„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2022 12:31 Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. Tilkynnt var um það í gær að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu, þar sem framkvæmdar eru bæklunaraðgerðir, verði hækkuð á morgun. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir þjónustunni en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða 175 þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þessi staða er náttúrulega algjörlega óboðleg vegna þess að það eru sjúklingar sem að þurfa að bera kostnaðinn af þessu samningsleysi. Samningar hafa verið lausir í fjögur ár við sérgreinalækna og á meðan er farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir og þarf á sérfræðiþjónustu að halda. Svo er önnur birtingarmynd af þessu samningaleysi eru lengri biðlistar og mér finnst vera augljóst að þetta ástand veldur auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Bæði þarf fólk að bíða og svo eru þeir sem hreinlega hafa ekki efni á að fara til læknis,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar en hún situr í velferðarnefnd Alþingis. Oddný segir það á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna samningsleysis sérgreinalækna falli á veikt fólk. „Sjúkratryggingar fara með samningsumboðið eftir forskrift frá heilbrigðisráðherra. Það er ráðherrann sem þarf að sjá til þess að þörfin fyrir þjónustuna sé skilgreind. Að þjónustusamningarnir verði gerðir og hann þarf að sækja fjármuni í fjárlög. En jafnvel þó að það takist ekki að semja þá verða stjórnvöld að koma í veg fyrir það að kostnaðurinn vegna samningsleysisins falli á veikt fólk. Það sér hver maður að það er bara hreinlega til skammar fyrir samfélag sem vill kalla sig velferðarsamfélag.“ Heilbrigðismál Alþingi Tryggingar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Tilkynnt var um það í gær að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu, þar sem framkvæmdar eru bæklunaraðgerðir, verði hækkuð á morgun. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir þjónustunni en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða 175 þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þessi staða er náttúrulega algjörlega óboðleg vegna þess að það eru sjúklingar sem að þurfa að bera kostnaðinn af þessu samningsleysi. Samningar hafa verið lausir í fjögur ár við sérgreinalækna og á meðan er farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir og þarf á sérfræðiþjónustu að halda. Svo er önnur birtingarmynd af þessu samningaleysi eru lengri biðlistar og mér finnst vera augljóst að þetta ástand veldur auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Bæði þarf fólk að bíða og svo eru þeir sem hreinlega hafa ekki efni á að fara til læknis,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar en hún situr í velferðarnefnd Alþingis. Oddný segir það á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna samningsleysis sérgreinalækna falli á veikt fólk. „Sjúkratryggingar fara með samningsumboðið eftir forskrift frá heilbrigðisráðherra. Það er ráðherrann sem þarf að sjá til þess að þörfin fyrir þjónustuna sé skilgreind. Að þjónustusamningarnir verði gerðir og hann þarf að sækja fjármuni í fjárlög. En jafnvel þó að það takist ekki að semja þá verða stjórnvöld að koma í veg fyrir það að kostnaðurinn vegna samningsleysisins falli á veikt fólk. Það sér hver maður að það er bara hreinlega til skammar fyrir samfélag sem vill kalla sig velferðarsamfélag.“
Heilbrigðismál Alþingi Tryggingar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira