Lykillínur í orkuskiptunum Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 2. desember 2022 08:30 Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Suðurnesjalína 2 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun