Bankastræti Club hafi gert allt rétt í krísustjórnun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 07:48 Friðrik Larsen er ánægður með viðbrögð rekstraraðila og eigenda Bankastrætis Club í kjölfar árásarinnar sem framin var á staðnum. Í umfjöllun um hnífaárásina í síðustu viku hefur ítrekað verið rætt um Bankastræti Club í því samhengi, og réttilega, þar sem árásin fór jú fram á staðnum. Sérfræðingur í vörumerkjastjórnun telur ekki að málið komi til með að hafa áhrif á skemmtistaðinn til lengri tíma og eigendur hafi gert allt rétt í krísustjórnun. Hann hefur hins vegar meiri áhuga á að skoða málið út frá vörumerkinu Ísland. Friðrik Larsen er sérfræðingur í vörumerkjastjórnun. Hann segist viss um að málið muni ekki hafa mikil áhrif á skemmtistaðinn þegar fram líða stundir og að eigendum hafi tekist að minnka skaðann. Bankastræti Club er einn vinsælasti skemmtistaður landsins „Þetta mál er auðvitað leiðinlegt fyrir staðinn. En það var allt gert rétt þar í krísustjórnun frá upphafi. Þau komu fram, voru einlæg og sögðu frá sinni upplifun,“ segir Friðrik. „Þetta er eitthvað sem er mjög stutt og gengur hratt yfir. Að því gefnu að ekkert meira gerist, að minnsta kosti.“ Alvarlegt mál ímyndarlega séð Hann telur að ef rekstraraðilar Bankastræti Club væru minna þekktir væri þetta ekki jafn stórt mál. „Þetta er auðvitað með vinsælustu stöðum landsins og vekur eðli málsins samkvæmt meiri athygli en einhver staður sem fólk þekkir ekki nafnið á. Auðvitað er þetta stórmál og alvarlegt mál, ímyndarlega séð,“ segir Friðrik. En eins leiðinlegt og málið er þá telur hann að sem betur fer muni það ganga hratt yfir. Friðrik Larsen hjá Brandr er einn helsti vörumerkjasérfræðingur landsinsBrandr „Almenningur hefur ekki áhuga á að velta sér upp úr þessu. Þetta er erfitt mál sem maður skilur varla, ég skil þetta ekki sjálfur. Heimur sem ég þekki ekki. En manni bregður auðvitað að sjá fréttir af því að Bandaríska sendiráðið hafi varað ferðamenn við því að fara í miðbæinn. Það er magnað að þetta hafi náð þeim hæðum.“ Aðspurður um hvaða ráðleggingar Friðrik gefi rekstraraðilum Bankastrætis Club er hann afdráttarlaus í svörum; „Halda áfram að vera einlæg og opinská. Halda áfram að vinna með lögreglu og þar til gerðum yfirvöldum og hafa allt uppi á borðum. Þetta gerðist jú inni á staðnum þeirra og þeim finnst það jafn leiðinlegt og öllum öðrum. Þau eru engir gerendur í þessu máli og eiga ekki að draga sig inn í skel.“ Öryggi, öryggi, öryggi Friðrik segir að sér finnist áhugaverðara að skoða málið út frá því hvað vörumerkið Ísland varðar. Sjálfur hefur hann unnið að mörgum rannsóknum sem tengjast landinu sem vörumerki. Hann telur eins og í tilfelli Bankastrætis Club að um stuttan storm sé að ræða sem komi ekki til með að skaða orðspor Íslands eða landið sem vörumerki til lengri tíma. „Eitt af því sem hefur alltaf einkennt Ísland er öryggi, öryggi, öryggi. Nú er eitthvað sem ögrar því jafnvægi. Vörumerkið Ísland er risastórt. Það stendur á sterkum stólpum í huga fólks og hefur þessi tengsl við náttúruna með sína hreinu orku, jökla og allt það. Það mun standa upp úr áfram og yfirskyggja hitt.“ Friðrik telur ekki að orðspor Íslands hafi beðið varanlega hnekki vegna hnífstungumálsins. Friðrik setur þetta fram með þeim fyrirvara að um einstakt mál sé að ræða. „Þetta gengur fljótt yfir, nema að hefndarárásir verði gerðar og þetta stríð haldi áfram. Þessir aðilar halda í þessu lífinu. Svona mál ýfa upp alls konar kenndir og opna á myllu þeirra sem eru á móti alþjóðahyggju, sem er auðvitað ekki gott. En þetta er vonandi bara einstakt mál, stórt af skala, sem líður hjá.“ Allt annars eðlis en Klaustursmálið Margir muna eftir Klaustursmálinu svokallaða. Þar náðust upptökur af þingmönnum í nóvember árið 2018 þar sem þeir fóru ófögrum orðum um konur, fatlaða einstaklinga og ræddu ráðningar sendiherraembætta meðal annars. Samtalið fór fram á bar í miðbænum sem þá bar nafnið Klaustur, og var ítrekað talað um „Klaustursmálið.“ Svo fór að rúmu ári eftir atvikið, sem olli mikilli ólgu í samfélaginu, var tekin ákvörðun um að breyta um nafn á staðnum. Var það gert til að reyna að losna við „Klausturs-stimpilinn“ svokallaða en staðurinn heitir nú Aldamót Bar. Klaustur Bar heitir nú Aldamót Barvísir/vilhelm Friðrik segir að þessi tvö mál séu gjörólík og í raun sé ekki hægt að bera þau saman. „Þetta er allt annars eðlis. Það eina sem er svipað er að þetta eru tveir veitingastaðir. Ég sé enga aðra tengingu.“ Hann telur ekki að Bankastræti verði tengt við hnífstunguárásina líkt og Klaustur var tengt við upptökurnar. „Klausturmálið var svo pólíserað. Þetta er það ekki. Það eru allir á því að þetta sé hræðilegt mál og fordæma það. Það eru engir talsmenn hnífaárása sem eru á hinum pólnum og halda umræðunni á lífi. Þetta er bara tragedía sem venjulegt fólk skilur ekki, það er enginn að taka afstöðu með því. Í Klaustursmálinu var fullt af fólki að verja þá aðila, þó þeir væru fáir, en þannig er það ekki núna,“ segir Friðrik Larsen. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Auglýsinga- og markaðsmál Veitingastaðir Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Friðrik Larsen er sérfræðingur í vörumerkjastjórnun. Hann segist viss um að málið muni ekki hafa mikil áhrif á skemmtistaðinn þegar fram líða stundir og að eigendum hafi tekist að minnka skaðann. Bankastræti Club er einn vinsælasti skemmtistaður landsins „Þetta mál er auðvitað leiðinlegt fyrir staðinn. En það var allt gert rétt þar í krísustjórnun frá upphafi. Þau komu fram, voru einlæg og sögðu frá sinni upplifun,“ segir Friðrik. „Þetta er eitthvað sem er mjög stutt og gengur hratt yfir. Að því gefnu að ekkert meira gerist, að minnsta kosti.“ Alvarlegt mál ímyndarlega séð Hann telur að ef rekstraraðilar Bankastræti Club væru minna þekktir væri þetta ekki jafn stórt mál. „Þetta er auðvitað með vinsælustu stöðum landsins og vekur eðli málsins samkvæmt meiri athygli en einhver staður sem fólk þekkir ekki nafnið á. Auðvitað er þetta stórmál og alvarlegt mál, ímyndarlega séð,“ segir Friðrik. En eins leiðinlegt og málið er þá telur hann að sem betur fer muni það ganga hratt yfir. Friðrik Larsen hjá Brandr er einn helsti vörumerkjasérfræðingur landsinsBrandr „Almenningur hefur ekki áhuga á að velta sér upp úr þessu. Þetta er erfitt mál sem maður skilur varla, ég skil þetta ekki sjálfur. Heimur sem ég þekki ekki. En manni bregður auðvitað að sjá fréttir af því að Bandaríska sendiráðið hafi varað ferðamenn við því að fara í miðbæinn. Það er magnað að þetta hafi náð þeim hæðum.“ Aðspurður um hvaða ráðleggingar Friðrik gefi rekstraraðilum Bankastrætis Club er hann afdráttarlaus í svörum; „Halda áfram að vera einlæg og opinská. Halda áfram að vinna með lögreglu og þar til gerðum yfirvöldum og hafa allt uppi á borðum. Þetta gerðist jú inni á staðnum þeirra og þeim finnst það jafn leiðinlegt og öllum öðrum. Þau eru engir gerendur í þessu máli og eiga ekki að draga sig inn í skel.“ Öryggi, öryggi, öryggi Friðrik segir að sér finnist áhugaverðara að skoða málið út frá því hvað vörumerkið Ísland varðar. Sjálfur hefur hann unnið að mörgum rannsóknum sem tengjast landinu sem vörumerki. Hann telur eins og í tilfelli Bankastrætis Club að um stuttan storm sé að ræða sem komi ekki til með að skaða orðspor Íslands eða landið sem vörumerki til lengri tíma. „Eitt af því sem hefur alltaf einkennt Ísland er öryggi, öryggi, öryggi. Nú er eitthvað sem ögrar því jafnvægi. Vörumerkið Ísland er risastórt. Það stendur á sterkum stólpum í huga fólks og hefur þessi tengsl við náttúruna með sína hreinu orku, jökla og allt það. Það mun standa upp úr áfram og yfirskyggja hitt.“ Friðrik telur ekki að orðspor Íslands hafi beðið varanlega hnekki vegna hnífstungumálsins. Friðrik setur þetta fram með þeim fyrirvara að um einstakt mál sé að ræða. „Þetta gengur fljótt yfir, nema að hefndarárásir verði gerðar og þetta stríð haldi áfram. Þessir aðilar halda í þessu lífinu. Svona mál ýfa upp alls konar kenndir og opna á myllu þeirra sem eru á móti alþjóðahyggju, sem er auðvitað ekki gott. En þetta er vonandi bara einstakt mál, stórt af skala, sem líður hjá.“ Allt annars eðlis en Klaustursmálið Margir muna eftir Klaustursmálinu svokallaða. Þar náðust upptökur af þingmönnum í nóvember árið 2018 þar sem þeir fóru ófögrum orðum um konur, fatlaða einstaklinga og ræddu ráðningar sendiherraembætta meðal annars. Samtalið fór fram á bar í miðbænum sem þá bar nafnið Klaustur, og var ítrekað talað um „Klaustursmálið.“ Svo fór að rúmu ári eftir atvikið, sem olli mikilli ólgu í samfélaginu, var tekin ákvörðun um að breyta um nafn á staðnum. Var það gert til að reyna að losna við „Klausturs-stimpilinn“ svokallaða en staðurinn heitir nú Aldamót Bar. Klaustur Bar heitir nú Aldamót Barvísir/vilhelm Friðrik segir að þessi tvö mál séu gjörólík og í raun sé ekki hægt að bera þau saman. „Þetta er allt annars eðlis. Það eina sem er svipað er að þetta eru tveir veitingastaðir. Ég sé enga aðra tengingu.“ Hann telur ekki að Bankastræti verði tengt við hnífstunguárásina líkt og Klaustur var tengt við upptökurnar. „Klausturmálið var svo pólíserað. Þetta er það ekki. Það eru allir á því að þetta sé hræðilegt mál og fordæma það. Það eru engir talsmenn hnífaárása sem eru á hinum pólnum og halda umræðunni á lífi. Þetta er bara tragedía sem venjulegt fólk skilur ekki, það er enginn að taka afstöðu með því. Í Klaustursmálinu var fullt af fólki að verja þá aðila, þó þeir væru fáir, en þannig er það ekki núna,“ segir Friðrik Larsen.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Auglýsinga- og markaðsmál Veitingastaðir Reykjavík Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira