Freyr hrósar mikið manninum sem er ekki nógu góður fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 12:01 Aron Sigurðarson fagnar hér einu af mörkunum sínum fyrir AC Horsens en þau eru sex í dönsku úrvalsdeildinni í fyrstu sautján leikjunum. Getty/Lars Ronbog Freyr Alexandersson þjálfar danska úrvalsdeildarliðið Lyngby Boldklub og veit allt um það sem er að gerast í danska fótboltanum. Freyr veit því vel hvað Aron Sigurðarson hefur verið að gera góða hluti með Horsens í dönsku deildinni. Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30
„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31