Málaflokkur fatlaðra er skilinn eftir Guðbrandur Einarsson skrifar 26. nóvember 2022 08:01 Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög. Svo virðist að kostnaðarmatið sem var framkvæmt í upphafi hafi hreinlega ekki náð utan um þær breytingar sem voru fólgnar í frumvarpinu og þjónustuskylduna sem lögð var á sveitarfélögin. Strax á árinu 2018 var halli upp á tæpa þrjá milljarða króna og hefur síðan þá vaxið stöðugt. Hann var 5,6 milljarðar árið 2019 og tæpir 9 milljarðar árið 2020. Allt útlit er fyrir að halli hvers árs sé nú kominn vel á annan tug milljarða króna. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haldið því fram, meðal annars í þingsal, að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kostnaðarmat frumvarpsins þegar það varð að lögum. Þessi fullyrðing ráðherra stenst ekki skoðun. Umsagnir ASÍ og Reykjavíkurborgar til dæmis staðfesta að þessir aðilar voru ekki sammála kostnaðarmatinu sem lagt var til grundvallar, og gerðu fyrirvara þar að lútandi. Innviðaráðherra hefur í viðtölum nefnt að koma þurfi til móts við sveitarfélögin en sú upphæð sem hann nefndi dugar hvergi nærri til og hefur í þokkabót ekki verið samþykkt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá er ekki hægt að sjá að verið sé að bæta sveitarfélögunum þetta, hvorki í fjáraukalögum þessa árs né í fjárlögum ársins 2023. Í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir 2,2 milljörðum í NPA samninga og sú upphæð átti að duga fyrir 172 samningum. Það þýðir að hver samningur mátti kosta 13 milljónir að meðaltali. Niðurstaðan er hins vegar sú skv. skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar, hagfræðings og fyrrverandi bæjarstjóra, að hver samningur kostar að meðaltali 30 milljónir. Upphæðin dugar því aðeins fyrir 74 samningum. Þessir 98 samningar sem út af standa verða ýmist ekki gerðir eða ef þeir verða gerðir þá er það á kostnað sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en þetta ef standa á við stjórnaráttmálann. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Málefni fatlaðs fólks Suðurkjördæmi Viðreisn Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög. Svo virðist að kostnaðarmatið sem var framkvæmt í upphafi hafi hreinlega ekki náð utan um þær breytingar sem voru fólgnar í frumvarpinu og þjónustuskylduna sem lögð var á sveitarfélögin. Strax á árinu 2018 var halli upp á tæpa þrjá milljarða króna og hefur síðan þá vaxið stöðugt. Hann var 5,6 milljarðar árið 2019 og tæpir 9 milljarðar árið 2020. Allt útlit er fyrir að halli hvers árs sé nú kominn vel á annan tug milljarða króna. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haldið því fram, meðal annars í þingsal, að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kostnaðarmat frumvarpsins þegar það varð að lögum. Þessi fullyrðing ráðherra stenst ekki skoðun. Umsagnir ASÍ og Reykjavíkurborgar til dæmis staðfesta að þessir aðilar voru ekki sammála kostnaðarmatinu sem lagt var til grundvallar, og gerðu fyrirvara þar að lútandi. Innviðaráðherra hefur í viðtölum nefnt að koma þurfi til móts við sveitarfélögin en sú upphæð sem hann nefndi dugar hvergi nærri til og hefur í þokkabót ekki verið samþykkt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá er ekki hægt að sjá að verið sé að bæta sveitarfélögunum þetta, hvorki í fjáraukalögum þessa árs né í fjárlögum ársins 2023. Í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir 2,2 milljörðum í NPA samninga og sú upphæð átti að duga fyrir 172 samningum. Það þýðir að hver samningur mátti kosta 13 milljónir að meðaltali. Niðurstaðan er hins vegar sú skv. skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar, hagfræðings og fyrrverandi bæjarstjóra, að hver samningur kostar að meðaltali 30 milljónir. Upphæðin dugar því aðeins fyrir 74 samningum. Þessir 98 samningar sem út af standa verða ýmist ekki gerðir eða ef þeir verða gerðir þá er það á kostnað sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en þetta ef standa á við stjórnaráttmálann. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun