Kross 11. umferðar: Einar Rafn í sautjánda himni og óðurinn til þagnarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2022 10:00 Ellefta umferð Olís-deildar karla var viðburðarík. grafík/sara Elleftu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk í fyrradag. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Enginn heimasigur leit dagsins ljós í 11. umferðinni og fimm af sex leikjum unnust á útivelli. Vængbrotnir Valsmenn gerðu góða ferð til Eyja og unnu sterkan fimm marka sigur á Eyjamönnum, FH vann áttunda deildarsigurinn í röð þegar liðið sótti Selfoss heim, Afturelding komst aftur á sigurbraut í Garðabænum, Grótta bjargaði stigi á ævintýralegan hátt gegn KA á Akureyri, Fram sigraði ÍR í ótrúlega sveiflukenndum leik og áttatíu mörk voru skoruð þegar Haukar lögðu Hörð að velli. Umfjöllun og viðtöl úr 11. umferð Olís-deildar karla ÍBV 33-38 Valur Hörður 37-43 Haukar KA 33-33 Grótta Stjarnan 26-29 Afturelding ÍR 27-31 Fram Selfoss 32-37 FH Góð umferð fyrir ... Einar Rafn Eiðsson sýndi tennurnar gegn Gróttu.vísir/diego Einar Rafn Eiðsson Hvaða kargaþvæla var þessi frammistaða hjá Einari Rafni? Sautján mörk úr tuttugu skotum gegn liðinu sem hefur fengið á sig fæst mörk að meðaltali í leik í Olís-deildinni. Einar Rafn hefur verið stórgóður í vetur og átt nokkra frábæra leiki. En frammistaðan gegn Gróttu var í hæsta stigi í raun hvaða jákvæða lýsingarorðs sem er. Einar Rafn bætti sitt persónulega markamet um þrjú mörk og vantaði bara fjögur mörk til að jafna markamet Alfreðs Gíslasonar í einum leik í efstu deild. Því miður fyrir Einar Rafn voru samherjar hans ekki á sömu bylgjulengd og KA kastaði frá sér tveggja marka forskoti á síðustu hálfu mínútu leiksins. En Einar Rafn á að vera stoltur af sinni framgöngu gegn harðskeyttu liði Gróttu. Guðmund Braga Ástþórsson Haukamaðurinn var vissulega að spila gegn langversta varnarliði deildarinnar en tölurnar sem hann skilaði á Ísafirði voru fáránlegar. Guðmundur Bragi skoraði fjórtán mörk og það aðeins úr fimmtán skotum. Ekki nóg með það heldur gaf hann einnig ellefu stoðsendingar. Guðmundur Bragi kom því með beinum hætti að 25 mörkum í leiknum (!) Hann hefur verið algjörlega óstöðvandi eftir þjálfaraskiptin hjá Haukum og skorað 9,73 mörk að meðaltali í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað eftir að Ásgeir Örn Hallgrímsson tók við Haukum. Og skotnýtingin er þvælu líkust, eða 73,6 prósent. En það er reyndar ekki eins og Guðmundur Bragi hafi verið eitthvað slakur fyrir þjálfaraskiptin því í sjö deildarleikjum undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar var hann með 6,14 mörk að meðaltali og 57,3 prósent skotnýtingu. Val Valsmenn eru góðir, rosalega góðir, og sönnuðu það enn og aftur þegar þeir sóttu ÍBV heim í fyrsta leik 11. umferðarinnar á laugardaginn. Þeir voru nýkomnir frá Frakklandi þar sem þeir spiluðu gegn PAUC á þriðjudaginn og til viðbótar við það nokkuð vængbrotnir. Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Tjörvi Týr Gíslason voru ekki í hóp vegna meiðsla, Finnur Ingi Stefánsson spilaði ekki neitt og Stiven Tobar Valencia nánast ekki neitt. Þrátt fyrir það vann Valur nokkuð öruggan fimm marka sigur á liðinu sem flestir telja að geti veitt þeim mesta samkeppni. Nýjar raddir tóku undir í Valskórnum gegn ÍBV. Bergur Elí Rúnarsson átti stórleik í hægra horninu, Tryggvi Garðar Jónsson skilaði sínu og Aron Dagur Pálsson heldur áfram að spila vel og átti líklega sinn besta leik í treyju Vals. Álag, smálag. Valsmenn eru langbesta lið deildarinnar, sama hvað. Slæm umferð fyrir ... Varnarmenn Harðar standa í ströngu. Myndin er sviðsett.vísir/hulda margrét Vörn Harðar Harðverjar eru með afleitt varnarlið. Alvarlega afleitt. Það sást enn og aftur þegar þeir fengu Hauka í heimsókn á laugardaginn. Hafnfirðingar skoruðu 43 mörk og voru með 78,2 prósent skotnýtingu. Eins og flest liðin í Olís-deildinni tættu Haukar vörn Harðar í sig trekk í trekk og skoruðu þegar þeim sýndist. Harðverjar eru með langlélegustu vörn deildarinnar og hafa fengið á sig 35,8 mörk að meðaltali í leik. Þeir eru með verstu hlutfallsmarkvörsluna (23,3 prósent) en það er ekki annað en hægt að kenna í brjósti um þessa óheppnu menn sem þurfa að standa fyrir aftan þetta varnarlíki sem Hörður býður upp á leik eftir leik. Ísfirðingar eru með fínasta sóknarlið og hafa skorað 29,5 mörk að meðaltali í leik. En það dugir bara ofboðslega skammt þegar vörnin er jafn lek og raun hefur borið vitni í vetur. Eyjamenn Talandi um slakan varnarleik þá sýndu Eyjamenn hann svo sannarlega þegar Valsmenn komu í heimsókn. Íslands- og bikarmeistararnir skoruðu 38 mörk og voru með 73,1 prósent skotnýtingu. Sóknarleikur ÍBV var heldur ekki merkilegur, allavega framan af leik. Eftir sautján mínútna leik voru Eyjamenn bara búnir að skora fimm mörk á meðan Valsmenn voru með tólf. Sókn ÍBV lagaðist eftir því sem á leikinn leið en vörnin ekki og sigur Vals var frekar öruggur. Þetta var bara annað heimatap Eyjamanna í vetur en þeir hljóta að hafa áhyggjur af varnarleiknum á heimavelli. Í sjö heimaleikjum á tímabilinu hefur ÍBV fengið á sig 208 mörk, eða tæplega þrjátíu mörk að meðaltali í leik. Og þeir eru búnir að fá báða nýliðana í heimsókn svo ekki er ólíklegt að þessi tala komi til með að hækka. Stjörnumenn Fyrir leikinn gegn Stjörnunni lá Afturelding ágætlega við höggi, vel eftir að Þorsteinn Leó Gunnarsson meiddist og rosalega vel eftir að Gunnar Malmquist Þórsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla. En Stjörnumenn nýttu það ekki. Þeir fengu markvörsluna sem þeir fá alltof sjaldan en hinir þættir leiksins fylgdu ekki með. Sóknarleikurinn var sérstaklega slakur, hægur og þunglamalegur og skotnýting Stjörnunnar var bara rétt austan við fimmtíu prósentin. Stjörnumenn sigla lygna sjóinn um miðja deild og erfitt er að sjá þá fara mikið ofar eða mikið neðar. Þeir vilja eflaust meira en er innistæða fyrir því? Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Þrátt fyrir að ÍR sé í fallsæti hefur liðið komið flestum á óvart með frammistöðu sinni í vetur. Breiðhyltingar eru vel samkeppnishæfir og hafa þegar náð í fimm stig. En hversu mörg verða stigin sem bætast við í sarpinn. ÍR-ingar eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu átta leikjum sínum. Þeir eru allavega ekki líklegir til að safna mikið fleiri stigum ef þeir byrja eins og þeir gerðu gegn Frömmurum á mánudaginn. Gestirnir úr Úlfarsárdalnum komust nefnilega í 1-11! Heimamenn svöruðu með 13-2 kafla og náðu forystunni. En það er orkufrekt að vinna svona forskot upp og í seinni hálfleik var Fram sterkari aðilinn og sjöunda tap ÍR í síðustu átta leikjum staðreynd. Besti ungi leikmaðurinn Blær Hinriksson hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar á þessu tímabili.vísir/hulda margrét Blær Hinriksson hefur tekið á sig aukna ábyrgð á þessu og munaði ekkert um að skella enn þyngra hlassi á bakið á sér eftir að Þorsteinn Leó datt út í upphafi leiks Stjörnunnar og Aftureldingar. Blær dró vagninn fyrir Mosfellinga. Hann skoraði ekki bara tíu mörk í þrettán skotum heldur spilaði hann mikið í miðri vörninni og leysti það einstaklega vel. Blær er alltaf að verða betri í fleiri þáttum leiksins og í sífelldri sókn. Óðurinn til þagnarinnar Sem frægt er skrópaði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í viðtöl eftir leikinn gegn Val. Þetta var óður Eyjamannsins til þagnarinnar eins og John Cage í tónverkinu 4'33. Það er spurning hvort Erlingur gangi lengra næst, mæti í viðtal en segi ekki neitt, eins og hljóðfæraleikararnir sem tjá 4'33. Þeir koma sér fyrir en spila síðan ekki. Það er allavega öllu áhrifaríkara en að láta ekki sjá sig. &amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=AWVUp12XPpU"&amp;gt;watch on YouTube&amp;lt;/a&amp;gt; Tölfræði sem stakk í augun Stjörnunni gekk illa að búa sér til opin færi gegn Aftureldingu. Til marks um það komu tuttugu af 26 mörkum Stjörnumanna með skotum fyrir utan eða úr vítaköstum. Garðbæingar skoruðu fjórtán mörk með skotum fyrir utan og Leó Snær Pétursson gerði svo fimm mörk úr vítum og Starri Friðriksson eitt. Stjarnan skoraði aðeins sex mörk úr hornum, línu og hraðaupphlaupum en ekkert eftir gegnumbrot. Sættir umferðarinnar Gunnar Malmquist Þórsson tekur í spaðann á Sigurði Bjarnasyni.stjarnan Það fauk í gamla landsliðsmanninn Sigurð Bjarnason þegar Gunnar Malmquist hóf að slá í dýru auglýsingaskiltin í TM-höllinni. Gunnari brá en þeir skildu sáttir. Þeir handsöluðu svo sættirnar í Garðabænum í fyrradag og tókust í hendur. Svona á að leysa hlutina. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Arnór Snær Óskarsson (Valur) - 9,43 Guðmundur Bragi Ástþórsson (Haukar) - 10,0 Einar Rafn Eiðsson (KA) og Birgir Steinn Jónsson (Grótta) - 10,0 Blær Hinriksson (Afturelding) - 8,71 Reynir Þór Stefánsson (Fram) - 8,25 Ásbjörn Friðriksson (FH) - 8,10 Handboltarokk umferðarinnar Skellum okkur til Ástralíu og hlýðum á þekktasta lag Silverchair, „Tomorrow“. Það má alveg deila um hvort þetta sé grugg eða síðgrugg en leyfum þessu að fljóta með, ekki síst vegna söngsins. Daniel Johns, sem minnir óneitanlega á Kurt Cobain í útliti, þenur sig sem mest hann má. Það heillaði allavega sjálfa Natalie Imbruglia sem var gift Johns á árunum 2003-08. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PjsMnvqL7eY">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 12. umferð Olís-deildar karla út.hsí Olís-deild karla Tengdar fréttir Ræddu bleika fílinn í herberginu: Er SB skrípaþáttur eða skemmtiþáttur? Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV í Olís deild karla í handbolta, vill ekki gefa Vísi eða Stöð 2 Sport viðtöl eftir leiki Eyjamanna og segir ástæðuna vera að Seinni bylgjan sé skrípaþáttur. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þetta mál í gær. 6. desember 2022 10:32 Gunnar Malmquist og Sigurður slíðra sverðin Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag. 5. desember 2022 23:30 Guðmundur Bragi með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir þjálfaraskiptin Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur verið rjúkandi heitur að undanförnu. Hann er með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir að Haukar skiptu um þjálfara í síðasta mánuði. 5. desember 2022 16:01 „Það hefði verið gaman að komast í tuttugu mörkin“ KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson átti stórleik í Olís deild karla í gær þegar hann skoraði sautján mörk á móti Gróttu. 5. desember 2022 15:01 „Smá heilahristingur en ekkert alvarlegt“ Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, fór meiddur af velli í upphafi leiksins gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær vegna höfuðmeiðsla. Hann segir þau þó ekki alvarleg. 5. desember 2022 13:56 Rauk í Gunnar þegar hann sló í auglýsingaskilti Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær. 5. desember 2022 13:34 Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV. 5. desember 2022 11:00 „Ég hefði viljað vera elskaður og dáður þegar ég var barn frekar en fullorðinn“ Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gefur út barnabók fyrir þessi jól en þar erum við að tala um bókina Barn verður forseti. Gaupi hitti handboltahetjuna og forvitnaðist um bókina. 5. desember 2022 10:02 Segir að Egill hefði getað komist í allra fremstu röð Egill Magnússon hefði getað komist í allra fremstu röð í handboltanum. Þetta segir Einar Guðmundsson sem þjálfaði Egil í yngri landsliðum Íslands. 3. desember 2022 23:15 Gagnrýnir Erling fyrir að mæta ekki í viðtöl Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, gagnrýndi Erling Richardsson, þjálfara ÍBV, harðlega fyrir að mæta ekki í viðtöl eftir tap liðsins fyrir Val í dag. 3. desember 2022 19:15 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Enginn heimasigur leit dagsins ljós í 11. umferðinni og fimm af sex leikjum unnust á útivelli. Vængbrotnir Valsmenn gerðu góða ferð til Eyja og unnu sterkan fimm marka sigur á Eyjamönnum, FH vann áttunda deildarsigurinn í röð þegar liðið sótti Selfoss heim, Afturelding komst aftur á sigurbraut í Garðabænum, Grótta bjargaði stigi á ævintýralegan hátt gegn KA á Akureyri, Fram sigraði ÍR í ótrúlega sveiflukenndum leik og áttatíu mörk voru skoruð þegar Haukar lögðu Hörð að velli. Umfjöllun og viðtöl úr 11. umferð Olís-deildar karla ÍBV 33-38 Valur Hörður 37-43 Haukar KA 33-33 Grótta Stjarnan 26-29 Afturelding ÍR 27-31 Fram Selfoss 32-37 FH Góð umferð fyrir ... Einar Rafn Eiðsson sýndi tennurnar gegn Gróttu.vísir/diego Einar Rafn Eiðsson Hvaða kargaþvæla var þessi frammistaða hjá Einari Rafni? Sautján mörk úr tuttugu skotum gegn liðinu sem hefur fengið á sig fæst mörk að meðaltali í leik í Olís-deildinni. Einar Rafn hefur verið stórgóður í vetur og átt nokkra frábæra leiki. En frammistaðan gegn Gróttu var í hæsta stigi í raun hvaða jákvæða lýsingarorðs sem er. Einar Rafn bætti sitt persónulega markamet um þrjú mörk og vantaði bara fjögur mörk til að jafna markamet Alfreðs Gíslasonar í einum leik í efstu deild. Því miður fyrir Einar Rafn voru samherjar hans ekki á sömu bylgjulengd og KA kastaði frá sér tveggja marka forskoti á síðustu hálfu mínútu leiksins. En Einar Rafn á að vera stoltur af sinni framgöngu gegn harðskeyttu liði Gróttu. Guðmund Braga Ástþórsson Haukamaðurinn var vissulega að spila gegn langversta varnarliði deildarinnar en tölurnar sem hann skilaði á Ísafirði voru fáránlegar. Guðmundur Bragi skoraði fjórtán mörk og það aðeins úr fimmtán skotum. Ekki nóg með það heldur gaf hann einnig ellefu stoðsendingar. Guðmundur Bragi kom því með beinum hætti að 25 mörkum í leiknum (!) Hann hefur verið algjörlega óstöðvandi eftir þjálfaraskiptin hjá Haukum og skorað 9,73 mörk að meðaltali í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað eftir að Ásgeir Örn Hallgrímsson tók við Haukum. Og skotnýtingin er þvælu líkust, eða 73,6 prósent. En það er reyndar ekki eins og Guðmundur Bragi hafi verið eitthvað slakur fyrir þjálfaraskiptin því í sjö deildarleikjum undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar var hann með 6,14 mörk að meðaltali og 57,3 prósent skotnýtingu. Val Valsmenn eru góðir, rosalega góðir, og sönnuðu það enn og aftur þegar þeir sóttu ÍBV heim í fyrsta leik 11. umferðarinnar á laugardaginn. Þeir voru nýkomnir frá Frakklandi þar sem þeir spiluðu gegn PAUC á þriðjudaginn og til viðbótar við það nokkuð vængbrotnir. Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Tjörvi Týr Gíslason voru ekki í hóp vegna meiðsla, Finnur Ingi Stefánsson spilaði ekki neitt og Stiven Tobar Valencia nánast ekki neitt. Þrátt fyrir það vann Valur nokkuð öruggan fimm marka sigur á liðinu sem flestir telja að geti veitt þeim mesta samkeppni. Nýjar raddir tóku undir í Valskórnum gegn ÍBV. Bergur Elí Rúnarsson átti stórleik í hægra horninu, Tryggvi Garðar Jónsson skilaði sínu og Aron Dagur Pálsson heldur áfram að spila vel og átti líklega sinn besta leik í treyju Vals. Álag, smálag. Valsmenn eru langbesta lið deildarinnar, sama hvað. Slæm umferð fyrir ... Varnarmenn Harðar standa í ströngu. Myndin er sviðsett.vísir/hulda margrét Vörn Harðar Harðverjar eru með afleitt varnarlið. Alvarlega afleitt. Það sást enn og aftur þegar þeir fengu Hauka í heimsókn á laugardaginn. Hafnfirðingar skoruðu 43 mörk og voru með 78,2 prósent skotnýtingu. Eins og flest liðin í Olís-deildinni tættu Haukar vörn Harðar í sig trekk í trekk og skoruðu þegar þeim sýndist. Harðverjar eru með langlélegustu vörn deildarinnar og hafa fengið á sig 35,8 mörk að meðaltali í leik. Þeir eru með verstu hlutfallsmarkvörsluna (23,3 prósent) en það er ekki annað en hægt að kenna í brjósti um þessa óheppnu menn sem þurfa að standa fyrir aftan þetta varnarlíki sem Hörður býður upp á leik eftir leik. Ísfirðingar eru með fínasta sóknarlið og hafa skorað 29,5 mörk að meðaltali í leik. En það dugir bara ofboðslega skammt þegar vörnin er jafn lek og raun hefur borið vitni í vetur. Eyjamenn Talandi um slakan varnarleik þá sýndu Eyjamenn hann svo sannarlega þegar Valsmenn komu í heimsókn. Íslands- og bikarmeistararnir skoruðu 38 mörk og voru með 73,1 prósent skotnýtingu. Sóknarleikur ÍBV var heldur ekki merkilegur, allavega framan af leik. Eftir sautján mínútna leik voru Eyjamenn bara búnir að skora fimm mörk á meðan Valsmenn voru með tólf. Sókn ÍBV lagaðist eftir því sem á leikinn leið en vörnin ekki og sigur Vals var frekar öruggur. Þetta var bara annað heimatap Eyjamanna í vetur en þeir hljóta að hafa áhyggjur af varnarleiknum á heimavelli. Í sjö heimaleikjum á tímabilinu hefur ÍBV fengið á sig 208 mörk, eða tæplega þrjátíu mörk að meðaltali í leik. Og þeir eru búnir að fá báða nýliðana í heimsókn svo ekki er ólíklegt að þessi tala komi til með að hækka. Stjörnumenn Fyrir leikinn gegn Stjörnunni lá Afturelding ágætlega við höggi, vel eftir að Þorsteinn Leó Gunnarsson meiddist og rosalega vel eftir að Gunnar Malmquist Þórsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla. En Stjörnumenn nýttu það ekki. Þeir fengu markvörsluna sem þeir fá alltof sjaldan en hinir þættir leiksins fylgdu ekki með. Sóknarleikurinn var sérstaklega slakur, hægur og þunglamalegur og skotnýting Stjörnunnar var bara rétt austan við fimmtíu prósentin. Stjörnumenn sigla lygna sjóinn um miðja deild og erfitt er að sjá þá fara mikið ofar eða mikið neðar. Þeir vilja eflaust meira en er innistæða fyrir því? Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Þrátt fyrir að ÍR sé í fallsæti hefur liðið komið flestum á óvart með frammistöðu sinni í vetur. Breiðhyltingar eru vel samkeppnishæfir og hafa þegar náð í fimm stig. En hversu mörg verða stigin sem bætast við í sarpinn. ÍR-ingar eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu átta leikjum sínum. Þeir eru allavega ekki líklegir til að safna mikið fleiri stigum ef þeir byrja eins og þeir gerðu gegn Frömmurum á mánudaginn. Gestirnir úr Úlfarsárdalnum komust nefnilega í 1-11! Heimamenn svöruðu með 13-2 kafla og náðu forystunni. En það er orkufrekt að vinna svona forskot upp og í seinni hálfleik var Fram sterkari aðilinn og sjöunda tap ÍR í síðustu átta leikjum staðreynd. Besti ungi leikmaðurinn Blær Hinriksson hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar á þessu tímabili.vísir/hulda margrét Blær Hinriksson hefur tekið á sig aukna ábyrgð á þessu og munaði ekkert um að skella enn þyngra hlassi á bakið á sér eftir að Þorsteinn Leó datt út í upphafi leiks Stjörnunnar og Aftureldingar. Blær dró vagninn fyrir Mosfellinga. Hann skoraði ekki bara tíu mörk í þrettán skotum heldur spilaði hann mikið í miðri vörninni og leysti það einstaklega vel. Blær er alltaf að verða betri í fleiri þáttum leiksins og í sífelldri sókn. Óðurinn til þagnarinnar Sem frægt er skrópaði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í viðtöl eftir leikinn gegn Val. Þetta var óður Eyjamannsins til þagnarinnar eins og John Cage í tónverkinu 4'33. Það er spurning hvort Erlingur gangi lengra næst, mæti í viðtal en segi ekki neitt, eins og hljóðfæraleikararnir sem tjá 4'33. Þeir koma sér fyrir en spila síðan ekki. Það er allavega öllu áhrifaríkara en að láta ekki sjá sig. &amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=AWVUp12XPpU"&amp;gt;watch on YouTube&amp;lt;/a&amp;gt; Tölfræði sem stakk í augun Stjörnunni gekk illa að búa sér til opin færi gegn Aftureldingu. Til marks um það komu tuttugu af 26 mörkum Stjörnumanna með skotum fyrir utan eða úr vítaköstum. Garðbæingar skoruðu fjórtán mörk með skotum fyrir utan og Leó Snær Pétursson gerði svo fimm mörk úr vítum og Starri Friðriksson eitt. Stjarnan skoraði aðeins sex mörk úr hornum, línu og hraðaupphlaupum en ekkert eftir gegnumbrot. Sættir umferðarinnar Gunnar Malmquist Þórsson tekur í spaðann á Sigurði Bjarnasyni.stjarnan Það fauk í gamla landsliðsmanninn Sigurð Bjarnason þegar Gunnar Malmquist hóf að slá í dýru auglýsingaskiltin í TM-höllinni. Gunnari brá en þeir skildu sáttir. Þeir handsöluðu svo sættirnar í Garðabænum í fyrradag og tókust í hendur. Svona á að leysa hlutina. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Arnór Snær Óskarsson (Valur) - 9,43 Guðmundur Bragi Ástþórsson (Haukar) - 10,0 Einar Rafn Eiðsson (KA) og Birgir Steinn Jónsson (Grótta) - 10,0 Blær Hinriksson (Afturelding) - 8,71 Reynir Þór Stefánsson (Fram) - 8,25 Ásbjörn Friðriksson (FH) - 8,10 Handboltarokk umferðarinnar Skellum okkur til Ástralíu og hlýðum á þekktasta lag Silverchair, „Tomorrow“. Það má alveg deila um hvort þetta sé grugg eða síðgrugg en leyfum þessu að fljóta með, ekki síst vegna söngsins. Daniel Johns, sem minnir óneitanlega á Kurt Cobain í útliti, þenur sig sem mest hann má. Það heillaði allavega sjálfa Natalie Imbruglia sem var gift Johns á árunum 2003-08. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PjsMnvqL7eY">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 12. umferð Olís-deildar karla út.hsí
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ræddu bleika fílinn í herberginu: Er SB skrípaþáttur eða skemmtiþáttur? Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV í Olís deild karla í handbolta, vill ekki gefa Vísi eða Stöð 2 Sport viðtöl eftir leiki Eyjamanna og segir ástæðuna vera að Seinni bylgjan sé skrípaþáttur. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þetta mál í gær. 6. desember 2022 10:32 Gunnar Malmquist og Sigurður slíðra sverðin Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag. 5. desember 2022 23:30 Guðmundur Bragi með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir þjálfaraskiptin Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur verið rjúkandi heitur að undanförnu. Hann er með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir að Haukar skiptu um þjálfara í síðasta mánuði. 5. desember 2022 16:01 „Það hefði verið gaman að komast í tuttugu mörkin“ KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson átti stórleik í Olís deild karla í gær þegar hann skoraði sautján mörk á móti Gróttu. 5. desember 2022 15:01 „Smá heilahristingur en ekkert alvarlegt“ Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, fór meiddur af velli í upphafi leiksins gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær vegna höfuðmeiðsla. Hann segir þau þó ekki alvarleg. 5. desember 2022 13:56 Rauk í Gunnar þegar hann sló í auglýsingaskilti Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær. 5. desember 2022 13:34 Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV. 5. desember 2022 11:00 „Ég hefði viljað vera elskaður og dáður þegar ég var barn frekar en fullorðinn“ Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gefur út barnabók fyrir þessi jól en þar erum við að tala um bókina Barn verður forseti. Gaupi hitti handboltahetjuna og forvitnaðist um bókina. 5. desember 2022 10:02 Segir að Egill hefði getað komist í allra fremstu röð Egill Magnússon hefði getað komist í allra fremstu röð í handboltanum. Þetta segir Einar Guðmundsson sem þjálfaði Egil í yngri landsliðum Íslands. 3. desember 2022 23:15 Gagnrýnir Erling fyrir að mæta ekki í viðtöl Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, gagnrýndi Erling Richardsson, þjálfara ÍBV, harðlega fyrir að mæta ekki í viðtöl eftir tap liðsins fyrir Val í dag. 3. desember 2022 19:15 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Ræddu bleika fílinn í herberginu: Er SB skrípaþáttur eða skemmtiþáttur? Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV í Olís deild karla í handbolta, vill ekki gefa Vísi eða Stöð 2 Sport viðtöl eftir leiki Eyjamanna og segir ástæðuna vera að Seinni bylgjan sé skrípaþáttur. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þetta mál í gær. 6. desember 2022 10:32
Gunnar Malmquist og Sigurður slíðra sverðin Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag. 5. desember 2022 23:30
Guðmundur Bragi með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir þjálfaraskiptin Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur verið rjúkandi heitur að undanförnu. Hann er með tæp tíu mörk að meðaltali í leik eftir að Haukar skiptu um þjálfara í síðasta mánuði. 5. desember 2022 16:01
„Það hefði verið gaman að komast í tuttugu mörkin“ KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson átti stórleik í Olís deild karla í gær þegar hann skoraði sautján mörk á móti Gróttu. 5. desember 2022 15:01
„Smá heilahristingur en ekkert alvarlegt“ Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, fór meiddur af velli í upphafi leiksins gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær vegna höfuðmeiðsla. Hann segir þau þó ekki alvarleg. 5. desember 2022 13:56
Rauk í Gunnar þegar hann sló í auglýsingaskilti Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær. 5. desember 2022 13:34
Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV. 5. desember 2022 11:00
„Ég hefði viljað vera elskaður og dáður þegar ég var barn frekar en fullorðinn“ Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gefur út barnabók fyrir þessi jól en þar erum við að tala um bókina Barn verður forseti. Gaupi hitti handboltahetjuna og forvitnaðist um bókina. 5. desember 2022 10:02
Segir að Egill hefði getað komist í allra fremstu röð Egill Magnússon hefði getað komist í allra fremstu röð í handboltanum. Þetta segir Einar Guðmundsson sem þjálfaði Egil í yngri landsliðum Íslands. 3. desember 2022 23:15
Gagnrýnir Erling fyrir að mæta ekki í viðtöl Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, gagnrýndi Erling Richardsson, þjálfara ÍBV, harðlega fyrir að mæta ekki í viðtöl eftir tap liðsins fyrir Val í dag. 3. desember 2022 19:15