Landsvirkjun vonast til að anna raforkuþörf fiskimjölsframleiðenda

Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar er öll önnur og betri nú en samanborið við síðasta vatnsár. Landsvirkjun bindur vonir við að hægt verði að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðja á komandi ári. Stór kolmunnavertíð gæti kallað á mikla raforku á næsta ári.
Tengdar fréttir

Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur
Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn.