkin að tryggja réttindi veikra og slasaðra barna. Í september lagði ég fram frumvarp í þriðja sinn þar sem lagt er til að kveðið verði sérstaklega á um það í barnalögum að í forsjárskyldu felist að veikt eða slasað barn eigi rétt á umönnun foreldra sinna. Leggja þarf sérstaka áherslu á rétt barna til að njóta umönnunar foreldra eða forráðamanna þegar það er veikt eða slasað. Þótt þessi réttur sé þegar fyrir hendi kemur hann þó hvergi beint fram í lögum og er með frumvarpinu lagt til að úr því verði bætt. Samhliða frumvarpinu flyt ég nú þingsályktunartillögu um að félags- og vinnumarkaðsráðherra verði falið að koma á fót starfshópi til að kanna hvernig foreldrum barna verði gert kleift að rækja þessa skyldu með samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins eða með setningu reglna á þeim vettvangi. Tilefni þess að árétta þennan rétt veikra og slasaðra barna í lögum er að rétturinn til að vera með og sinna veiku eða slösuðu barni hefur fyrst og fremst verið réttindi foreldris eða þess sem fer með forsjána frekar en að vera réttur barnsins sjálfs. Í því sambandi má benda á að kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði hafa í langflestum tilvikum haft að geyma ákvæði um rétt foreldra til að sinna veikum börnum og þannig er rétturinn tengdur starfi og ráðningarsambandi forsjáraðila og vinnuveitanda. Með því að mæla fyrir um þennan sjálfstæða rétt barnsins er gert ráð fyrir að búið verði svo um hnútana á vinnumarkaði að rétturinn verði virtur þannig að hverju og einu barni verði tryggður þessi réttur. Þannig kann að vera að foreldri sem á fleiri en eitt barn verði að deila réttindum sínum milli barna sinna. Einbirni sem veikist eða slasast og á tvo foreldra á vinnumarkaði er því í betri stöðu og gæti átt rétt á 20–30 dögum með foreldrum sínum. Veikt eða slasað barn úr systkinahópi sem deila þarf dögum gæti því aðeins notið fáeinna daga ef aðstæður haga því þannig að systkini viðkomandi hafi einnig orðið veik. Munurinn á réttindum barna getur því verið umtalsverður og á sama hátt geta möguleikar foreldris á að sinna börnum sínum verið mjög mismunandi. Réttindin eru því ekki aðeins réttur foreldra á launuðu leyfi úr vinnu til að annast veikt barn heldur fremur réttur barnsins til að njóta þeirrar umönnunar sem það þarfnast. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun