Málaflokkur fatlaðra er skilinn eftir Guðbrandur Einarsson skrifar 26. nóvember 2022 08:01 Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög. Svo virðist að kostnaðarmatið sem var framkvæmt í upphafi hafi hreinlega ekki náð utan um þær breytingar sem voru fólgnar í frumvarpinu og þjónustuskylduna sem lögð var á sveitarfélögin. Strax á árinu 2018 var halli upp á tæpa þrjá milljarða króna og hefur síðan þá vaxið stöðugt. Hann var 5,6 milljarðar árið 2019 og tæpir 9 milljarðar árið 2020. Allt útlit er fyrir að halli hvers árs sé nú kominn vel á annan tug milljarða króna. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haldið því fram, meðal annars í þingsal, að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kostnaðarmat frumvarpsins þegar það varð að lögum. Þessi fullyrðing ráðherra stenst ekki skoðun. Umsagnir ASÍ og Reykjavíkurborgar til dæmis staðfesta að þessir aðilar voru ekki sammála kostnaðarmatinu sem lagt var til grundvallar, og gerðu fyrirvara þar að lútandi. Innviðaráðherra hefur í viðtölum nefnt að koma þurfi til móts við sveitarfélögin en sú upphæð sem hann nefndi dugar hvergi nærri til og hefur í þokkabót ekki verið samþykkt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá er ekki hægt að sjá að verið sé að bæta sveitarfélögunum þetta, hvorki í fjáraukalögum þessa árs né í fjárlögum ársins 2023. Í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir 2,2 milljörðum í NPA samninga og sú upphæð átti að duga fyrir 172 samningum. Það þýðir að hver samningur mátti kosta 13 milljónir að meðaltali. Niðurstaðan er hins vegar sú skv. skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar, hagfræðings og fyrrverandi bæjarstjóra, að hver samningur kostar að meðaltali 30 milljónir. Upphæðin dugar því aðeins fyrir 74 samningum. Þessir 98 samningar sem út af standa verða ýmist ekki gerðir eða ef þeir verða gerðir þá er það á kostnað sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en þetta ef standa á við stjórnaráttmálann. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Málefni fatlaðs fólks Suðurkjördæmi Viðreisn Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Sjá meira
Allt frá því að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi árið 2018 hefur málaflokkurinn verið rekinn með halla og er sá hallarekstur er farinn að sliga mörg sveitarfélög. Svo virðist að kostnaðarmatið sem var framkvæmt í upphafi hafi hreinlega ekki náð utan um þær breytingar sem voru fólgnar í frumvarpinu og þjónustuskylduna sem lögð var á sveitarfélögin. Strax á árinu 2018 var halli upp á tæpa þrjá milljarða króna og hefur síðan þá vaxið stöðugt. Hann var 5,6 milljarðar árið 2019 og tæpir 9 milljarðar árið 2020. Allt útlit er fyrir að halli hvers árs sé nú kominn vel á annan tug milljarða króna. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haldið því fram, meðal annars í þingsal, að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kostnaðarmat frumvarpsins þegar það varð að lögum. Þessi fullyrðing ráðherra stenst ekki skoðun. Umsagnir ASÍ og Reykjavíkurborgar til dæmis staðfesta að þessir aðilar voru ekki sammála kostnaðarmatinu sem lagt var til grundvallar, og gerðu fyrirvara þar að lútandi. Innviðaráðherra hefur í viðtölum nefnt að koma þurfi til móts við sveitarfélögin en sú upphæð sem hann nefndi dugar hvergi nærri til og hefur í þokkabót ekki verið samþykkt á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá er ekki hægt að sjá að verið sé að bæta sveitarfélögunum þetta, hvorki í fjáraukalögum þessa árs né í fjárlögum ársins 2023. Í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir 2,2 milljörðum í NPA samninga og sú upphæð átti að duga fyrir 172 samningum. Það þýðir að hver samningur mátti kosta 13 milljónir að meðaltali. Niðurstaðan er hins vegar sú skv. skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar, hagfræðings og fyrrverandi bæjarstjóra, að hver samningur kostar að meðaltali 30 milljónir. Upphæðin dugar því aðeins fyrir 74 samningum. Þessir 98 samningar sem út af standa verða ýmist ekki gerðir eða ef þeir verða gerðir þá er það á kostnað sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin þarf að gera betur en þetta ef standa á við stjórnaráttmálann. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar