Ofneysla hátekjufólks er efnahagsvandinn Stefán Ólafsson skrifar 23. nóvember 2022 14:00 Seðlabankinn réttlætir enn eina óþörfu hækkun stýrivaxtanna með rökum um að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur sé of mikill. Of margir fari of oft til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis. Viðskiptahalli sé því of mikill og gengi krónunnar hefur lækkað (eða öllu heldur Seðlabankinn hefur leyft genginu að lækka – sem svo eykur verðbólgu enn frekar). Þetta er efnahagsvandinn í hnotskurn, segir Seðlabankastjóri nú. Því þurfi að draga kaupmátt almennings niður með hækkun stýrivaxta (sjá hér). Stýrivaxtahækkanir á árinu hafa þegar gengið út í öfgar. Við erum með þrisvar til fimm sinnum hærri stýrivexti en grannþjóðir okkar sem eru jafnvel með meiri verðbólgu en við (ef húsnæðisliðurinn er undanskilinn). Þetta hefur lítil sem engin áhrif haft til að lækka verðbólgu, sem að tveimur þriðju hlutum er innflutt (sjá hér). Það er ekki heil brú í þessu hjá Seðlabankanum! Er skuldugt lágtekjufólk sökudólgarnir? Er það fólk úr lægri tekjuhópunum sem er að þjaka þjóðarbúskapinn með ofneyslu? Fólkið sem á í basli við að ná endum saman? Auðvitað ekki. Það er fólkið sem er með hærri tekjurnar og á meiri eignir sem skapar vandann. Það eru þau sem fara fimm sinnum til Tenerife á ári. Síðan tekur Seðlabankinn að sér að leggja verulega auknar vaxtabyrðar á skuldugt fólk í lægri tekjuhópunum – til að draga úr neyslu þeirra. Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk. Auknar byrðar almenns launafólks, sem glímir þegar við óhóflegan húsnæðiskostnað og stórlega minnkandi húsnæðisstuðning af vaxtabótum, mun ekki draga úr ofneyslu efnaðri hluta þjóðarinnar. Það sem væri eðlilegra að gera væri að setja strax á aukna skatta á hærri tekjuhópa og stóreignafólk, til að hemja ofneyslu þeirra sem eru að skapa þennan vanda. Jafnvel mætti takmarka utanlandsferðir eða skattleggja þær sérstaklega til að hemja óhófið. Þetta segir okkur líka hvaða stefna verður að ráða við frágang kjarasamninga. Hækkanir launa þurfa að verða meiri í lægri launahópum og ríkið þarf að lækka skatta á lægri tekjuhópa og auka húsnæðisstuðning stórlega og aðrar tekjutilfærslur til heimila. Efnaða fólkið sem er að eyða svo miklu að til vandræða horfir getur auðvitað borið hærri skatta. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Stefán Ólafsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn réttlætir enn eina óþörfu hækkun stýrivaxtanna með rökum um að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur sé of mikill. Of margir fari of oft til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis. Viðskiptahalli sé því of mikill og gengi krónunnar hefur lækkað (eða öllu heldur Seðlabankinn hefur leyft genginu að lækka – sem svo eykur verðbólgu enn frekar). Þetta er efnahagsvandinn í hnotskurn, segir Seðlabankastjóri nú. Því þurfi að draga kaupmátt almennings niður með hækkun stýrivaxta (sjá hér). Stýrivaxtahækkanir á árinu hafa þegar gengið út í öfgar. Við erum með þrisvar til fimm sinnum hærri stýrivexti en grannþjóðir okkar sem eru jafnvel með meiri verðbólgu en við (ef húsnæðisliðurinn er undanskilinn). Þetta hefur lítil sem engin áhrif haft til að lækka verðbólgu, sem að tveimur þriðju hlutum er innflutt (sjá hér). Það er ekki heil brú í þessu hjá Seðlabankanum! Er skuldugt lágtekjufólk sökudólgarnir? Er það fólk úr lægri tekjuhópunum sem er að þjaka þjóðarbúskapinn með ofneyslu? Fólkið sem á í basli við að ná endum saman? Auðvitað ekki. Það er fólkið sem er með hærri tekjurnar og á meiri eignir sem skapar vandann. Það eru þau sem fara fimm sinnum til Tenerife á ári. Síðan tekur Seðlabankinn að sér að leggja verulega auknar vaxtabyrðar á skuldugt fólk í lægri tekjuhópunum – til að draga úr neyslu þeirra. Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk. Auknar byrðar almenns launafólks, sem glímir þegar við óhóflegan húsnæðiskostnað og stórlega minnkandi húsnæðisstuðning af vaxtabótum, mun ekki draga úr ofneyslu efnaðri hluta þjóðarinnar. Það sem væri eðlilegra að gera væri að setja strax á aukna skatta á hærri tekjuhópa og stóreignafólk, til að hemja ofneyslu þeirra sem eru að skapa þennan vanda. Jafnvel mætti takmarka utanlandsferðir eða skattleggja þær sérstaklega til að hemja óhófið. Þetta segir okkur líka hvaða stefna verður að ráða við frágang kjarasamninga. Hækkanir launa þurfa að verða meiri í lægri launahópum og ríkið þarf að lækka skatta á lægri tekjuhópa og auka húsnæðisstuðning stórlega og aðrar tekjutilfærslur til heimila. Efnaða fólkið sem er að eyða svo miklu að til vandræða horfir getur auðvitað borið hærri skatta. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun