„Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. desember 2022 22:45 Hörður Axel Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkurkvenna. vísir/bára Það brá skiljanlega ekki fyrir brosi á vörum Harðar Axels Vilhjálmssonar, þjálfara liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, eftir að lið hans beið sinn fyrsta ósigur á þessari leiktíð gegn Val. Aðspurður um hvað klikkaði í leik hans liðs var fyrsta svarið: „Við byrjuðum rosalega flatar.“ Hann lagði þó áherslu að Keflvíkingar hefðu mætt hörkuliði sem hefði hitt á mjög góðan dag hjá sér á meðan hans lið hefði ekki hitt á sinn besta dag. „Hvað klikkaði og ekki klikkaði. Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur. Þetta var hörkugott lið í dag sem voru bara betri.“ Hörður var ekki sammála því að hittni hans liðs í þessum leik hefði verið verri en áður vegna góðs varnarleiks Valsara: „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég myndi frekar segja að við höfum fundið þau skot sem viljum vera að fá frá mörgum af okkar leikmönnum. Þannig er bara körfubolti. Stundum fer boltinn ekki ofan í körfuna. En að sama skapi fannst mér varnarleikurinn slakari en sóknarleikurinn.“ Hann vildi þó ekki einblína á að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik: „Ég vil bara bæta allt.“ Hann lagði sérstaka áherslu á að Keflavíkurliðið yrði að fylgja þeim áherslum sem hefðu gefist svo vel fram að þessum leik: „Að við erum að gera þetta allar saman. Við erum ekki að hnoðast eitthvað og leikmenn sem vilja taka allan heiminn á herðar sér og vilja bjarga heiminum sjálfar. Við viljum gera þetta saman og það er lykillinn að því sem við erum að byggja upp sem mér fannst við fara svolítið frá í dag.“ Að lokum neitaði Hörður því alfarið að værukærð hefði komið upp í hópnum eftir sigurgönguna á þessu tímabili. Valsliðið væri með besta „Kana“ síðustu 5-6 ára í deildinni og með 4 landsliðsmenn: „Við skulum líka aðeins horfa á þetta raunsætt. Við erum með eina landsliðsstelpu, einn Bosman og einn Kana. Við þurfum aðeins að setja þetta í samhengi. Við erum búin að spila vel en við erum ekki að fara að vinna hvern einasta leik í vetur.“ Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Aðspurður um hvað klikkaði í leik hans liðs var fyrsta svarið: „Við byrjuðum rosalega flatar.“ Hann lagði þó áherslu að Keflvíkingar hefðu mætt hörkuliði sem hefði hitt á mjög góðan dag hjá sér á meðan hans lið hefði ekki hitt á sinn besta dag. „Hvað klikkaði og ekki klikkaði. Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur. Þetta var hörkugott lið í dag sem voru bara betri.“ Hörður var ekki sammála því að hittni hans liðs í þessum leik hefði verið verri en áður vegna góðs varnarleiks Valsara: „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég myndi frekar segja að við höfum fundið þau skot sem viljum vera að fá frá mörgum af okkar leikmönnum. Þannig er bara körfubolti. Stundum fer boltinn ekki ofan í körfuna. En að sama skapi fannst mér varnarleikurinn slakari en sóknarleikurinn.“ Hann vildi þó ekki einblína á að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik: „Ég vil bara bæta allt.“ Hann lagði sérstaka áherslu á að Keflavíkurliðið yrði að fylgja þeim áherslum sem hefðu gefist svo vel fram að þessum leik: „Að við erum að gera þetta allar saman. Við erum ekki að hnoðast eitthvað og leikmenn sem vilja taka allan heiminn á herðar sér og vilja bjarga heiminum sjálfar. Við viljum gera þetta saman og það er lykillinn að því sem við erum að byggja upp sem mér fannst við fara svolítið frá í dag.“ Að lokum neitaði Hörður því alfarið að værukærð hefði komið upp í hópnum eftir sigurgönguna á þessu tímabili. Valsliðið væri með besta „Kana“ síðustu 5-6 ára í deildinni og með 4 landsliðsmenn: „Við skulum líka aðeins horfa á þetta raunsætt. Við erum með eina landsliðsstelpu, einn Bosman og einn Kana. Við þurfum aðeins að setja þetta í samhengi. Við erum búin að spila vel en við erum ekki að fara að vinna hvern einasta leik í vetur.“
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31