Mun 55 ára æskulýðsstarf enda í dag? Steinar Þór Ólafsson skrifar 6. desember 2022 08:00 Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Siglingaíþróttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun