Þinglýstir kaupsamningar fjölbýliseigna ekki færri síðan í upphafi 2019

Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað lítillega við síðustu birtingu Þjóðskrár um fasteignaverð í október, eru fyrir hendi skýr merki um töluvert hægari gang á fasteignamarkaði. Í október síðastliðnum var alls 516 kaupsamningum um fjölbýli þinglýst hjá sýslumanni. Leita þarf aftur til janúarmánaðar 2019 til að finna færri kaupsamninga fjölbýliseigna í einum mánuði.
Tengdar fréttir

Frekari merki kólnunar á fasteignamarkaði
Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna en verulega hefur dregið úr hlutfalli íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að lækka.

Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta.