Ölvun en lítið um átök í miðbænum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 07:27 Lögregluþjónar að störfum í miðbænum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Í dagbók lögreglunnar segir að tilkynning hafi borist um samkvæmi á Seltjarnarnesi þar sem mikill fjöldi ungs fólks hafi verið að skemmta sér. Talsvert mikil ölvun hafi verið á staðnum og þar sem fólkið hafi að miklu leyti verið sextán og sautján ára hafi samkvæmið verið leyst upp. Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði dottið af rafhlaupahjóli og var talið að hann hefði brotið bein. Sá var fluttur á á bráðamóttöku. Annar maður sem fluttur var á bráðamóttöku hafði fallið á skemmtistað og fann fyrir verk í höfði. Dyraverðir óskuðu eftir aðstoð vegna einstaklings sem lét ófriðlega. Honum var vísað á brott en afskipti voru höfð af öðrum manni í miðbænum vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann mun hafa verið ofurölvi og ekki viðræðuhæfur og var því látinn gista fangageymslur í nótt. Lögreglan var einnig kölluð til fjölbýlishúss í Hlíðunum eftir að maður hafði komist þar inn á stigagang. Þá barst lögreglunni tilkynning um ofurölvi mann sem svaf í anddyri fyrirtækis í hverfi 104. Þaðan barst einnig tilkynning um rán en fjórir voru handteknir vegna málsins. Einnig barst tilkynning um þjófnað úr verslun í Múlunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gærkvöldi í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð höfðu gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað var við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar segir að tilkynning hafi borist um samkvæmi á Seltjarnarnesi þar sem mikill fjöldi ungs fólks hafi verið að skemmta sér. Talsvert mikil ölvun hafi verið á staðnum og þar sem fólkið hafi að miklu leyti verið sextán og sautján ára hafi samkvæmið verið leyst upp. Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði dottið af rafhlaupahjóli og var talið að hann hefði brotið bein. Sá var fluttur á á bráðamóttöku. Annar maður sem fluttur var á bráðamóttöku hafði fallið á skemmtistað og fann fyrir verk í höfði. Dyraverðir óskuðu eftir aðstoð vegna einstaklings sem lét ófriðlega. Honum var vísað á brott en afskipti voru höfð af öðrum manni í miðbænum vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann mun hafa verið ofurölvi og ekki viðræðuhæfur og var því látinn gista fangageymslur í nótt. Lögreglan var einnig kölluð til fjölbýlishúss í Hlíðunum eftir að maður hafði komist þar inn á stigagang. Þá barst lögreglunni tilkynning um ofurölvi mann sem svaf í anddyri fyrirtækis í hverfi 104. Þaðan barst einnig tilkynning um rán en fjórir voru handteknir vegna málsins. Einnig barst tilkynning um þjófnað úr verslun í Múlunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gærkvöldi í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð höfðu gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað var við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira