Rannsókn á hryðjuverkamáli langt komin og styttist í ákærufrest Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2022 15:54 Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu í rannsókninni á mönnunum tveimur. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari sækist eftir að tveir menn sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum verði áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn er langt á veg komin en ákærufrestur í málinu rennur út um miðjan desember. Tveir karlmenn hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum í seinni hluta september. Á meðal þess sem fannst í fórum þeirra voru þrívíddarprentuð skotvopn. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við Vísi að óskað verði eftir áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir þeim á morgun. Mennirnir hafa sætt einangrun hluta tímans sem þeir hafa verið í varðhaldi og ekki er gerð krafa um það nú. Mbl.is sagði fyrst frá. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út um miðjan desember. Karl Ingi segir of snemmt að segja hvort að ákæra verði gefin út í málinu og vill ekki spá fyrir um hvort og hvenær hún yrði lögð fram. Rannsóknin á meintum brotum mannanna sé langt á veg komin. Annars vegar beinist rannsóknin að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk en hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri einstaklingar hafa stöðu sakbornings í rannsókninni á mögulegum vopnalagabrotum. Karl Ingi segir að þeir séu nokkrir, innan við tíu talsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarssonar, kom upp við rannsóknina. Fjölmiðlar hafa greint frá ásökunum um að hann kunni að hafa selt ólögleg vopn. Héraðssaksóknari hefur ekki viljað greina frá hvaða stöðu Guðjón hafi í rannsókn málsins. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Tveir karlmenn hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því að þeir voru handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum í seinni hluta september. Á meðal þess sem fannst í fórum þeirra voru þrívíddarprentuð skotvopn. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við Vísi að óskað verði eftir áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir þeim á morgun. Mennirnir hafa sætt einangrun hluta tímans sem þeir hafa verið í varðhaldi og ekki er gerð krafa um það nú. Mbl.is sagði fyrst frá. Hægt er að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi í allt að tólf vikur án ákæru en sá frestur rennur út um miðjan desember. Karl Ingi segir of snemmt að segja hvort að ákæra verði gefin út í málinu og vill ekki spá fyrir um hvort og hvenær hún yrði lögð fram. Rannsóknin á meintum brotum mannanna sé langt á veg komin. Annars vegar beinist rannsóknin að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk en hins vegar brotum á vopnalögum. Fleiri einstaklingar hafa stöðu sakbornings í rannsókninni á mögulegum vopnalagabrotum. Karl Ingi segir að þeir séu nokkrir, innan við tíu talsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði sig frá rannsókn málsins eftir að nafn föður hennar, Guðjóns Valdimarssonar, kom upp við rannsóknina. Fjölmiðlar hafa greint frá ásökunum um að hann kunni að hafa selt ólögleg vopn. Héraðssaksóknari hefur ekki viljað greina frá hvaða stöðu Guðjón hafi í rannsókn málsins.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira