„Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 15:00 Helena Sverrisdóttir stefnir aftur á völlinn áður en árið er úti. Mynd/Vísir Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið. Helena hefur þurft að sætta sig við að vera á hliðarlínunni það sem af er vetri en hún neyddist í aðra liðþófaaðgerðina á innan við tólf mánaða tímabili í haust. Hún stefnir á endurkomu fyrir áramót. „[Staðan] er bara ágæt held ég. Ég fór í aðgerð í lok september til að laga rifu í liðþófanum - aftur - sem að ég gerði líka í nóvember í fyrra. Ég held að þetta sé allt að koma, þetta er þolinmæðisvinna sérstaklega af því að þetta var önnur aðgerðin á stuttum tíma,“ „Eins leiðinlegt og það er þarf maður bara að vera þolinmóður, hlusta á sjúkraþjálfarann og lækninn og leyfa þeim svolítið að ráða ferðinni. Ég verð vonandi búin að spila einn leik allavega, á þessu ári,“ Klippa: Helena Sverris um meiðslin Einblínir á tilhlökkunina fram yfir erfiðleikana Líkt og fram kemur eru þetta önnur meiðsli Helenu á skömmum tíma en þá hefur hún einnig þurft að vera á hliðarlínunni vegna meðgöngu. En hvernig tekst hún á við leiðindin sem fylgja því að komast ekki á völlinn? „Ég er náttúrulega líka búinn að ganga í gegnum tvær meðgöngur þar sem ég hef þurft að horfa á liðið mitt spila, þannig að maður er kannski orðinn aðeins sjóaðri í þessu núna. Við búum sem betur fer vel að því á Ásvöllum að það er nóg pláss í kringum völlinn þannig að maður reynir bara að nýta tímann meðan þær æfa í sína eigin endurhæfingu,“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega en maður hlakkar bara svo mikið til að komast aftur á völlinn að maður horfir bara svolítið á það og einblínir á það,“ segir Helena. Þrátt fyrir fjarveru Helenu í vetur, sem og Lovísu Henningsdóttur, sem ekkert hefur heldur spilað, er Haukaliðið samt sem áður í 2. sæti Subway-deildarinnar með 16 stig, fjórum á eftir toppliði Keflavíkur sem er með fullt hús stiga. Viðtalið við Helenu má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Sjá meira
Helena hefur þurft að sætta sig við að vera á hliðarlínunni það sem af er vetri en hún neyddist í aðra liðþófaaðgerðina á innan við tólf mánaða tímabili í haust. Hún stefnir á endurkomu fyrir áramót. „[Staðan] er bara ágæt held ég. Ég fór í aðgerð í lok september til að laga rifu í liðþófanum - aftur - sem að ég gerði líka í nóvember í fyrra. Ég held að þetta sé allt að koma, þetta er þolinmæðisvinna sérstaklega af því að þetta var önnur aðgerðin á stuttum tíma,“ „Eins leiðinlegt og það er þarf maður bara að vera þolinmóður, hlusta á sjúkraþjálfarann og lækninn og leyfa þeim svolítið að ráða ferðinni. Ég verð vonandi búin að spila einn leik allavega, á þessu ári,“ Klippa: Helena Sverris um meiðslin Einblínir á tilhlökkunina fram yfir erfiðleikana Líkt og fram kemur eru þetta önnur meiðsli Helenu á skömmum tíma en þá hefur hún einnig þurft að vera á hliðarlínunni vegna meðgöngu. En hvernig tekst hún á við leiðindin sem fylgja því að komast ekki á völlinn? „Ég er náttúrulega líka búinn að ganga í gegnum tvær meðgöngur þar sem ég hef þurft að horfa á liðið mitt spila, þannig að maður er kannski orðinn aðeins sjóaðri í þessu núna. Við búum sem betur fer vel að því á Ásvöllum að það er nóg pláss í kringum völlinn þannig að maður reynir bara að nýta tímann meðan þær æfa í sína eigin endurhæfingu,“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega en maður hlakkar bara svo mikið til að komast aftur á völlinn að maður horfir bara svolítið á það og einblínir á það,“ segir Helena. Þrátt fyrir fjarveru Helenu í vetur, sem og Lovísu Henningsdóttur, sem ekkert hefur heldur spilað, er Haukaliðið samt sem áður í 2. sæti Subway-deildarinnar með 16 stig, fjórum á eftir toppliði Keflavíkur sem er með fullt hús stiga. Viðtalið við Helenu má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum