Grótta nörruð til að leigja ungmennum veislusal Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2022 14:26 Lögreglan stöðvaði bjórkvöld menntaskólanema sem haldið var í veislusal í íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Vísir/Arnar Íþróttafélagið Grótta segist leggja sig fram við að leigja veislusal félagsins ekki ungmennum sem ekki hafa náð áfengiskaupaaldri. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í salnum í gær. Félagið segir 23 ára einstakling hafa leigt salinn og lofað að allir gestir yrðu tvítugir eða eldri. Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Í yfirlýsingu Gróttu á Facebook segir að félagið hafi atvikið til skoðunar. „Í þessu tilviki var um að ræða 23 ára einstakling sem leigði salinn og taldi starfsfólki félagsins trú um að viðkomandi ætlaði að halda samkvæmi fyrir sig og sína vini sem væru öll eldri en 20 ára. Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir félagið. Ekki í fyrsta skipti Í yfirlýsingunni segir að félagið hafi áður lent í því að veiti rangar upplýsingar og að félagið hafi lagt sig fram við að fyrirbyggja atvik sem þetta með því að hækka aldur þeirra sem mega leigja út salinn og reynt að fullvissa sig um að ekki sé verið að fara á svig við reglur félagsins. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað,“ segir félagið. Harma atvikið Þá segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Gróttu harmi atvikið og að hafa brugðist trausti Seltirninga. „Það er það síðasta sem við viljum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fyrirbyggja að atvik sem þetta endurtaki sig,“ segir að lokum. Grótta Seltjarnarnes Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Í yfirlýsingu Gróttu á Facebook segir að félagið hafi atvikið til skoðunar. „Í þessu tilviki var um að ræða 23 ára einstakling sem leigði salinn og taldi starfsfólki félagsins trú um að viðkomandi ætlaði að halda samkvæmi fyrir sig og sína vini sem væru öll eldri en 20 ára. Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir félagið. Ekki í fyrsta skipti Í yfirlýsingunni segir að félagið hafi áður lent í því að veiti rangar upplýsingar og að félagið hafi lagt sig fram við að fyrirbyggja atvik sem þetta með því að hækka aldur þeirra sem mega leigja út salinn og reynt að fullvissa sig um að ekki sé verið að fara á svig við reglur félagsins. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað,“ segir félagið. Harma atvikið Þá segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Gróttu harmi atvikið og að hafa brugðist trausti Seltirninga. „Það er það síðasta sem við viljum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fyrirbyggja að atvik sem þetta endurtaki sig,“ segir að lokum.
Grótta Seltjarnarnes Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05