Enn skorti lóðir í Reykjavík og regluverk allt of flókið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 19:30 Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir Reykjavík ekki standa sig þegar kemur að framboði af lóðum. Þá sé allt regluverk í kringum nýbyggingar óskilvirkt. Vísir/Sigurjón Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Hægt væri að ná fram meiri hagkvæmni með því að einfalda regluverk. Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Sérfræðingar hjá Húsnæðis -og mannvirkjastofnun sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta væri ekki nóg til að anna fyrirliggjandi þörf og það jafnvel þó að mannfjöldinn hafi verið of talinn um tæplega tíu þúsund manns. Fram kom að samkvæmt nýrri talningu yrðu um þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á þessu ári. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta en þó megi sjá meiri stöðugleika í framboði en áður. „Þetta er ekki nægilega mikið af íbúðum sem eru að koma inn á ári en þeirra mat hefur verið að það þurfi að koma rétt um þrjú þúsund og fimm hundruð tilbúnar íbúðir á ári,“ segir hann. Fulltrúar borgaryfirvalda lofuðu meira lóðaframboði í síðustu kosningabaráttu. Ingólfur segir hins vegar að enn sé skortur á lóðum í Reykjavík. „Reykjavík er náttúrulega stór í þessu en borgaryfirvöld hafa því miður ekki verið að standa sig nægjanlega. Svo eru fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur þar sem vantar land. Það er þó ekki staðan í Reykjavík því þeir hafa nægt land til að brjóta undir nýja byggð,“ segir Ingólfur. Fleira komi til. „Skipulagsferlið tekur einfaldlega alltof langan tíma frá upphafi til enda. Við sjáum líka ósamræmi milli byggingafulltrúa til að mynda. Þannig að það er þetta stig byggingarframkvæmdanna sem má bæta og flýta þá framkvæmdum. Í leiðinni væri verið gera þetta ódýrara og hagkvæmara. Til hagsbóta fyrir byggingaraðila og heimilin í landinu.“ segir hann. Vegna mikilla verðhækkana á húsnæði undanfarin ár og hás vaxtarstigs hefur ungu fólki reynst sífellt erfiðara að kaupa sér húsnæði. Ingólfur segir því gríðarlega mikilvægt að byggingar á nýju húsnæði uppfylli fyrirliggjandi þörf. „Lykilþátturinn í þessu er framboðið. Að við sköffum nægt framboð til að mæta þörfum ekki síst þessara stóru hópa sem eru að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Reykjavík Byggingariðnaður Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Sérfræðingar hjá Húsnæðis -og mannvirkjastofnun sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta væri ekki nóg til að anna fyrirliggjandi þörf og það jafnvel þó að mannfjöldinn hafi verið of talinn um tæplega tíu þúsund manns. Fram kom að samkvæmt nýrri talningu yrðu um þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á þessu ári. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta en þó megi sjá meiri stöðugleika í framboði en áður. „Þetta er ekki nægilega mikið af íbúðum sem eru að koma inn á ári en þeirra mat hefur verið að það þurfi að koma rétt um þrjú þúsund og fimm hundruð tilbúnar íbúðir á ári,“ segir hann. Fulltrúar borgaryfirvalda lofuðu meira lóðaframboði í síðustu kosningabaráttu. Ingólfur segir hins vegar að enn sé skortur á lóðum í Reykjavík. „Reykjavík er náttúrulega stór í þessu en borgaryfirvöld hafa því miður ekki verið að standa sig nægjanlega. Svo eru fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur þar sem vantar land. Það er þó ekki staðan í Reykjavík því þeir hafa nægt land til að brjóta undir nýja byggð,“ segir Ingólfur. Fleira komi til. „Skipulagsferlið tekur einfaldlega alltof langan tíma frá upphafi til enda. Við sjáum líka ósamræmi milli byggingafulltrúa til að mynda. Þannig að það er þetta stig byggingarframkvæmdanna sem má bæta og flýta þá framkvæmdum. Í leiðinni væri verið gera þetta ódýrara og hagkvæmara. Til hagsbóta fyrir byggingaraðila og heimilin í landinu.“ segir hann. Vegna mikilla verðhækkana á húsnæði undanfarin ár og hás vaxtarstigs hefur ungu fólki reynst sífellt erfiðara að kaupa sér húsnæði. Ingólfur segir því gríðarlega mikilvægt að byggingar á nýju húsnæði uppfylli fyrirliggjandi þörf. „Lykilþátturinn í þessu er framboðið. Að við sköffum nægt framboð til að mæta þörfum ekki síst þessara stóru hópa sem eru að koma inn á markaðinn,“ segir hann.
Reykjavík Byggingariðnaður Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira