„Forsendubrestur frá því að ég var ráðinn“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Yngvi Gunnlaugsson hefur komið víða við sem þjálfari og gerði til að mynda Hauka að Íslandsmeisturum árið 2009. Hann ætlar nú að einbeita sér að fjölskyldunni og starfi sínu sem málari. VÍSIR/VILHELM Yngvi Gunnlaugsson tók við kvennaliði Breiðabliks í körfubolta í sumar en fimm mánuðum síðar er hann hættur. Brotthvarf lykilleikmanna réði þar mestu. „Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt. Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
„Það hefur orðið forsendubrestur frá því að ég var ráðinn. Við ætluðum að berjast um að komast í úrslitakeppnina en svo verða þannig breytingar á liðinu að það var kannski ágætt að fá inn nýjan þjálfara, sem að kæmi þá inn vitandi í hvaða stöðu liðið væri,“ segir Yngvi. Ákvörðun Yngva og körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, um að hann myndi hætta, er sameiginleg. Við starfi hans tekur Jeremy Herbert Smith, leikmaður karlaliðs félagsins. Breiðablik missti frá sér bandaríska leikmanninn Sabrinu Haines eftir aðeins sex umferðir í Subway-deildinni og svo óvænt landsliðskonuna Isabellu Ósk Sigurðardóttur til Njarðvíkur í kjölfarið. Sú bandaríska sagði upp Engir leikmenn hafa verið fengnir í staðinn og þar með eru ekki forsendur fyrir því að Blikar geti komist í úrslitakeppni heldur þarf liðið að verja sæti sitt í Subway-deildinni, fjórum stigum fyrir ofan stigalaust botnlið ÍR eftir tíu umferðir. „Sabrina [Haines] bað um að losna undan samningi og það var ekki körfuboltinn sem var vandamálið þar. Hún átti bara erfitt utan vallar, bara eins og gerist hjá fólki. Við gátum ekki fengið hana til að snúast hugur og vera áfram. Þegar hún fór þá fór hringekjan af stað,“ segir Yngvi. „Við höfðum ekki tök á að fá annan leikmann í hennar stað á þeim tímapunkti, en það gæti kannski breyst þegar líður á tímabilið. Í kjölfarið fór svo Isabella til Njarðvíkur. Við gátum ekki staðið í vegi fyrir henni og ætluðum ekkert að gera það, enda hefur hún þjónað Breiðabliki vel, en það er auðvitað bara leiðinlegast fyrir hópinn að missa svona sterkan póst,“ segir Yngvi. „Það er enginn kali á milli“ Hann segir brotthvarf Haines alls ekki hafa snúist um peninga. Undir þetta tekur Heimir Snær Jónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem segir félagið með til skoðunar að fá bandarískan leikmann í hennar stað en það sé þó óvíst. Heimir segir Isabellu svo hafa fengið að fara, eftir góð samskipti við Njarðvíkinga, þar sem félagið hafi ekki viljað standa í vegi fyrir því að hún færi til liðs sem gæti barist um titla. Yngvi segist óska Blikum alls hins besta. Hann skilji við félagið í góðu: „Það er enginn kali á milli. Þegar maður er að eyða 12-13 tímum í vinnu og svo þessu [þjálfuninni], þá þarf maður að hugsa hlutina. Það var svo sem engin uppgjöf í mér en kannski hafa leikmenn líka þurft breytingu. Ég óska bara Breiðabliki alls hins besta og vonandi nær liðið vopnum sínum og gerir sig gildandi,“ segir Yngvi. Hann kveðst núna ætla að njóta þess að geta verið með fjölskyldunni á kvöldin og hafi ekki sérstaklega í hyggju að taka að sér annað þjálfarastarf að sinni, þó að hann útiloki að sjálfsögðu ekki neitt.
Subway-deild kvenna Körfubolti Breiðablik Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira